„Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. apríl 2014 20:00 Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. Mikið hefur verið fjallað um eineltismál í Grindavík undanfarið, ekki síst mál kennarans og í Grindavík urðu tvö hús fyrir eggjakasti í nótt, að því er virðist í tengslum við eineltismálin. Annað af þeim stendur við Staðarhraun 50 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsið var útlítandi eftir eggjakastið. „Strákurinn minn vaknaði klukkan þrjú í nótt við dynk á gluggann og þegar hann fór út að gá hvað væri um að vera sá hann að það var búið að kasta eggjum í húsið hjá okkur,“ segir Guðrún Kristjana Jónsdóttir, íbúi í húsinu. „Þetta er mjög leiðinlegt, ekki síst af því að hann sefur í þessu herbergi. Hvað ef yngri börnin mín hefðu verið sofandi þarna.“ Íbúar hússins við Staðarhraun tengjast málinu aðeins í gegnum vinskap en við Leynisbrún 15, þar sem heimilisfólkið vakanði einnig upp við það í morgun að búið var að kasta eggjum í húsið, búa systkini sem nú sækja einkakennslu utan skólans vegna málsins. Sagan um einelti kennarans teygir sig aftur í tímann en í vetur var staðfest að hann hefði beitt stúlku í níunda bekk, dóttur Eydnu Fossádal, einelti. Stúlkan treystir sér ekki í skólann og hefur undanfarið dvalist utan bæjarins vegna málsins. „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál sem hefði getað verið leyst á einfaldan hátt en er því miður orðið allt of stórt,“ segir Eydna. Hvernig hefðir þú viljað leysa málið? „Mér finnst að kennarinn hefði átt að vera áminntur,“ segir hún. Kennarinn er enn við störf en Eydna vill að börnin geti farið óhrædd í skólann. Hún er tilbúin til sátta og eftir fund hennar með skólastjórnendum í dag ætla þeir að leggja fram nýja tillögu í málinu, í kvöld eða á morgun. Foreldrar barnanna hafa vísað því til fagráðs eineltis og bæjarstjórinn kveðst hafa kallað eftir athugun menntamálaráðuneytisins. Leitað var eftir viðbrögðum bæjarstjóra Grindavíkur, skólastjóra grunnskólans og sviðsstjóra fræðslusviðs vegna vinnslu þessarar fréttar, en þau kusu að tjá sig ekki um málið. Tengdar fréttir „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. Mikið hefur verið fjallað um eineltismál í Grindavík undanfarið, ekki síst mál kennarans og í Grindavík urðu tvö hús fyrir eggjakasti í nótt, að því er virðist í tengslum við eineltismálin. Annað af þeim stendur við Staðarhraun 50 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsið var útlítandi eftir eggjakastið. „Strákurinn minn vaknaði klukkan þrjú í nótt við dynk á gluggann og þegar hann fór út að gá hvað væri um að vera sá hann að það var búið að kasta eggjum í húsið hjá okkur,“ segir Guðrún Kristjana Jónsdóttir, íbúi í húsinu. „Þetta er mjög leiðinlegt, ekki síst af því að hann sefur í þessu herbergi. Hvað ef yngri börnin mín hefðu verið sofandi þarna.“ Íbúar hússins við Staðarhraun tengjast málinu aðeins í gegnum vinskap en við Leynisbrún 15, þar sem heimilisfólkið vakanði einnig upp við það í morgun að búið var að kasta eggjum í húsið, búa systkini sem nú sækja einkakennslu utan skólans vegna málsins. Sagan um einelti kennarans teygir sig aftur í tímann en í vetur var staðfest að hann hefði beitt stúlku í níunda bekk, dóttur Eydnu Fossádal, einelti. Stúlkan treystir sér ekki í skólann og hefur undanfarið dvalist utan bæjarins vegna málsins. „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál sem hefði getað verið leyst á einfaldan hátt en er því miður orðið allt of stórt,“ segir Eydna. Hvernig hefðir þú viljað leysa málið? „Mér finnst að kennarinn hefði átt að vera áminntur,“ segir hún. Kennarinn er enn við störf en Eydna vill að börnin geti farið óhrædd í skólann. Hún er tilbúin til sátta og eftir fund hennar með skólastjórnendum í dag ætla þeir að leggja fram nýja tillögu í málinu, í kvöld eða á morgun. Foreldrar barnanna hafa vísað því til fagráðs eineltis og bæjarstjórinn kveðst hafa kallað eftir athugun menntamálaráðuneytisins. Leitað var eftir viðbrögðum bæjarstjóra Grindavíkur, skólastjóra grunnskólans og sviðsstjóra fræðslusviðs vegna vinnslu þessarar fréttar, en þau kusu að tjá sig ekki um málið.
Tengdar fréttir „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04
„Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51
Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57
Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29