Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Víkingur 0-3 | Framarar afgreiddir í seinni hálfleik Tómas Þór Þórðarson á Laugardalsvelli skrifar 27. júlí 2014 14:36 Vísir/Daníel Víkingur er áfram í baráttu um Evrópusæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur á botnliði Fram í Laugardalnum í kvöld. Markalaust var í hálfleik, en gestirnir komu boltanum þrívegis í netið í þeim síðar. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að Víkingar ætluðu að láta Hörð Fannar Björgvinsson, 17 ára gamlan markvörð Fram, hafa fyrir hlutunum, en hann hefur gerst sekur um tvenn slæm mistök í deildinni til þessa. Víkingar létu rigna skotum á markið í fyrri hálfleik; í heildina voru þau 19, þar af átta á markið, en Hörður varði allt. Skotin voru vissulega ekkert sérstök, en Hörður tók þó enga sénsa og kýldi allt í burtu sem á markið kom. Eitt af fáum skotum Víkinga í teignum í fyrri hálfleik átti Dofri Snorrason strax á sjöundu mínútu, en hann komst þá einn á móti Herði eftir að hafa komist inn í þversendingu Hafsteins Briem, miðjumanns Fram. Dofri gerði ekki nógu vel í færinu og lét Hörð Fannar verja frá sér, en Hörður gerði vel í að gera sig breiðan og skildi fótinn eftir á þeim stað sem Dofri skaut. Víkingar stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik án þess þó að skærasta stjarna liðsins, Aron Elís Þrándarson, kæmist almennilega í takt við leikinn. Dofri var mikið í boltanum sem og PapeMamadou Faye og Igor Taskovic, en úti á hægri kantinum átti Michael Abnett erfitt með að fóta sig líkt og í fyrsta leiknum gegn Fjölni. Framarar fengu þó sín færi. Hafsteinn Briem lét Ingvar Þór Kale verja frá sér úr algjöru dauðafæri eftir fyrirgjöf Hauks Baldvinssonar og Haukur skaut svo sjálfur yfir af stuttu færi. Ingvar þurfti svo að taka á honum stóra sínum til að verja glæsilegt skot Arons Þórðar Albertssonar yfir markið.Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði ekki á miðjunni, heldur í hægri bakverði. Bjarni bróðir hans og þjálfari liðsins búinn að reyna ýmislegt í sumar og þetta nýjasta útspilið. Miðjuspilið gekk ágætlega í fyrri hálfleik með Hafstein, Viktor Bjarka Arnarsson og Arnþór Ara Atlason, en Viktor Bjarki var sprækur á móti sínum gömlu félögum. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri til að byrja með, en skothríð Víkinga skilaði loksins marki á 66. mínútu leiksins. Það skoraði fyrirliðinn Igor Taskovic sem var hetjan í síðasta leik gegn Fjölni. Igor fékk góða sendingu frá Pape inn á teignum, lék illa á einn varnarmann Framara og skoraði með föstu skoti í nærhornið. Hann gerði svo enn betur tólf mínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forskotið með fallegu skoti fyrir utan teig sem söng í netinu, 2-0. Bjarni reyndi að gera breytingar til að lífga upp á sóknarleik Framara. Þeir komust oft í álitlegar stöður en í miðri vörninni voru Tómas Guðmundsson og AlanLowing öflugir. Tómas að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli og stóð sig mjög vel. Gestirnir gerðu út um leikinn með marki á 86. mínútu, en það skoraði Tómas með skalla eftir sendingu Kjartans Dige Baldurssonar. Fallegur svifbolti inn á teiginn, Tómas einn og óvaldaður og stangaði knöttinn í netið. Framarar, eins og margir aðrir á vellinum, héldu að hann væri rangstæður en flaggið fór ekki á loft. Í heildina nokkuð vel útfærður leikur hjá Víkingum, en Framarar geta nagað sig í handabökin fyrir að hafa ekki skorað úr dauðafærum sínum í fyrri hálfleik. Mörk breyta leikjum og Safamýrarpilta skortir meiri vilja að koma boltanum í netið. Framarar áfram á botni deildarinnar með níu stig eftir þrettán umferðir, en Víkingar með 25 stig í þriðja sæti þegar þetta er skrifað. KR gæti komist aftur upp fyrir þá á markatölu með sigri gegn Breiðabliki.Tómas: Kannski var ég rangstæður "Við bjuggumst við að þetta yrði þolinmæðisverk," sagði Tómas Guðmundsson, miðvörður Víkings, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. Við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik og hefðum getað sett 2-3 mörk í honum." Hann sagði Víkinga ekki hafa verið stressaða þó skothríð þeirra væri ekki að skila marki fyrsta klukkutímann. "Við keyrðum aðeins meira á þá í seinni hálfleik og þegar fyrsta markið kom fannst mér ekki spurning um hvoru meginn sigurinn myndi lenda. Við vorum ekkert orðnir stressaðir. Óli og Milos sögðu okkur að halda róni og bíða eftir fyrsta markinu; þá yrði allt miklu þægilegra," sagði Tómas. Hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli, en er ekkert erfitt að spila leiki með svona löngu millibili alltaf? "Það er alltaf jafngaman að spila og maður er bara klár þegar kallið kemur. Það er auðvelt að spila við hliðina á Alan Lowing. Hann fær ekki alltaf mesta hrósið, en hann er búinn að standa sig alveg frábærlega í allt sumar. Sama má segja um bakverðina og Kale í markinu," sagði Tómas sem skoraði þriðja mark Víkings í kvöld. "Það er alltaf gaman að skora. Ég fékk einn séns þarna áður og hefði kannski átt að nýta hann. Í markinu var ég kannski var ég rangstæður, ég á eftir að skoða þetta betur," sagði hann og brosti. Miðvörðurinn stóri fékk gult spjald fyrir að keyra inn í Hörð Fannar Björgvinsson, markvörð Fram. "Ég ætlaði nú alls ekki að meiða hann. Ég sá bara að hann var aðeins á undan mér þannig ég vildi ekki vera minni maður og bakka. En það var óþarfi að fá spjald," sagði Tómas Guðmundsson.Bjarni: Það eru gæði í liðinu "Ég er súr," voru fyrstu viðbrögð Bjarna Guðjónssonar, þjálfara Fram, eftir tapið gegn Víkingum á heimavelli í kvöld, en Framarar eru nú búnir að tapa fimm leikjum í röð. "Þeir eru með hörkugóða leikmenn. Aron Elís er rosa góður í því að finna sér svæði milli varnar og miðju. Það er aldrei hægt að loka á allt, en mér fannst við leysa það vel." "Í fyrri hálfleik voru þeir meira í skotum fyrir utan teig, en á sama tíma nýtum við ekki færin okkar. Seinni hálfleikinn byrjum við aldrei af nógu miklum krafti og fáum á okkur þrjú klaufaleg mörk," sagði Bjarni. Framarar fengu tvö algjör dauðafæri í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Bjarni viðurkennir að menn skorti einfaldlega sjálfstraust. "Sjálfstraustið í liðinu er ekki mikið. Við erum í neðsta sæti og því fylgir oft lítið sjálfstraust. En við erum að vinna í því markvisst og það sem strákarnir þurfa að gera er að fá sjálfstraust út úr fyrri hálfleiknum." "Við vorum að spila oft á tíðum mjög vel og opnuðum spútniklið sumarsins vel í fyrri hálfleik. En áhyggjuefnið er að við náum aldrei að spila vel í 90 mínútur og það er eitthvað sem við þurfum að laga," sagði Bjarni sem telur að liðið geti rifið sig upp úr fallsæti. "Ég hef mikla trú á því og það sýnir sig í fyrri hálfleik að það eru fullt af gæðum í liðinu, en við verðum að stíga fastar til jarðar og komast inn í seinni hálfleikinn af sama krafti og í þeim fyrri," sagði Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Víkingur er áfram í baráttu um Evrópusæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur á botnliði Fram í Laugardalnum í kvöld. Markalaust var í hálfleik, en gestirnir komu boltanum þrívegis í netið í þeim síðar. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að Víkingar ætluðu að láta Hörð Fannar Björgvinsson, 17 ára gamlan markvörð Fram, hafa fyrir hlutunum, en hann hefur gerst sekur um tvenn slæm mistök í deildinni til þessa. Víkingar létu rigna skotum á markið í fyrri hálfleik; í heildina voru þau 19, þar af átta á markið, en Hörður varði allt. Skotin voru vissulega ekkert sérstök, en Hörður tók þó enga sénsa og kýldi allt í burtu sem á markið kom. Eitt af fáum skotum Víkinga í teignum í fyrri hálfleik átti Dofri Snorrason strax á sjöundu mínútu, en hann komst þá einn á móti Herði eftir að hafa komist inn í þversendingu Hafsteins Briem, miðjumanns Fram. Dofri gerði ekki nógu vel í færinu og lét Hörð Fannar verja frá sér, en Hörður gerði vel í að gera sig breiðan og skildi fótinn eftir á þeim stað sem Dofri skaut. Víkingar stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik án þess þó að skærasta stjarna liðsins, Aron Elís Þrándarson, kæmist almennilega í takt við leikinn. Dofri var mikið í boltanum sem og PapeMamadou Faye og Igor Taskovic, en úti á hægri kantinum átti Michael Abnett erfitt með að fóta sig líkt og í fyrsta leiknum gegn Fjölni. Framarar fengu þó sín færi. Hafsteinn Briem lét Ingvar Þór Kale verja frá sér úr algjöru dauðafæri eftir fyrirgjöf Hauks Baldvinssonar og Haukur skaut svo sjálfur yfir af stuttu færi. Ingvar þurfti svo að taka á honum stóra sínum til að verja glæsilegt skot Arons Þórðar Albertssonar yfir markið.Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði ekki á miðjunni, heldur í hægri bakverði. Bjarni bróðir hans og þjálfari liðsins búinn að reyna ýmislegt í sumar og þetta nýjasta útspilið. Miðjuspilið gekk ágætlega í fyrri hálfleik með Hafstein, Viktor Bjarka Arnarsson og Arnþór Ara Atlason, en Viktor Bjarki var sprækur á móti sínum gömlu félögum. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri til að byrja með, en skothríð Víkinga skilaði loksins marki á 66. mínútu leiksins. Það skoraði fyrirliðinn Igor Taskovic sem var hetjan í síðasta leik gegn Fjölni. Igor fékk góða sendingu frá Pape inn á teignum, lék illa á einn varnarmann Framara og skoraði með föstu skoti í nærhornið. Hann gerði svo enn betur tólf mínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forskotið með fallegu skoti fyrir utan teig sem söng í netinu, 2-0. Bjarni reyndi að gera breytingar til að lífga upp á sóknarleik Framara. Þeir komust oft í álitlegar stöður en í miðri vörninni voru Tómas Guðmundsson og AlanLowing öflugir. Tómas að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli og stóð sig mjög vel. Gestirnir gerðu út um leikinn með marki á 86. mínútu, en það skoraði Tómas með skalla eftir sendingu Kjartans Dige Baldurssonar. Fallegur svifbolti inn á teiginn, Tómas einn og óvaldaður og stangaði knöttinn í netið. Framarar, eins og margir aðrir á vellinum, héldu að hann væri rangstæður en flaggið fór ekki á loft. Í heildina nokkuð vel útfærður leikur hjá Víkingum, en Framarar geta nagað sig í handabökin fyrir að hafa ekki skorað úr dauðafærum sínum í fyrri hálfleik. Mörk breyta leikjum og Safamýrarpilta skortir meiri vilja að koma boltanum í netið. Framarar áfram á botni deildarinnar með níu stig eftir þrettán umferðir, en Víkingar með 25 stig í þriðja sæti þegar þetta er skrifað. KR gæti komist aftur upp fyrir þá á markatölu með sigri gegn Breiðabliki.Tómas: Kannski var ég rangstæður "Við bjuggumst við að þetta yrði þolinmæðisverk," sagði Tómas Guðmundsson, miðvörður Víkings, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. Við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik og hefðum getað sett 2-3 mörk í honum." Hann sagði Víkinga ekki hafa verið stressaða þó skothríð þeirra væri ekki að skila marki fyrsta klukkutímann. "Við keyrðum aðeins meira á þá í seinni hálfleik og þegar fyrsta markið kom fannst mér ekki spurning um hvoru meginn sigurinn myndi lenda. Við vorum ekkert orðnir stressaðir. Óli og Milos sögðu okkur að halda róni og bíða eftir fyrsta markinu; þá yrði allt miklu þægilegra," sagði Tómas. Hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli, en er ekkert erfitt að spila leiki með svona löngu millibili alltaf? "Það er alltaf jafngaman að spila og maður er bara klár þegar kallið kemur. Það er auðvelt að spila við hliðina á Alan Lowing. Hann fær ekki alltaf mesta hrósið, en hann er búinn að standa sig alveg frábærlega í allt sumar. Sama má segja um bakverðina og Kale í markinu," sagði Tómas sem skoraði þriðja mark Víkings í kvöld. "Það er alltaf gaman að skora. Ég fékk einn séns þarna áður og hefði kannski átt að nýta hann. Í markinu var ég kannski var ég rangstæður, ég á eftir að skoða þetta betur," sagði hann og brosti. Miðvörðurinn stóri fékk gult spjald fyrir að keyra inn í Hörð Fannar Björgvinsson, markvörð Fram. "Ég ætlaði nú alls ekki að meiða hann. Ég sá bara að hann var aðeins á undan mér þannig ég vildi ekki vera minni maður og bakka. En það var óþarfi að fá spjald," sagði Tómas Guðmundsson.Bjarni: Það eru gæði í liðinu "Ég er súr," voru fyrstu viðbrögð Bjarna Guðjónssonar, þjálfara Fram, eftir tapið gegn Víkingum á heimavelli í kvöld, en Framarar eru nú búnir að tapa fimm leikjum í röð. "Þeir eru með hörkugóða leikmenn. Aron Elís er rosa góður í því að finna sér svæði milli varnar og miðju. Það er aldrei hægt að loka á allt, en mér fannst við leysa það vel." "Í fyrri hálfleik voru þeir meira í skotum fyrir utan teig, en á sama tíma nýtum við ekki færin okkar. Seinni hálfleikinn byrjum við aldrei af nógu miklum krafti og fáum á okkur þrjú klaufaleg mörk," sagði Bjarni. Framarar fengu tvö algjör dauðafæri í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Bjarni viðurkennir að menn skorti einfaldlega sjálfstraust. "Sjálfstraustið í liðinu er ekki mikið. Við erum í neðsta sæti og því fylgir oft lítið sjálfstraust. En við erum að vinna í því markvisst og það sem strákarnir þurfa að gera er að fá sjálfstraust út úr fyrri hálfleiknum." "Við vorum að spila oft á tíðum mjög vel og opnuðum spútniklið sumarsins vel í fyrri hálfleik. En áhyggjuefnið er að við náum aldrei að spila vel í 90 mínútur og það er eitthvað sem við þurfum að laga," sagði Bjarni sem telur að liðið geti rifið sig upp úr fallsæti. "Ég hef mikla trú á því og það sýnir sig í fyrri hálfleik að það eru fullt af gæðum í liðinu, en við verðum að stíga fastar til jarðar og komast inn í seinni hálfleikinn af sama krafti og í þeim fyrri," sagði Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti