Sum svæði berskjölduð fyrir jökulhlaupi Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. júlí 2014 00:01 Sólheimajökull. Fyrr í þessum mánuði, þegar óvissustigi var lýst yfir vegna hlaups í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi, beindu Almannavarnir því til ferðafólks að halda sig að minnsta kosti í hundrað metra fjarlægð frá ánum á sandinum. Fréttablaðið/HAG Nýtt hættumat vegna Sólheimajökuls í austanverðum Mýrdalsjökli sem Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, kynnti á íbúafundi á Vík í Mýrdal á miðvikudagskvöld er ætlað til leiðbeiningar fyrir heimamenn við skipulagningu og við gerð viðbúnaðaráætlana komi til hlaups í ám úr jöklinum. „Við horfum til hlaupsins í Jökulsá 1999 og í Múlakvísl 2011 og hvaða útbreiðslu og áhrif þau hefðu í dag miðað við bílastæði, göngustíga og annað,“ segir Magnús Tumi. Niðurstöðurnar séu hins vegar ekki þannig að þær raski áætlunum ferðaþjónustu sem nú sé á svæðinu.Magnús Tumi„Það er hins vegar ljóst að þarna þarf að bæta skipulag,“ segir hann og kveður bílastæði sem næst er ánni, innan varnargarða, vera illa staðsett og berskjaldað fyrir hlaupum af þeirri gerð sem kom 1999. Hættumatið segir Magnús Tumi að taki ekki sérstaklega til hættu af eiturgufum sem komið geta frá ánni þegar hlaup er í gangi, líkt og varað var við fyrr í þessum mánuði þegar almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna vatnavaxta sem urðu í Jökulsá. „Það á eftir að vinna betur hvaða mörk á að hafa í tengslum við það.“ Alla jafna sé hins vegar ekki hætta á ferðum, nema dvalið sé langdvölum í gufum frá ánni alveg við upptökin þegar þannig ber við. „Þá getur það við sumar aðstæður valdið einhverri eitrun.“ Eins og staðan er nú er hægt að keyra vegslóða á bílaplan alveg niður við á. Tæki fólk upp á því að gista í bílum á þeim stað væri það berskjaldað fyrir hlaupi ef það kæmi og um leið svo nærri ánni og upptökum gæti brennisteinsmengun þar orðið nokkur. „En tilgangur okkar er fyrst og fremst að vinna að upplýstri umræðu þannig að bregðast megi rétt við,“ segir Magnús Tumi.Hluti Rýmingarsvæða vegna kötlugoss. Hér má sjá gráleit svæði þar sem rýma þarf komi til goss í Mýrdalsjökli.Mynd/Almannavarnir RíkisinsStór svæði rýmd komi til goss í KötluÍ ítarlegri viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Mýrdalsjökli sem finna má á vef Almannavarna kemur fram að stór svæði kunni að vera rýmd í nágrenni Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls komi til meiriháttar jarðhræringa og flóða í kjölfar þeirra.Auk svæðisins austur af Hvolsvelli, Fljótshlíðar og Landeyja, er gert ráð fyrir að rýma alla bæi undir Vestur-Eyjafjöllum, bæi undan Sólheimajökli í vestanverðum Mýrdalsjökli, öll hús í neðri og austari hluta Víkur í Mýrdal, og í Meðallandi vestan Eldvatns. Tengdar fréttir Óvissustig vegna hlaups Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. 9. júlí 2014 07:00 Óvissustigi létt af í Múlakvísl Rafleiðni á svæðinu er orðin sambærileg því sem var fyrir hlaup en úrkoma hefur haft áhrif á rennsli beggja ánna á síðustu dögum. 15. júlí 2014 08:00 Viðvaranir gera Kötlu bara meira spennandi Jarðvísindamenn telja hættu á skyndilegu stórhlaupi undan Kötlu, líkt og gerðist fyrir þremur árum, og ítreka viðvaranir til almennings. Mörghundruð ferðamenn voru í dag við jökulsporð Sólheimajökuls, á sama tíma og Almannavarnir vöruðu eindregið við eiturhættu á svæðinu. 9. júlí 2014 20:45 Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30 Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Nýtt hættumat vegna Sólheimajökuls í austanverðum Mýrdalsjökli sem Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, kynnti á íbúafundi á Vík í Mýrdal á miðvikudagskvöld er ætlað til leiðbeiningar fyrir heimamenn við skipulagningu og við gerð viðbúnaðaráætlana komi til hlaups í ám úr jöklinum. „Við horfum til hlaupsins í Jökulsá 1999 og í Múlakvísl 2011 og hvaða útbreiðslu og áhrif þau hefðu í dag miðað við bílastæði, göngustíga og annað,“ segir Magnús Tumi. Niðurstöðurnar séu hins vegar ekki þannig að þær raski áætlunum ferðaþjónustu sem nú sé á svæðinu.Magnús Tumi„Það er hins vegar ljóst að þarna þarf að bæta skipulag,“ segir hann og kveður bílastæði sem næst er ánni, innan varnargarða, vera illa staðsett og berskjaldað fyrir hlaupum af þeirri gerð sem kom 1999. Hættumatið segir Magnús Tumi að taki ekki sérstaklega til hættu af eiturgufum sem komið geta frá ánni þegar hlaup er í gangi, líkt og varað var við fyrr í þessum mánuði þegar almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna vatnavaxta sem urðu í Jökulsá. „Það á eftir að vinna betur hvaða mörk á að hafa í tengslum við það.“ Alla jafna sé hins vegar ekki hætta á ferðum, nema dvalið sé langdvölum í gufum frá ánni alveg við upptökin þegar þannig ber við. „Þá getur það við sumar aðstæður valdið einhverri eitrun.“ Eins og staðan er nú er hægt að keyra vegslóða á bílaplan alveg niður við á. Tæki fólk upp á því að gista í bílum á þeim stað væri það berskjaldað fyrir hlaupi ef það kæmi og um leið svo nærri ánni og upptökum gæti brennisteinsmengun þar orðið nokkur. „En tilgangur okkar er fyrst og fremst að vinna að upplýstri umræðu þannig að bregðast megi rétt við,“ segir Magnús Tumi.Hluti Rýmingarsvæða vegna kötlugoss. Hér má sjá gráleit svæði þar sem rýma þarf komi til goss í Mýrdalsjökli.Mynd/Almannavarnir RíkisinsStór svæði rýmd komi til goss í KötluÍ ítarlegri viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Mýrdalsjökli sem finna má á vef Almannavarna kemur fram að stór svæði kunni að vera rýmd í nágrenni Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls komi til meiriháttar jarðhræringa og flóða í kjölfar þeirra.Auk svæðisins austur af Hvolsvelli, Fljótshlíðar og Landeyja, er gert ráð fyrir að rýma alla bæi undir Vestur-Eyjafjöllum, bæi undan Sólheimajökli í vestanverðum Mýrdalsjökli, öll hús í neðri og austari hluta Víkur í Mýrdal, og í Meðallandi vestan Eldvatns.
Tengdar fréttir Óvissustig vegna hlaups Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. 9. júlí 2014 07:00 Óvissustigi létt af í Múlakvísl Rafleiðni á svæðinu er orðin sambærileg því sem var fyrir hlaup en úrkoma hefur haft áhrif á rennsli beggja ánna á síðustu dögum. 15. júlí 2014 08:00 Viðvaranir gera Kötlu bara meira spennandi Jarðvísindamenn telja hættu á skyndilegu stórhlaupi undan Kötlu, líkt og gerðist fyrir þremur árum, og ítreka viðvaranir til almennings. Mörghundruð ferðamenn voru í dag við jökulsporð Sólheimajökuls, á sama tíma og Almannavarnir vöruðu eindregið við eiturhættu á svæðinu. 9. júlí 2014 20:45 Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30 Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Óvissustig vegna hlaups Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. 9. júlí 2014 07:00
Óvissustigi létt af í Múlakvísl Rafleiðni á svæðinu er orðin sambærileg því sem var fyrir hlaup en úrkoma hefur haft áhrif á rennsli beggja ánna á síðustu dögum. 15. júlí 2014 08:00
Viðvaranir gera Kötlu bara meira spennandi Jarðvísindamenn telja hættu á skyndilegu stórhlaupi undan Kötlu, líkt og gerðist fyrir þremur árum, og ítreka viðvaranir til almennings. Mörghundruð ferðamenn voru í dag við jökulsporð Sólheimajökuls, á sama tíma og Almannavarnir vöruðu eindregið við eiturhættu á svæðinu. 9. júlí 2014 20:45
Órói í Kötlu bræðir hlaupvatn í jökulár Almannavarnir lýstu síðdegis yfir óvissustigi við ár sunnan Mýrdalsjökuls vegna hlaupvatns undan Kötlu og er ferðafólk beðið um að fara með gát við ár vegna hættu á eitrun. 8. júlí 2014 18:30
Óvissustig í Múlakvísl og Jökulsá Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli því lýst yfir óvissustigi. 8. júlí 2014 17:25