Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. apríl 2014 15:32 Hlédís skrifar um afskiptalausa feður. Vísir/aðsent „Ég veit hvernig það er að eiga barn með manneskju sem mann langar ekki að eiga barn með,“ segir Hlédís Sveinsdóttir í aðsendri grein á Vísi sem birt var í hádeginu. Hlédís fjallar um óvæntar þunganir og byggir greinina á eigin reynslu. Hún beinir orðum sínum til feðra sem vilja ekkert með börn sín hafa; voru jafnvel andvígir því að barnið myndi á annað borð fæðast:„Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna því það eru þær sem verða ófrískar og þær hafa „val“ um fóstureyðingu? Sjá þeir ekki heildarmyndina, eru reiðir barnsmæðrum sínum og telja þær einar bera ábyrgð á getnaði? Eða þetta klassíska að konurnar ætluðu svo greinilega (eftirá) að eiga með þeim barn? Eða eru þeir bara að eilífu amen fastir á fyrsta stigi áfalls?“ Í greininni segir Hlédís frá öllum þeim tilfinningum sem hún upplifði þegar hún komst að því að hún væri þunguð – óvænt.„Óvænt þungun er ekki bara erfið upplifun fyrir föðurinn, þar tala ég af reynslu. Ég minnist þess að hafa gengið í gegnum öll stig áfalls. Fyrst fann ég fyrir ofsareiði gagnvart manninum sem barnaði mig, þó ég telji mig vita að það hafi ekki verið af ásettu ráði og ábyrgð okkar beggja jöfn. Síðan tók við hræðsla og afneitun þar sem ég gat ekki horfst í augun við staðreyndir. Þá sorg yfir forsendum þungunarinnar og loks sátt við það sem ekki fæst breytt." Hlédís heldur áfram að fjalla um eigin reynslu:„Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er og ekki vildi ég hafa eitt hár á höfði hennar öðruvísi. Lífið vinnur svo fallega ef maður leyfir því. Ég elska hana fyrir það sem hún var, er og verður – alltaf! Eftir stendur þó reiðin gagnvart framkomu í hennar garð, enda ætti engu foreldri að vera sama ef illa er komið fram við barn þess,“ og bætir við: „Það er ekkert samhengi á milli þess að hafa ekki ætlað sér að verða foreldri og að elska ekki barnið sitt.“ Hún segir að allir verði að bera ábyrgð á eigin gjörðum, börnin verði til þegar fólk stundi kynlíf.„Stundi fólk á annað borð samlíf getur það átt „á hættu“ að úr verði barn. Undrasmíðin, sjálft barnið, kærir sig kollótt um forsendur foreldra. Okfrumunum er nákvæmlega sama hvort foreldrar þeirra séu allsgáðir eða ölóðir, gift hvort öðru eða öðrum, unglingar eða öldruð, varið eða óvarið. Það er aðeins ein 100% örugg leið treysti maður sér alls ekki til að axla þá ábyrgð sem athöfninni getur fylgt. Sú leið kallast skírlífi.“ Hlédís vonast til þess að skrif hennar veki samfélagið til umhugsunar.„Ósk mín er að þessar hugleiðingar hreyfi ekki bara við afskiptalausum feðrum heldur samfélaginu í heild. Við þurfum að gera okkur grein fyrir ójafnri stöðu kynja þegar kemur að óvæntri þungun,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Ég veit hvernig það er að eiga barn með manneskju sem mann langar ekki að eiga barn með,“ segir Hlédís Sveinsdóttir í aðsendri grein á Vísi sem birt var í hádeginu. Hlédís fjallar um óvæntar þunganir og byggir greinina á eigin reynslu. Hún beinir orðum sínum til feðra sem vilja ekkert með börn sín hafa; voru jafnvel andvígir því að barnið myndi á annað borð fæðast:„Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna því það eru þær sem verða ófrískar og þær hafa „val“ um fóstureyðingu? Sjá þeir ekki heildarmyndina, eru reiðir barnsmæðrum sínum og telja þær einar bera ábyrgð á getnaði? Eða þetta klassíska að konurnar ætluðu svo greinilega (eftirá) að eiga með þeim barn? Eða eru þeir bara að eilífu amen fastir á fyrsta stigi áfalls?“ Í greininni segir Hlédís frá öllum þeim tilfinningum sem hún upplifði þegar hún komst að því að hún væri þunguð – óvænt.„Óvænt þungun er ekki bara erfið upplifun fyrir föðurinn, þar tala ég af reynslu. Ég minnist þess að hafa gengið í gegnum öll stig áfalls. Fyrst fann ég fyrir ofsareiði gagnvart manninum sem barnaði mig, þó ég telji mig vita að það hafi ekki verið af ásettu ráði og ábyrgð okkar beggja jöfn. Síðan tók við hræðsla og afneitun þar sem ég gat ekki horfst í augun við staðreyndir. Þá sorg yfir forsendum þungunarinnar og loks sátt við það sem ekki fæst breytt." Hlédís heldur áfram að fjalla um eigin reynslu:„Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er og ekki vildi ég hafa eitt hár á höfði hennar öðruvísi. Lífið vinnur svo fallega ef maður leyfir því. Ég elska hana fyrir það sem hún var, er og verður – alltaf! Eftir stendur þó reiðin gagnvart framkomu í hennar garð, enda ætti engu foreldri að vera sama ef illa er komið fram við barn þess,“ og bætir við: „Það er ekkert samhengi á milli þess að hafa ekki ætlað sér að verða foreldri og að elska ekki barnið sitt.“ Hún segir að allir verði að bera ábyrgð á eigin gjörðum, börnin verði til þegar fólk stundi kynlíf.„Stundi fólk á annað borð samlíf getur það átt „á hættu“ að úr verði barn. Undrasmíðin, sjálft barnið, kærir sig kollótt um forsendur foreldra. Okfrumunum er nákvæmlega sama hvort foreldrar þeirra séu allsgáðir eða ölóðir, gift hvort öðru eða öðrum, unglingar eða öldruð, varið eða óvarið. Það er aðeins ein 100% örugg leið treysti maður sér alls ekki til að axla þá ábyrgð sem athöfninni getur fylgt. Sú leið kallast skírlífi.“ Hlédís vonast til þess að skrif hennar veki samfélagið til umhugsunar.„Ósk mín er að þessar hugleiðingar hreyfi ekki bara við afskiptalausum feðrum heldur samfélaginu í heild. Við þurfum að gera okkur grein fyrir ójafnri stöðu kynja þegar kemur að óvæntri þungun,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira