Um tilvist Ríkisútvarpsins Magnús Ragnarsson skrifar 13. janúar 2014 06:30 Í stofunni heima hjá mér er búnaður til móttöku á um 900 erlendum sjónvarpsrásum um gervihnött auk ótrúlegs framboðs á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um streymiþjónustur á borð við iTunes, Netflix og Hulu. Einkareknir íslenskir ljósvakamiðlar bjóða mér svo afbragðs skemmtun og afþreyingu, hvort sem er í áskrift eða ókeypis á rásum sem fjármagna starfsemi sína eingöngu með auglýsingum. Enginn hefur tölu á fjölda erlendra útvarpsstöðva sem standa til boða auk þess að Spotify Radio og Deezer hafa ráðist með látum inn á tónlistarmarkaðinn. Fréttir finnast svo víða að varla er hægt að forðast þær, dagblöð koma án greiðslu inn um póstlúguna, nýir miðlar spretta stöðugt upp á internetinu, Twitter og Facebook tengja svo umræðuna á rauntíma. Þurfa skattgreiðendur að bæta við þessa mynd með ríkisreknum fjölmiðli? Af hverju þarf hver einasti skattskyldur lögaðili á Íslandi að greiða nær 20 þúsund krónur á ári til reksturs Ríkisútvarpsins þegar Stöð 2 og Skjár Einn bjóða okkur upp á prýðis afþreyingu? Væri ekki þessum rúmu þremur milljörðum betur varið í tækjakaup fyrir Landspítalann? Nú eða einfaldlega lækka skatta og hækka ráðstöfunartekjur heimilanna þannig að allir geti kosið hvaða fjölmiðla þeir kaupa? En skattgreiðendur fengju þá ekki sérlega marga þætti þar sem íslensk menning og stjórnmál eru krufin til mergjar. Íslensk nútímatónlist, íslenska sinfónían og íslenskt leikhús myndu mun sjaldnar ná eyrum þeirra. Minni umfjöllun og greining yrði á heimsfréttum eins og þær snúa að Íslandi. Það yrði líka minna um nýja, leikna íslenska sjónvarpsþætti. Að sjálfsögðu myndum við áfram hafa Stöð 2, Skjá Einn og Bylgjuna sem hafa öll staðið sig afbragðs vel í ójafnri samkeppni við Ríkisútvarpið en við myndum samt missa af miklu því sem skiptir okkur máli. Hætt er við að íslenskur fjölbreytileiki myndi minnka mikið þegar enginn yrði ábyrgur fyrir skráningu á íslensku þjóðlífi og menningu. Meiri kröfur Ríkisútvarpið er okkur nauðsynlegt sem alíslensk sjónvarps- og útvarpsstöð með skuldbindingar varðandi fjölbreytni og hlutleysi, varðandi íslenskt lýðræði og menningu. Okkur er nauðsynlegt að umræða um íslenskar og erlendar fréttir geti farið fram á vettvangi sem ekki er algerlega háður því að ná augum eða eyrum sem flestra því slíkt umhverfi kallar sjálfkrafa á breiðasta og oft um leið lægsta samnefnara. Við eigum að geta gert miklu meiri kröfur um gæði til sjálfstæðs ríkisútvarps heldur en allra annarra fjölmiðla. Almannaútvarp þarf alls ekki að vera fámennaútvarp. Því ber hins vegar skylda til að taka tillit til þess að ekki eru allir steyptir í sama mótið. Við höfum öll ólík áhugamál og ólíkar skoðanir. Við sækjumst ekki öll eftir sömu afþreyingu eða upplýsingum en við eigum það öll sameiginlegt að vera Íslendingar. Aðeins á meðan við rekum íslenskt ríkisútvarp getum við gert kröfur um ítarlega greiningu á íslensku þjóðlífi, upplýsingar um það sem íslenskt er og leikið íslenskt efni sem endurspeglar raunveruleika okkar, samtíma, sögu og menningu. Sem sagt kröfur um eitthvað fyrir alla. Einungis ríkisútvarpi er hægt að fela þá ábyrgð að standa vörð um íslenska menningu og íslenskt lýðræði. Við þurfum að endurskilgreina hlutverk ríkisins í rekstri fjölmiðla. Á næstu vikum verður gengið frá ráðningu nýs útvarpsstjóra sem þarf að leiða stofnunina inn í nýja öld fjölbreytileikans. Hans bíða ærin verkefni en ég vona að það fyrsta verði að taka niður ljósaskilti í Efstaleitinu þar sem stendur stórum stöfum RÚV. Við eigum að kalla hlutina þeirra réttu nöfnum og temja okkur aftur að tala um Ríkisútvarpið. Og vera stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í stofunni heima hjá mér er búnaður til móttöku á um 900 erlendum sjónvarpsrásum um gervihnött auk ótrúlegs framboðs á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um streymiþjónustur á borð við iTunes, Netflix og Hulu. Einkareknir íslenskir ljósvakamiðlar bjóða mér svo afbragðs skemmtun og afþreyingu, hvort sem er í áskrift eða ókeypis á rásum sem fjármagna starfsemi sína eingöngu með auglýsingum. Enginn hefur tölu á fjölda erlendra útvarpsstöðva sem standa til boða auk þess að Spotify Radio og Deezer hafa ráðist með látum inn á tónlistarmarkaðinn. Fréttir finnast svo víða að varla er hægt að forðast þær, dagblöð koma án greiðslu inn um póstlúguna, nýir miðlar spretta stöðugt upp á internetinu, Twitter og Facebook tengja svo umræðuna á rauntíma. Þurfa skattgreiðendur að bæta við þessa mynd með ríkisreknum fjölmiðli? Af hverju þarf hver einasti skattskyldur lögaðili á Íslandi að greiða nær 20 þúsund krónur á ári til reksturs Ríkisútvarpsins þegar Stöð 2 og Skjár Einn bjóða okkur upp á prýðis afþreyingu? Væri ekki þessum rúmu þremur milljörðum betur varið í tækjakaup fyrir Landspítalann? Nú eða einfaldlega lækka skatta og hækka ráðstöfunartekjur heimilanna þannig að allir geti kosið hvaða fjölmiðla þeir kaupa? En skattgreiðendur fengju þá ekki sérlega marga þætti þar sem íslensk menning og stjórnmál eru krufin til mergjar. Íslensk nútímatónlist, íslenska sinfónían og íslenskt leikhús myndu mun sjaldnar ná eyrum þeirra. Minni umfjöllun og greining yrði á heimsfréttum eins og þær snúa að Íslandi. Það yrði líka minna um nýja, leikna íslenska sjónvarpsþætti. Að sjálfsögðu myndum við áfram hafa Stöð 2, Skjá Einn og Bylgjuna sem hafa öll staðið sig afbragðs vel í ójafnri samkeppni við Ríkisútvarpið en við myndum samt missa af miklu því sem skiptir okkur máli. Hætt er við að íslenskur fjölbreytileiki myndi minnka mikið þegar enginn yrði ábyrgur fyrir skráningu á íslensku þjóðlífi og menningu. Meiri kröfur Ríkisútvarpið er okkur nauðsynlegt sem alíslensk sjónvarps- og útvarpsstöð með skuldbindingar varðandi fjölbreytni og hlutleysi, varðandi íslenskt lýðræði og menningu. Okkur er nauðsynlegt að umræða um íslenskar og erlendar fréttir geti farið fram á vettvangi sem ekki er algerlega háður því að ná augum eða eyrum sem flestra því slíkt umhverfi kallar sjálfkrafa á breiðasta og oft um leið lægsta samnefnara. Við eigum að geta gert miklu meiri kröfur um gæði til sjálfstæðs ríkisútvarps heldur en allra annarra fjölmiðla. Almannaútvarp þarf alls ekki að vera fámennaútvarp. Því ber hins vegar skylda til að taka tillit til þess að ekki eru allir steyptir í sama mótið. Við höfum öll ólík áhugamál og ólíkar skoðanir. Við sækjumst ekki öll eftir sömu afþreyingu eða upplýsingum en við eigum það öll sameiginlegt að vera Íslendingar. Aðeins á meðan við rekum íslenskt ríkisútvarp getum við gert kröfur um ítarlega greiningu á íslensku þjóðlífi, upplýsingar um það sem íslenskt er og leikið íslenskt efni sem endurspeglar raunveruleika okkar, samtíma, sögu og menningu. Sem sagt kröfur um eitthvað fyrir alla. Einungis ríkisútvarpi er hægt að fela þá ábyrgð að standa vörð um íslenska menningu og íslenskt lýðræði. Við þurfum að endurskilgreina hlutverk ríkisins í rekstri fjölmiðla. Á næstu vikum verður gengið frá ráðningu nýs útvarpsstjóra sem þarf að leiða stofnunina inn í nýja öld fjölbreytileikans. Hans bíða ærin verkefni en ég vona að það fyrsta verði að taka niður ljósaskilti í Efstaleitinu þar sem stendur stórum stöfum RÚV. Við eigum að kalla hlutina þeirra réttu nöfnum og temja okkur aftur að tala um Ríkisútvarpið. Og vera stolt af því.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun