Lífið

Þessi prestur er algjörlega með þetta - myndband

Ellý Ármanns skrifar
mynd/youtube
Sigurður Grétar Sigurðsson prestur í Útskálakirkju í Garði söng lagið Hallelujah til fermingarbarna sinna á snilldarmáta eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hér neðst í grein.

Hvernig kom það til að þú gerðir þetta myndband og söngst til barnanna? „Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður í Garðinum tók þessa fermingarathöfn upp þar sem bróðurdóttir hans var að fermast. Hann fékk síðan þá hugmynd að útbúa þetta myndband við lagið Hallelúja enda vissi hann sem sagt ekki um þetta fyrirfram."

Samdi sjálfur textann

„Ég samdi þennan texta og flutti í öllum fimm fermingarmessum vorsins. Myndbandið er frá síðustu athöfninni sem var á Hvítasunnudag og reyndar sú fámennasta, aðeins þrjú börn þann daginn. Hljómsveitin Sálmari lék undir í fermingarmessunum og söngkonurnar rödduðu í viðlaginu ásamt því að söfnuðurinn tók undir," segir Sigurður og heldur áfram:

Börnum og foreldrum leist vel á hugmyndina

„Fermingarbörnunum og foreldrum þeirra leist vel á áform Guðmundar um að útbúa þetta myndband enda er Guðmundur einkar duglegur að safna heimildum um mannlífið hér í Garðinum fyrr og nú. Síðastliðinn vetur gekk myndband af írskum presti sem söng þetta lag til brúðhjóna með breyttum texta. Í kjölfarið af því fékk ég nokkrar áskoranir frá sóknarbörnum og ætli ég hafi ekki bara orðið við þeim," segir hann þegar kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.