Viðskipti innlent

Nágrannar á skattalistanum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Sigurjón
Tveir af þeim þrjátíu sem greiða mestan skatt á Íslandi, samkvæmt útreikningum ríkisskattstjóra, eru nágrannar. Þau Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir og Sigurður Örn Eiríksson búa bæði í Akrahverfinu í Garðabæ og eru einungis um 250 metrar á milli gatnanna sem þau búa í.

Sigurður Örn starfar sem tannlæknir og Ólöf Vigdís átti hlut í Actavis sem hún seldi árið 2007 og stundar fjárfestingar.

Helmingur þeirra þrjátíu sem greiða mestan skatt eru úr Reykjavík.



Hér að neðan má sjá dreifingu þeirra á listanum eftir sveitarfélögum:

Reykjavík - 15

Jón Á. Ágústsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Kristín Vilhjálmsdóttir, Helga S. Guðmundsdóttir, Ingimundur Sveinsson, Guðmundur Kristjánsson, Stefán Hrafnkelsson, Kári Stefánsson, Chung Tung Augustine Kong, Hákon Guðbjartsson, Daníel Fannar Guðbjartsson, Halldóra Ásgeirsdóttir, Jóhann Hjartarson, Jóhann Tómas Sigurðsson og Gísli Másson.

Vestmannaeyjum - 1

Guðbjörg M. Matthíasdóttir

Akureyri - 3

Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján V. Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir.

Garðabær - 3

Sigurður Örn Eiríksson, Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir og Finnur Reyr Stefánsson.

Kópavogur - 2

Unnur Þorsteinsdóttir og Guðný María Guðmundsdóttir.

Akranes - 1

Ingólfur Árnason.

Hafnarfjörður - 2

Sigurbergur Sveinsson og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.

Skúli Mogensen er svo skráður til heimilis í Bretlandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×