Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Tíu KR-ingar héldu út Kristinn Páll Teitsson á KR-vellinum skrifar 27. júlí 2014 14:38 Vísir/Vilhelm Tíu KR-ingar héldu út í tæplega hálftíma í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Stefán Logi Magnússon fékk rautt spjald um miðbik seinni hálfleiksins en gestirnir úr Kópavogi náðu ekki að kreista fram sigurmark.Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik yfir í byrjun leiksins eftir góða skyndisókn en þurfti að fara meiddur af velli skömmu síðar. Kjartan Henry Finnbogason jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks en hvorugu liðinu tókst að skora sigurmark. Aðeins nokkrar vikur eru síðan liðin mættust í Kópavogi þar sem KR vann öruggan sigur. Vesturbæingar vissu að allt annað en sigur myndi ganga langt með að kippa þeim úr titilbaráttunni. Blikar voru mun sterkari í upphafi leiksins og náðu verðskuldað forystunni á níundu mínútu. Árni fékk þá sendingu inn fyrir vörn KR og náði að halda aftur af Aroni Bjarka Jósepssyni og renna boltanum framhjá Stefáni Loga í markinu. Gestirnir úr Kópavogi höfðu undirtökin allan hálfleikinn og komu boltanum aftur í netið stuttu eftir fyrsta markið en Garðar hafði þegar flautað aukaspyrnu á vítateigslínu KR-inga. Leikmenn KR náðu litlum takti við leikinn í fyrri hálfleik og var lítil ógn í sóknarleik þeirra og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 0-1.Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerði breytingu á liði sínu í hálfleik og leikur liðsins skánaði um leið. Kjartan Henry jafnaði á 52. mínútu eftir enn eina stoðsendinguna frá Hauki Heiðari Haukssyni. Kjartan tók þá fyrirgjöf Hauks viðstöðulaust með hægri fætinum og lagði boltann í hornið. Um miðbik síðari hálfleiksins kom löng sending inn fyrir vörn KR og ætlaði Stefán Logi að hreinsa boltann í burtu en hitti ekki boltann og lenti á Elfari Árna Aðalsteinssyni. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins flautaði aukaspyrnu og gaf Stefáni Loga rautt spjald í þokkabót. Þrátt fyrir að KR hefði misst mann af velli skiptust liðin áfram á því að sækja og var greinilega að hvorugt liðið sætti sig við eitt stig. Þrátt fyrir ágætis tilburði náði hvorugt liðið hinsvegar að bæta við marki og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli. Hvorugt lið getur verið sátt með eitt stig í kvöld en liðin eru að berjast á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik tekur stig og fjarlægist botninn en KR hefur eftir kvöldið sennilega lokið titilbaráttunni. Kjartan Henry: Heyrði kallað að þetta væri eins og handbolti„Algjörlega, við spiluðum ekki nægilega vel í dag ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, aðspurður hvort það hefðu tvö stig farið í súginn í kvöld. „Við vorum seinir í gang og náðum ekki að gera það sem við lögðum upp með í fyrri hálfleik. Það var fínt að ná að jafna leikinn en við hefðum getað bætt við mörkum.“ Blikar voru mun grimmari í upphafi leiksins og náðu verðskuldað forskotinu eftir tíu mínútur. „Þeir voru svakalega þéttir og við vorum ekki að láta boltann ganga nægilega hratt. Við vorum að reyna að opna þá en okkur gekk illa að láta boltann ganga. Ég heyrði einhvern kalla úr stúkunni að þetta væri eins og handbolti.“ Stefán Logi fékk rautt spjald um miðbik seinni hálfleiksins sem gerði KR-ingum erfitt fyrir. „Þetta var erfiður dagur, við þurftum að hlaupa mun meira en við munum ekki gefast upp. Ég held að við þurfum að vinna rest til að eiga einhverja möguleika,“ sagði Kjartan sem er ekki búinn að gefast upp. „Við byrjuðum mótið illa og liðin sem eru fyrir ofan okkur eru búin að spila betur en við og virka mjög þétt. Við reynum bara að einblína á okkur og taka einn leik í einu, byrjum á undanúrslitaleiknum í bikarnum,“ sagði Kjartan. Guðjón Pétur: Áttum skilið þrjú stig„Að mínu mati áttum við skilið stigin þrjú hérna í dag,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn. „Við erum rændir einu marki með glórulausum dóm og svo klúðrum við tveimur dauðafærum til þess að gera út um leikinn. Við áttum skilið sigurinn en við tökum þetta stig og bætum því í hrúguna sem við erum með.“ Blikar voru mun sterkari í upphafi leiksins og komust verðskuldað yfir í upphafi leiksins. „Við vorum með tökin fyrstu 20-25 mínúturnar og það fór mikill kraftur í það. Við settumst aðeins aftar eftir þetta og héldum út næsta hálftímann með því að loka öllum svæðunum. Við vorum með tögl og höld á vellinum allt þar til jöfnunarmarkið kemur.“ Bæði lið héldu áfram að sækja þrátt fyrir að KR-ingar hefðu fengið rautt spjald. „Þeir þéttu aðeins leikinn sinn og við áttum erfitt með að skapa færi. Eftir rauða spjaldið breytist ekkert hjá okkur, við vildum ekki fá á okkur mark en það var augljóst að bæði lið vildu vinna. Ég held að þetta hafi verið flottur leikur fyrir áhorfendur.“ Breiðablik mjakast hægt og bítandi upp töfluna en liðið hefur náð í sjö stig í síðustu fjórum leikjum. „Við viljum ekki vera þarna niðri. Ég er viss um að ef spilamennskan verður svona næstu vikunar munum við hægt og bítandi færast ofar í töflunni,“ sagði Guðjón. Stefán Logi: Garðar laug að mérStefán Logi Magnússon var ósáttur með Garðar Örn Hinriksson, dómara leiks KR og Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. Stefán Logi fékk rautt spjald í seinni hálfleik eftir að hann hitti ekki boltann þegar hann reyndi að hreinsa utan vítateigs og lenti á Elfari Árna Aðalsteinssyni. „Ég kiksa boltann en Aron er með boltann og Blikinn hleypur inn í mig. Garðar laug að mér og sagðist hafa talað við línuvörðinn um þetta en línuvörðurinn kannast ekki við það. Hann sagðist ekki hafa haft neitt um þetta að segja,“ sagði Stefán Logi ósáttur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Tíu KR-ingar héldu út í tæplega hálftíma í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Stefán Logi Magnússon fékk rautt spjald um miðbik seinni hálfleiksins en gestirnir úr Kópavogi náðu ekki að kreista fram sigurmark.Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik yfir í byrjun leiksins eftir góða skyndisókn en þurfti að fara meiddur af velli skömmu síðar. Kjartan Henry Finnbogason jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks en hvorugu liðinu tókst að skora sigurmark. Aðeins nokkrar vikur eru síðan liðin mættust í Kópavogi þar sem KR vann öruggan sigur. Vesturbæingar vissu að allt annað en sigur myndi ganga langt með að kippa þeim úr titilbaráttunni. Blikar voru mun sterkari í upphafi leiksins og náðu verðskuldað forystunni á níundu mínútu. Árni fékk þá sendingu inn fyrir vörn KR og náði að halda aftur af Aroni Bjarka Jósepssyni og renna boltanum framhjá Stefáni Loga í markinu. Gestirnir úr Kópavogi höfðu undirtökin allan hálfleikinn og komu boltanum aftur í netið stuttu eftir fyrsta markið en Garðar hafði þegar flautað aukaspyrnu á vítateigslínu KR-inga. Leikmenn KR náðu litlum takti við leikinn í fyrri hálfleik og var lítil ógn í sóknarleik þeirra og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 0-1.Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerði breytingu á liði sínu í hálfleik og leikur liðsins skánaði um leið. Kjartan Henry jafnaði á 52. mínútu eftir enn eina stoðsendinguna frá Hauki Heiðari Haukssyni. Kjartan tók þá fyrirgjöf Hauks viðstöðulaust með hægri fætinum og lagði boltann í hornið. Um miðbik síðari hálfleiksins kom löng sending inn fyrir vörn KR og ætlaði Stefán Logi að hreinsa boltann í burtu en hitti ekki boltann og lenti á Elfari Árna Aðalsteinssyni. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins flautaði aukaspyrnu og gaf Stefáni Loga rautt spjald í þokkabót. Þrátt fyrir að KR hefði misst mann af velli skiptust liðin áfram á því að sækja og var greinilega að hvorugt liðið sætti sig við eitt stig. Þrátt fyrir ágætis tilburði náði hvorugt liðið hinsvegar að bæta við marki og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli. Hvorugt lið getur verið sátt með eitt stig í kvöld en liðin eru að berjast á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik tekur stig og fjarlægist botninn en KR hefur eftir kvöldið sennilega lokið titilbaráttunni. Kjartan Henry: Heyrði kallað að þetta væri eins og handbolti„Algjörlega, við spiluðum ekki nægilega vel í dag ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, aðspurður hvort það hefðu tvö stig farið í súginn í kvöld. „Við vorum seinir í gang og náðum ekki að gera það sem við lögðum upp með í fyrri hálfleik. Það var fínt að ná að jafna leikinn en við hefðum getað bætt við mörkum.“ Blikar voru mun grimmari í upphafi leiksins og náðu verðskuldað forskotinu eftir tíu mínútur. „Þeir voru svakalega þéttir og við vorum ekki að láta boltann ganga nægilega hratt. Við vorum að reyna að opna þá en okkur gekk illa að láta boltann ganga. Ég heyrði einhvern kalla úr stúkunni að þetta væri eins og handbolti.“ Stefán Logi fékk rautt spjald um miðbik seinni hálfleiksins sem gerði KR-ingum erfitt fyrir. „Þetta var erfiður dagur, við þurftum að hlaupa mun meira en við munum ekki gefast upp. Ég held að við þurfum að vinna rest til að eiga einhverja möguleika,“ sagði Kjartan sem er ekki búinn að gefast upp. „Við byrjuðum mótið illa og liðin sem eru fyrir ofan okkur eru búin að spila betur en við og virka mjög þétt. Við reynum bara að einblína á okkur og taka einn leik í einu, byrjum á undanúrslitaleiknum í bikarnum,“ sagði Kjartan. Guðjón Pétur: Áttum skilið þrjú stig„Að mínu mati áttum við skilið stigin þrjú hérna í dag,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn. „Við erum rændir einu marki með glórulausum dóm og svo klúðrum við tveimur dauðafærum til þess að gera út um leikinn. Við áttum skilið sigurinn en við tökum þetta stig og bætum því í hrúguna sem við erum með.“ Blikar voru mun sterkari í upphafi leiksins og komust verðskuldað yfir í upphafi leiksins. „Við vorum með tökin fyrstu 20-25 mínúturnar og það fór mikill kraftur í það. Við settumst aðeins aftar eftir þetta og héldum út næsta hálftímann með því að loka öllum svæðunum. Við vorum með tögl og höld á vellinum allt þar til jöfnunarmarkið kemur.“ Bæði lið héldu áfram að sækja þrátt fyrir að KR-ingar hefðu fengið rautt spjald. „Þeir þéttu aðeins leikinn sinn og við áttum erfitt með að skapa færi. Eftir rauða spjaldið breytist ekkert hjá okkur, við vildum ekki fá á okkur mark en það var augljóst að bæði lið vildu vinna. Ég held að þetta hafi verið flottur leikur fyrir áhorfendur.“ Breiðablik mjakast hægt og bítandi upp töfluna en liðið hefur náð í sjö stig í síðustu fjórum leikjum. „Við viljum ekki vera þarna niðri. Ég er viss um að ef spilamennskan verður svona næstu vikunar munum við hægt og bítandi færast ofar í töflunni,“ sagði Guðjón. Stefán Logi: Garðar laug að mérStefán Logi Magnússon var ósáttur með Garðar Örn Hinriksson, dómara leiks KR og Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. Stefán Logi fékk rautt spjald í seinni hálfleik eftir að hann hitti ekki boltann þegar hann reyndi að hreinsa utan vítateigs og lenti á Elfari Árna Aðalsteinssyni. „Ég kiksa boltann en Aron er með boltann og Blikinn hleypur inn í mig. Garðar laug að mér og sagðist hafa talað við línuvörðinn um þetta en línuvörðurinn kannast ekki við það. Hann sagðist ekki hafa haft neitt um þetta að segja,“ sagði Stefán Logi ósáttur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira