„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Linda Blöndal skrifar 9. júní 2014 20:08 Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. Í tvígang hafa börn verið bitin. Meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir að fólk eigi alls ekki að koma nálægt dýrunum verði það þeirra vart. Í lok síðasta mánaðar var unglingspiltur bitinn til blóðs í fingurinn af rottu í Vesturbænum. Í gær sást rotta skokka á bökkum vesturbæjarlaugarinnar og sama dag var stúlka í Hlíðunum bitin af rottu.Ragnheiður Kolfinna Magnúsdóttir var bitinn af rottu í gær. „Ég prófaði að fara niður að skoða hana. Þá kom hún og beit mig,“ sagði Kolfinna. „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur.“ Þessi óvinsælu nagdýr finnast í ræsum um alla Reykjavíkurborg að undanskildum nýrri hverfum eins og Grafarvoginum. Gömul hverfi eru helst útsett fyrir rottugangi og tilfelli þar sem dýrin gera sér hreiður upp í risi finnast þar sem enginn er umgangur í gömlum húsum og ónýtar lagnir. „Þær finnast þar sem er bilun í skorplögnum og niðurfall opið eða slíkt. Þá er það ávísun upp á að þessi kvikyndi geta komið upp á yfirborðið,“ segir Ómar F. Dabney, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. Allt eru þetta svokallaðar Brúnrottur, vanalega um tuttugu sentímetrar með fimmtán sentímetra langt skott og nokkuð gild miðað við hagamúsina. Hve hættulegt er þó að vera bitinn af rottu? „Það hefur ekki reynst mér banvænt,“ segir Ómar. „En ég hvet alla þá sem verða fyrir biti af þessu dýri að fara á slysadeild. Þar reikna ég með að þeir fái viðeigandi meðferð.“ „Ég hvet bara fólk, ef það er að sjá þessi dýr og ég tala nú ekki um að brýna fyrir börnum, að koma ekki nálægt þeim. Vegna þess að ef þú ert að teygja þig í þær, að reyna að klappa þeim eða koma við þær, þá bíta þær alveg pottþétt,“ segir Ómar sem sjálfur hefur ekki tölu á hve oft hann hefur verið bitinn. Það er ómögulegt að segja til um hve margar rottur eru í Reykjavíkurborg, en þessa dagana er verið að eitra fyrir þeim í holræsum. Þá sérstaklega á stöðum þar sem líkur eru á að lagnir séu ekki í lagi. Tengdar fréttir Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. Í tvígang hafa börn verið bitin. Meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir að fólk eigi alls ekki að koma nálægt dýrunum verði það þeirra vart. Í lok síðasta mánaðar var unglingspiltur bitinn til blóðs í fingurinn af rottu í Vesturbænum. Í gær sást rotta skokka á bökkum vesturbæjarlaugarinnar og sama dag var stúlka í Hlíðunum bitin af rottu.Ragnheiður Kolfinna Magnúsdóttir var bitinn af rottu í gær. „Ég prófaði að fara niður að skoða hana. Þá kom hún og beit mig,“ sagði Kolfinna. „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur.“ Þessi óvinsælu nagdýr finnast í ræsum um alla Reykjavíkurborg að undanskildum nýrri hverfum eins og Grafarvoginum. Gömul hverfi eru helst útsett fyrir rottugangi og tilfelli þar sem dýrin gera sér hreiður upp í risi finnast þar sem enginn er umgangur í gömlum húsum og ónýtar lagnir. „Þær finnast þar sem er bilun í skorplögnum og niðurfall opið eða slíkt. Þá er það ávísun upp á að þessi kvikyndi geta komið upp á yfirborðið,“ segir Ómar F. Dabney, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. Allt eru þetta svokallaðar Brúnrottur, vanalega um tuttugu sentímetrar með fimmtán sentímetra langt skott og nokkuð gild miðað við hagamúsina. Hve hættulegt er þó að vera bitinn af rottu? „Það hefur ekki reynst mér banvænt,“ segir Ómar. „En ég hvet alla þá sem verða fyrir biti af þessu dýri að fara á slysadeild. Þar reikna ég með að þeir fái viðeigandi meðferð.“ „Ég hvet bara fólk, ef það er að sjá þessi dýr og ég tala nú ekki um að brýna fyrir börnum, að koma ekki nálægt þeim. Vegna þess að ef þú ert að teygja þig í þær, að reyna að klappa þeim eða koma við þær, þá bíta þær alveg pottþétt,“ segir Ómar sem sjálfur hefur ekki tölu á hve oft hann hefur verið bitinn. Það er ómögulegt að segja til um hve margar rottur eru í Reykjavíkurborg, en þessa dagana er verið að eitra fyrir þeim í holræsum. Þá sérstaklega á stöðum þar sem líkur eru á að lagnir séu ekki í lagi.
Tengdar fréttir Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33
Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07