Framleiðslustopp hjá Saab vegna fjárskorts Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2014 14:30 Í verksmiðju Saab í Trollhattan í Svíþjóð. Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent
Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent