Lífið

Frægir fjölmenntu í partí á Esju

Ellý Ármanns skrifar
myndir/elly@365.is
DJ Margeir & Ásdís María söngkona tróðu upp á toppi Esjunnar í hádeginu í dag. Um var að ræða viðburð á vegum símafyrirtækisins Nova.  Frægir fjölmenntu á toppinn eins og Elínrós Líndal, Sölvi Tryggvason, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, Arnar Grant og Ívar Guðmundsson svo einhverjir séu nefndir.

Ef skrollað er neðst í grein má sjá myndband þegar Þyrluþjónustan Helo sem flaug með fjölda farþega á toppinn, flutti sérhannaða diskókúlu og hljóðkerfi fyrir Margeir sem spilaði af sinni alkunnu snilld á toppi Esjunnar.

,,Tilgangurinn var að gefa öllum tækifæri á að upplifa þyrluflug í flottustu þyrlu landsins. Þar sem þeir sem ferðast í þyrlu hér á landi eru fyrst og fremst erlendir ferðamenn. Við vildum gefa landanum kost á að gera sér glaðan dag og prófa eitthvað nýtt og þeim fótalúnu kost á að taka þátt í þessu frábæra danspartíi hjá Nova," sagði Herdís Anna Þorvaldsdóttir hjá Þyrlujónustu Helo.


DJ Margeir & Ásdís María slógu í gegn.
Elínrós Lindal ásamt syni sínum nýlent á toppnum.
„Nú erum við ekki bara stærsti skemmtistaður í heimi, því við verðum hæsti skemmtistaður í heimi um helgina,“ sagði Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova í samtali við Lífið.

Friðjón Örn Hólmbertsson og Sæunn Sylvía Magnúsdóttir voru fersk þegar þau komu á toppinn.
Sölvi Tryggvason gekk á toppinn geislandi eftir fimm daga föstu.
Félagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmunds dreifðu próteindrykkjum.
Ásdís María getur svo sannarlega sungið.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir á og rekur Þyrluþjónustuna Helo.is sem sá um að fljúga liðinu á toppinn, Gabríela Jóna Ólafsdóttir og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir.
Frábær stemning var á toppnum. Um 1000 manns mættu en fjöldinn dreifðist yfir daginn.
Lífið var snemma á ferðinni en talið er að um 1000 manns hafi mætt í teitið sem var svona líka vel heppnað.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.