Innlent

Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Anton
Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum  í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu á vefsíðu Icelandair

Fram kemur á síðu Icelandair að verkfallið valdi því að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður frá kl. 04:00 til kl. 09:00 að morgni 23. apríl.

„Með þeim afleiðingum að öllu flugi Icelandair til og frá flugvellinum á þessum tíma mun seinka þar til eftir kl. 09:00 en engu flugi verður aflýst. Gera má ráð fyrir að flestum brottförum þennan morgun seinki um þrjár til fjórar klukkustundir og jafnframt að röskun verði á flugi næsta sólarhringinn á eftir.“

Innritun í Keflavík mun síðan opna á ný kl 09:00 og því munu flug til Evrópu fara á milli 10:00 og 11:00, eftir því hve vel gengur með innritun og öryggisleit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×