Með sigri gegn Motherwell í gær komst Stjarnan í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en félagið leikur í ár í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Bangor City veitti litla mótspyrnu í fyrstu umferð og því fylgdi naumur sigur Garðbæinga á skoska liðinu Motherwell í gær til að tryggja sæti sitt í 3. umferð.
Mótherjinn í þriðju umferð verður pólska liðið Lech Poznań sem sló út Nõmme Kalju með 3-0 sigri á heimavelli í gær. Félagið hefur sex sinnum unnið pólsku úrvalsdeildina og komst síðast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir fjórum árum þegar m.a. vannst sigur á Manchester City og gerði liðið jafntefli við Juventus.
Stuðningsmenn liðsins þykja frábæriren félagið hefur lagt til hliðar númerið 12 tileinkað stuðningsmönnunum. Mættu þeir fyrir fjórum árum á unglingamót í Poznańog úr varð magnað sjónarspil. Myndband af því má sjá hér fyrir neðan ásamt myndbandi af stuðningsmönnum Lech Poznań á völlum víðsvegar um Evrópu.