Gerbreytt landslag í stjórnmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2014 12:35 Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir að nýr evrópusinnaður hægriflokkur tæki mikið fylgi af Samfylkingunni og Bjartri framríð. Gerbreytt landslag segir formaður Bjartrar framtíðar. vísir/daníel Formaður Bjartrar framtíðar segir að landslagið í íslenskum stjórnmálum hafi verið að breytast mikið frá hruni og fylgi við evrópusinnaðan hægriflokk sé til marks um það. Björt framtíð hræðist ekki stofnun slíks flokks enda hafi hún nær tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum samkvæmt könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö kusu 34 prósent þeirra sem nú segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa evrópusinnaðan hægriflokk Samfylkinguna í síðustu kosningum og 28,6 prósent kusu Bjarta framtíð. Fimmtán komma sjö prósent segjast hins vegar hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Það er því ljóst að Samfylkingin og Björt framtíð yrðu í harðri samkeppni við kjósendur evrópusinnaðs hægriflokks. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segist fagna slíkri samkeppni. „Ég held að það sé augljóst að fólk sem er hlynnt því að skoða ESB aðild og minnsta kosti ljúka samningunum, kaus frekar Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í síðustu kosningum,“ segir Guðmundur. Því sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur með sömu áherslur taki mögulega fylgi frá þeim tveimur flokkum sem haft hafi það á stefnuskránni að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og ganga í sambandið náist góður samningur. Það sé því ekki ólíklegt að flokkarnir höfði að hluta til sömu kjósenda. „Ég hugsa það. Fyrir mjög mörgum eru evrópumálin mjög mikilvæg og það er þá eðlilegt að þeir kjósi þá flokka sem leggja áherslu á þau,“ segir Guðmundur. Ljóst er af könnunum að ef stofnaður yrði evrópusinnaður flokkur til hægri í íslenskum stjórnmálum og hann næði að halda því fylgi sem kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að hið pólitíska landslag yrði allt annað í næstu alþingiskosningum en það var í fyrravor. „Landslagið sakvæmt könnun sem þið voruð t.d. að birta um helgina er gjörbreytt. Landslagið hefur verið að breytast á mjög áhugaverðan hátt finnst mér, ekki bara á undanförnu ári heldur líklega alveg frá hruni. Þannig að við, samkvæmt mörgum könnunum, höfum verið að um það bil tvöfalda fylgið okkar frá kosningum. Hvað okkur varðar er það gjörbreytt landslag. Þannig að þetta eru allt mjög spennandi tímar,“ segir Guðmundur. Alþingi kemur saman næst komandi mánudag en þá eru tæpar þrjár vikur til þingloka. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, þeirra á meðal evrópumálanna. „Því miður hefur sá ósiður grafið um sig í þinginu varðandi þingstörf að það er aldrei neitt samkomulag gert fyrr en í tímaþröng alveg í lokin. Ætli það verði ekki eins nú,“ segir Guðmundur. En Björt framtíð hafi verið að reyna að beita sér fyrir því að þessum vinnubrögðum verði breytt. ESB-málið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir að landslagið í íslenskum stjórnmálum hafi verið að breytast mikið frá hruni og fylgi við evrópusinnaðan hægriflokk sé til marks um það. Björt framtíð hræðist ekki stofnun slíks flokks enda hafi hún nær tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum samkvæmt könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö kusu 34 prósent þeirra sem nú segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa evrópusinnaðan hægriflokk Samfylkinguna í síðustu kosningum og 28,6 prósent kusu Bjarta framtíð. Fimmtán komma sjö prósent segjast hins vegar hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Það er því ljóst að Samfylkingin og Björt framtíð yrðu í harðri samkeppni við kjósendur evrópusinnaðs hægriflokks. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segist fagna slíkri samkeppni. „Ég held að það sé augljóst að fólk sem er hlynnt því að skoða ESB aðild og minnsta kosti ljúka samningunum, kaus frekar Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í síðustu kosningum,“ segir Guðmundur. Því sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur með sömu áherslur taki mögulega fylgi frá þeim tveimur flokkum sem haft hafi það á stefnuskránni að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og ganga í sambandið náist góður samningur. Það sé því ekki ólíklegt að flokkarnir höfði að hluta til sömu kjósenda. „Ég hugsa það. Fyrir mjög mörgum eru evrópumálin mjög mikilvæg og það er þá eðlilegt að þeir kjósi þá flokka sem leggja áherslu á þau,“ segir Guðmundur. Ljóst er af könnunum að ef stofnaður yrði evrópusinnaður flokkur til hægri í íslenskum stjórnmálum og hann næði að halda því fylgi sem kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að hið pólitíska landslag yrði allt annað í næstu alþingiskosningum en það var í fyrravor. „Landslagið sakvæmt könnun sem þið voruð t.d. að birta um helgina er gjörbreytt. Landslagið hefur verið að breytast á mjög áhugaverðan hátt finnst mér, ekki bara á undanförnu ári heldur líklega alveg frá hruni. Þannig að við, samkvæmt mörgum könnunum, höfum verið að um það bil tvöfalda fylgið okkar frá kosningum. Hvað okkur varðar er það gjörbreytt landslag. Þannig að þetta eru allt mjög spennandi tímar,“ segir Guðmundur. Alþingi kemur saman næst komandi mánudag en þá eru tæpar þrjár vikur til þingloka. Ekkert samkomulag er um afgreiðslu mála, þeirra á meðal evrópumálanna. „Því miður hefur sá ósiður grafið um sig í þinginu varðandi þingstörf að það er aldrei neitt samkomulag gert fyrr en í tímaþröng alveg í lokin. Ætli það verði ekki eins nú,“ segir Guðmundur. En Björt framtíð hafi verið að reyna að beita sér fyrir því að þessum vinnubrögðum verði breytt.
ESB-málið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira