Innlent

Páll áfrýjar til Hæstaréttar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
vísir/GVA
Páll Heimisson sem dæmdur var í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Þetta staðfesti Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Páls, við fréttastofu.

Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar 19 milljónir króna. Kreditkortið var á nafni Sjálfstæðisflokksins og var Páli gert að endurgreiða flokknum peninginn.


Tengdar fréttir

Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi

Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði.

Páll Heimisson neitaði sök

Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim.

Dæmdur fyrir að misnota kreditkort

Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir.

Páll mætti ekki í þingfestinguna

Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa notað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum , skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×