Brynjar Björn: Hef ekki rætt við strákana um Skagaleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 21:15 Brynjar Björn fagnar eftir leikinn gegn Lech Poznan í Póllandi. Vísir/Getty Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum KR-ingur og núverandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, segir að undirbúningi liðsins fyrir leikinn mikilvæga á morgun hafi verið með hefðbundnu móti. „Við þjálfarnir erum nokkuð rólegir og ekki komnir með fiðring í magann,“ sagði Brynjar Björn fyrir æfingu Stjörnunnar nú síðdegis en leikurinn gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla hefst klukkan 16.00 á morgun. „Við höfum haldið okkar venjulega plani fyrir leikinn og erum ekki að breyta út frá vananum þó svo að titilinn sé undir að þessu sinni. Leikurinn breytist ekki - leikmenn verða að allir að skila sinni vinnu eins og venjulega.“ Brynjar Björn var í liði KR sem tapaði fyrir ÍA í frægum úrslitaleik Íslandsmótsins árið 1996. Hann segist ekki hafa rætt leikinn sérstaklega við leikmenn sína í Stjörnunni. „Ég man nú ekki hvernig mér leið fyrir þann leik,“ sagði Brynjar Björn. „Ég man hins vegar vel hvernig mér leið eftir hann. Það situr enn í manni,“ bætti hann við í léttum dúr.Með Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Stjörnunnar.Vísir/Daníel„En það er eins nú og þá. Við reyndum að undirbúa okkur eins vel og mögulegt er en í það skiptið voru Skagamenn einfaldlega betri á deginum.“ „Strákanir í Stjörnunni vita best sjálfir hvernig þeir undirbúa sig fyrir leikinn. Mestu máli skiptir að þeir mæti úthvíldir og vel nærðir,“ bætti hann við. Brynjar Björn varð Íslandsmeistari með KR á síðasta tímabili en lagði skóna á hilluna og gerðist aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni. „Þetta hefur verið frábært sumar og skemmtilegt,“ sagði hann. „Við komumst lengra en okkur dreymdi um í Evrópukeppninni og stigasöfnunin í deildinni hefur svo verið með ólíkindum. Þetta hefur verið frábært.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Björn yfirgefur KR | Verður aðstoðarþjálfari Stjörnunnar Knattspyrnumaðurin Brynjar Björn Gunnarsson hefur ákveðið að yfirgefa KR og hefur leikmaðurinn náð samkomulagi við knattspyrnudeild KR um starfslok. 1. nóvember 2013 20:16 Brynjar Björn er hættur í fótbolta - ætlar bara að þjálfa Brynjar Björn Gunnarsson er orðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta og hefur tekið þá endanlegu ákvörðun að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hörður Magnússon hitti Brynjar Björn á æfingu með Stjörnunni og setti saman innslag í kvöldfréttir Stöðvar tvö. 3. nóvember 2013 19:21 Brynjar Björn í hóp með David Beckham og Xabi Alonso Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður KR, skoraði ótrúlegt mark gegn Fylkismönnum í gær þegar liðið bar sigur úr býtum 4-1 en leikmaðurinn setti boltann yfir Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkis, frá miðju. 17. september 2013 12:00 Brynjar Björn genginn í raðir KR á nýjan leik Brynjar Björn Gunnarsson fékk í dag félagaskipti yfir í KR og er því orðinn löglegur með félaginu. Brynjar kemur til félagsins frá Reading þar sem hann hefur verið síðan árið 2005. 6. mars 2013 17:31 Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum KR-ingur og núverandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, segir að undirbúningi liðsins fyrir leikinn mikilvæga á morgun hafi verið með hefðbundnu móti. „Við þjálfarnir erum nokkuð rólegir og ekki komnir með fiðring í magann,“ sagði Brynjar Björn fyrir æfingu Stjörnunnar nú síðdegis en leikurinn gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla hefst klukkan 16.00 á morgun. „Við höfum haldið okkar venjulega plani fyrir leikinn og erum ekki að breyta út frá vananum þó svo að titilinn sé undir að þessu sinni. Leikurinn breytist ekki - leikmenn verða að allir að skila sinni vinnu eins og venjulega.“ Brynjar Björn var í liði KR sem tapaði fyrir ÍA í frægum úrslitaleik Íslandsmótsins árið 1996. Hann segist ekki hafa rætt leikinn sérstaklega við leikmenn sína í Stjörnunni. „Ég man nú ekki hvernig mér leið fyrir þann leik,“ sagði Brynjar Björn. „Ég man hins vegar vel hvernig mér leið eftir hann. Það situr enn í manni,“ bætti hann við í léttum dúr.Með Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Stjörnunnar.Vísir/Daníel„En það er eins nú og þá. Við reyndum að undirbúa okkur eins vel og mögulegt er en í það skiptið voru Skagamenn einfaldlega betri á deginum.“ „Strákanir í Stjörnunni vita best sjálfir hvernig þeir undirbúa sig fyrir leikinn. Mestu máli skiptir að þeir mæti úthvíldir og vel nærðir,“ bætti hann við. Brynjar Björn varð Íslandsmeistari með KR á síðasta tímabili en lagði skóna á hilluna og gerðist aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni. „Þetta hefur verið frábært sumar og skemmtilegt,“ sagði hann. „Við komumst lengra en okkur dreymdi um í Evrópukeppninni og stigasöfnunin í deildinni hefur svo verið með ólíkindum. Þetta hefur verið frábært.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Björn yfirgefur KR | Verður aðstoðarþjálfari Stjörnunnar Knattspyrnumaðurin Brynjar Björn Gunnarsson hefur ákveðið að yfirgefa KR og hefur leikmaðurinn náð samkomulagi við knattspyrnudeild KR um starfslok. 1. nóvember 2013 20:16 Brynjar Björn er hættur í fótbolta - ætlar bara að þjálfa Brynjar Björn Gunnarsson er orðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta og hefur tekið þá endanlegu ákvörðun að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hörður Magnússon hitti Brynjar Björn á æfingu með Stjörnunni og setti saman innslag í kvöldfréttir Stöðvar tvö. 3. nóvember 2013 19:21 Brynjar Björn í hóp með David Beckham og Xabi Alonso Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður KR, skoraði ótrúlegt mark gegn Fylkismönnum í gær þegar liðið bar sigur úr býtum 4-1 en leikmaðurinn setti boltann yfir Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkis, frá miðju. 17. september 2013 12:00 Brynjar Björn genginn í raðir KR á nýjan leik Brynjar Björn Gunnarsson fékk í dag félagaskipti yfir í KR og er því orðinn löglegur með félaginu. Brynjar kemur til félagsins frá Reading þar sem hann hefur verið síðan árið 2005. 6. mars 2013 17:31 Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Brynjar Björn yfirgefur KR | Verður aðstoðarþjálfari Stjörnunnar Knattspyrnumaðurin Brynjar Björn Gunnarsson hefur ákveðið að yfirgefa KR og hefur leikmaðurinn náð samkomulagi við knattspyrnudeild KR um starfslok. 1. nóvember 2013 20:16
Brynjar Björn er hættur í fótbolta - ætlar bara að þjálfa Brynjar Björn Gunnarsson er orðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta og hefur tekið þá endanlegu ákvörðun að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hörður Magnússon hitti Brynjar Björn á æfingu með Stjörnunni og setti saman innslag í kvöldfréttir Stöðvar tvö. 3. nóvember 2013 19:21
Brynjar Björn í hóp með David Beckham og Xabi Alonso Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður KR, skoraði ótrúlegt mark gegn Fylkismönnum í gær þegar liðið bar sigur úr býtum 4-1 en leikmaðurinn setti boltann yfir Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkis, frá miðju. 17. september 2013 12:00
Brynjar Björn genginn í raðir KR á nýjan leik Brynjar Björn Gunnarsson fékk í dag félagaskipti yfir í KR og er því orðinn löglegur með félaginu. Brynjar kemur til félagsins frá Reading þar sem hann hefur verið síðan árið 2005. 6. mars 2013 17:31
Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15