Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur 1-2 | Aron Elís hetja Víkinga í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 22. maí 2014 10:24 Jökull I. Elísabetarson spilaði áður með Víkingi. Vísir/vilhelm Hinn ungi og stórefnilegi Aron Elís Þrándarson tryggði Víkingum 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi deildar karla. Aron Elís kom inná sem varamaður þegar hálftími var eftir af leiknum og skoraði sigurmarkið á 80. mínútu, átta mínútum eftir að Ian David Jeffs fékk beint rautt spjald fyrir brot á Víkingnum Henry Monaghan. Eyjamenn hafa þar sem aðeins náð í eitt stig í fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar en þetta var fjórða tap ÍBV í röð þar af hafa þrjú þeirra verið í Eyjum. Nýliðar Víkinga hafa aftur á móti náð í sjö stig í fyrstu fimm leikjum sínum í sumar. Víkingar sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja í 5. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar að þeir unnu 2-1 sigur. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir áhugamenn um knattspyrnu en gríðarlega fá færi litu dagsins ljós framan af leik. Eina alvöru færi fyrri hálfleiks kom á átjándu mínútu en þá stökk Alan Lowing manna hæst í vítateig Eyjamanna og náði skalla að marki en Guðjón Orri Sigurjónsson sem kom inn í liðið náði að slá boltann aftur fyrir. Dean Martin var í byrjunarliði Eyjamanna í leiknum og var hættulegasti maður þeirra í dag en hann skapaði færi fyrir Víði Þorvarðarson um miðbik fyrri hálfleiks. Röng ákvörðun Víðis varð honum að falli en hann reyndi að lyfta boltanum yfir Ingvar Þór Kale sem stóð í marki Víkinga. Eins og áður segir var fyrri hálfleikur gríðarlega tíðindalítill en liðin gengu bæði ósátt til búningsherbergja. Seinni hálfleikur fór nokkuð betur af stað en sá fyrri og leit fyrsta markið dagsins ljós á 55. mínútu þegar að Todor Hristov átti skot að marki sem Guðjón Orri varði beint til Arnþórs Inga Kristinssonar sem þakkaði fyrir sig og skilaði boltanum í markið. Eyjamenn skiptu sínum mönnum hverjum á fætur öðrum inn á leikvöllinn en við það virtust Víkingar taka leikinn í sínar hendur og fengu hættulegri marktækifæri. Aron Elís byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn hjá Víkingum og lét strax til sín taka þegar að hann átti skot yfir markið. Þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka dró til tíðinda en þá fékk Henry Monaghan boltann í hendina innan vítateigs og benti Þorvaldur Árnason tafarlaust á punktinn. Víðir Þorvarðarson skoraði úr spyrnunni en hann sendi Ingvar í vitlaust horn. Vendipunktur leiksins varð svo einungis nokkrum sekúndum eftir að Víkingar hófu leikinn að nýju en þá fór Jeffs mjög harkalega aftan í Henry Monaghan, leikmann Víkings, og fékk að líta rauða spjaldið frá góðum dómara leiksins. Við þetta efldust Víkingar og uppskáru loks sigurmark þegar að Aron Elís var fyrstur að átta sig inni í teig Eyjamanna og skilaði boltanum af öryggi í markið tíu mínútum fyrir leikslok. Ólafur: Vanhugsað hjá JeffsVísir/Valli„Ég er mjög sáttur með sigurinn, sérstaklega í ljósi þess að ÍBV-liðið var í mjög erfiðri stöðu fyrir þennan leik og ég var hissa á því að liðið skildi ekki sýna meira af þessum gamla og góða ÍBV-karakter,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga eftir sterkan sigur sinna manna í Vestmannaeyjum í kvöld. „Þetta var slysalegt hjá okkur að gefa ÍBV þetta mark, þeir áttu í raun engin færi í leiknum að öðru leiti.“ „Mér fannst þetta óttalega vanhugsað hjá Jeffs,“ var það eina sem Ólafur vildi segja um rauða spjald Ian Jeffs í leiknum en hann gerði sig sekan um barnaleg mistök stuttu eftir að Eyjamenn jöfnuðu leikinn. Sigurður Ragnar: Svolítið strangur dómurVísir/Vilhelm„Í dag náðum við ekki úrslitunum sem við vildum. Mér finnst vendipunktur leiksins vera þegar við jöfnum leikinn og missum mann af velli með rautt spjald, strax í kjölfarið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV eftir svekkjandi tap gegn Víkingum í kvöld. „Mér fannst hann ekki negla hann niður, hann var of seinn að taka boltann eflaust mér fannst þetta svolítið strangur dómur en hefði viljað sjá þetta betur,“ sagði Sigurður um rauða spjaldið sem Ian Jeffs fékk. „Við tökum hvern leik fyrir sig og þurfum að skoða hvernig leikmenn koma út úr þessum leik. Við reynum að læra og æfa betur á æfingasvæðinu og koma svo sterkari í næstu umferð.“ „ÍBV hefur gengið illa á heimavelli og töpuðu held ég seinustu þremur heimaleikjunum í fyrra og við þurfum að gera þetta að meiri ljónagryfju en þetta er í dag.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Hinn ungi og stórefnilegi Aron Elís Þrándarson tryggði Víkingum 2-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi deildar karla. Aron Elís kom inná sem varamaður þegar hálftími var eftir af leiknum og skoraði sigurmarkið á 80. mínútu, átta mínútum eftir að Ian David Jeffs fékk beint rautt spjald fyrir brot á Víkingnum Henry Monaghan. Eyjamenn hafa þar sem aðeins náð í eitt stig í fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar en þetta var fjórða tap ÍBV í röð þar af hafa þrjú þeirra verið í Eyjum. Nýliðar Víkinga hafa aftur á móti náð í sjö stig í fyrstu fimm leikjum sínum í sumar. Víkingar sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja í 5. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar að þeir unnu 2-1 sigur. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir áhugamenn um knattspyrnu en gríðarlega fá færi litu dagsins ljós framan af leik. Eina alvöru færi fyrri hálfleiks kom á átjándu mínútu en þá stökk Alan Lowing manna hæst í vítateig Eyjamanna og náði skalla að marki en Guðjón Orri Sigurjónsson sem kom inn í liðið náði að slá boltann aftur fyrir. Dean Martin var í byrjunarliði Eyjamanna í leiknum og var hættulegasti maður þeirra í dag en hann skapaði færi fyrir Víði Þorvarðarson um miðbik fyrri hálfleiks. Röng ákvörðun Víðis varð honum að falli en hann reyndi að lyfta boltanum yfir Ingvar Þór Kale sem stóð í marki Víkinga. Eins og áður segir var fyrri hálfleikur gríðarlega tíðindalítill en liðin gengu bæði ósátt til búningsherbergja. Seinni hálfleikur fór nokkuð betur af stað en sá fyrri og leit fyrsta markið dagsins ljós á 55. mínútu þegar að Todor Hristov átti skot að marki sem Guðjón Orri varði beint til Arnþórs Inga Kristinssonar sem þakkaði fyrir sig og skilaði boltanum í markið. Eyjamenn skiptu sínum mönnum hverjum á fætur öðrum inn á leikvöllinn en við það virtust Víkingar taka leikinn í sínar hendur og fengu hættulegri marktækifæri. Aron Elís byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn hjá Víkingum og lét strax til sín taka þegar að hann átti skot yfir markið. Þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka dró til tíðinda en þá fékk Henry Monaghan boltann í hendina innan vítateigs og benti Þorvaldur Árnason tafarlaust á punktinn. Víðir Þorvarðarson skoraði úr spyrnunni en hann sendi Ingvar í vitlaust horn. Vendipunktur leiksins varð svo einungis nokkrum sekúndum eftir að Víkingar hófu leikinn að nýju en þá fór Jeffs mjög harkalega aftan í Henry Monaghan, leikmann Víkings, og fékk að líta rauða spjaldið frá góðum dómara leiksins. Við þetta efldust Víkingar og uppskáru loks sigurmark þegar að Aron Elís var fyrstur að átta sig inni í teig Eyjamanna og skilaði boltanum af öryggi í markið tíu mínútum fyrir leikslok. Ólafur: Vanhugsað hjá JeffsVísir/Valli„Ég er mjög sáttur með sigurinn, sérstaklega í ljósi þess að ÍBV-liðið var í mjög erfiðri stöðu fyrir þennan leik og ég var hissa á því að liðið skildi ekki sýna meira af þessum gamla og góða ÍBV-karakter,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga eftir sterkan sigur sinna manna í Vestmannaeyjum í kvöld. „Þetta var slysalegt hjá okkur að gefa ÍBV þetta mark, þeir áttu í raun engin færi í leiknum að öðru leiti.“ „Mér fannst þetta óttalega vanhugsað hjá Jeffs,“ var það eina sem Ólafur vildi segja um rauða spjald Ian Jeffs í leiknum en hann gerði sig sekan um barnaleg mistök stuttu eftir að Eyjamenn jöfnuðu leikinn. Sigurður Ragnar: Svolítið strangur dómurVísir/Vilhelm„Í dag náðum við ekki úrslitunum sem við vildum. Mér finnst vendipunktur leiksins vera þegar við jöfnum leikinn og missum mann af velli með rautt spjald, strax í kjölfarið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV eftir svekkjandi tap gegn Víkingum í kvöld. „Mér fannst hann ekki negla hann niður, hann var of seinn að taka boltann eflaust mér fannst þetta svolítið strangur dómur en hefði viljað sjá þetta betur,“ sagði Sigurður um rauða spjaldið sem Ian Jeffs fékk. „Við tökum hvern leik fyrir sig og þurfum að skoða hvernig leikmenn koma út úr þessum leik. Við reynum að læra og æfa betur á æfingasvæðinu og koma svo sterkari í næstu umferð.“ „ÍBV hefur gengið illa á heimavelli og töpuðu held ég seinustu þremur heimaleikjunum í fyrra og við þurfum að gera þetta að meiri ljónagryfju en þetta er í dag.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira