Enski boltinn

Mancini vill fá Vidic

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nemanja Vidic í leik með Man. Utd. um helgina.
Nemanja Vidic í leik með Man. Utd. um helgina. nordicphotos/getty
Tyrkneska liðið Galatasaray mun að öllum líkindum reyna að klófesta serbneska varnarmanninn Nemanja Vidic, leikmann Manchester United, næstkomandi sumar.

Vidic hefur verið hjá Man. Utd. frá árinu 2006 en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Samkvæmt breska miðlinum Daily Mail mun Galatasaray bjóða Vidic gríðarlega háa upphæð í vikulaun en í dag er leikmaðurinn með rúmlega 17 milljónir íslenskar krónur í laun á viku.

Tyrkneska liðið mun því bjóða Serbanum enn hærri upphæð á viku.

Roberto Mancini er í dag knattspyrnustjóri Galatasaray.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×