"Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr“ Ellý Ármanns skrifar 22. apríl 2014 11:15 Ólafía Kristjánsdóttir, 28 ára, vakti verðskuldaða athygli á Íslandsmóti IFBB í fitness sem fram fór í Háskólabíó um helgina en líkami hennar er húðflúraður að miklu leyti eins og sjá má á myndunum. Ólafía komst ekki áfram í úrslitin en er sátt engu að síður.Hvað gerir þú? „Ég starfa sem húðflúrari á Reykjavík Ink á Frakkastíg 7 í Reykjavík,„ svarar Ólafía þegar samtal okkar hefst.Mynd/ArnoldHvað ertu með mörg húðflúr á líkamanum? „Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr. Það er orðið ansi erfitt að telja og ég hef ekki tölu á skiptunum sem ég hef sest í stólinn. Þau hafa sum þýðingu fyrir mér og tákna ákveðna hluti fyrir mér sem hafa átt þátt í að móta mig eins og ég er í dag. Önnur eru bara þarna vegna þess að þau eru flott og mig langaði í þau,“ segir hún greinilega vön spurningu sem þessari.Myndir/ArnoldHvenær fékkstu þér fyrsta húðflúrið og ætlar þú að fá þér fleiri í framtíðinni? „Ég beið til tvítugs með að fá mér fyrsta húðflúrið. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun. Að mínu mati hefur maður ekki náð almennilegum þroska fyrr en þá til að vita hvað maður vill. Mitt fyrsta flúr var ljóð á ristina sem ég samdi fyrir litla bróður minn.“ „Ég er rétt byrjuð og á eftir að fá mér mörg mörg mörg húðflúr í safnið. Vel gerð húðflúr eru falleg listaverk og mér finnst ég mjög fallega skreytt. Það eru ekki allir sammála því en það er allt í lagi. Lífið væri leiðinlegt ef allir væru eins.“Meðfylgjandi myndir voru teknar af Ólafíu á pósunámskeiði hjá Ifitness á dögunum.Myndir/Bent MarínóssonÞegar talið berst að íþróttum segir Ólafía: „Ég hef alltaf verið eitthvað í íþróttum. Ég æfði sund í nokkur ár, prófaði að æfa körfubolta einn vetur og fótbolta í smá tíma líka. Eftir að ég hætti í sundinu fór ég fljótlega að mæta í ræktina, það er þegar ég áttaði mig á því að halda áfram að borða eins og ég æfði níu sinnum í viku var ekki að koma vel út ef maður gerði ekkert nema sitja og læra.Ólafía komst ekki áfram í úrslitin um helgina.Myndir/Bent MarínóssonSigrar? „Ég á einhverjar medalíur úr sundinu annars hef ég svo sem enga titla undir belti. Ég var að klára mitt annað módelfitness mót núna en ég keppti í fyrsta skipti fyrir ári síðan. Þá komst ég ekki áfram í úrslit en vonaðist eftir því núna. Ég náði góðum bætingum frá síðasta móti og var ánægð með mitt form. Því miður þá tókst það ekki,“ segir hún.Myndir/Bent MarínóssonHver er lykill að góðu formi? „Það er að æfa rétt og borða rétt. Borða hollt og borða í samræmi við æfingar. Styrktarþjálfun og holl fæða mótar fallegan líkama,“ segir Ólafía.Myndir/Bent MarínóssonAð lokum. Hvert er þitt lífsmottó? „Gerðu það sem gerir þig hamingjusama er mitt mottó. Lífið er of stutt fyrir leiðindi. Þannig að ég ætla að halda áfram að fá mér tattú og gera tattú, mæta í ræktina, borða hnetusmjör og kyssa kærastann minn. Það eru hlutir sem veita mér hamingju.“ Tengdar fréttir Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Ólafía Kristjánsdóttir, 28 ára, vakti verðskuldaða athygli á Íslandsmóti IFBB í fitness sem fram fór í Háskólabíó um helgina en líkami hennar er húðflúraður að miklu leyti eins og sjá má á myndunum. Ólafía komst ekki áfram í úrslitin en er sátt engu að síður.Hvað gerir þú? „Ég starfa sem húðflúrari á Reykjavík Ink á Frakkastíg 7 í Reykjavík,„ svarar Ólafía þegar samtal okkar hefst.Mynd/ArnoldHvað ertu með mörg húðflúr á líkamanum? „Ég veit ekki hvað ég er með mörg húðflúr. Það er orðið ansi erfitt að telja og ég hef ekki tölu á skiptunum sem ég hef sest í stólinn. Þau hafa sum þýðingu fyrir mér og tákna ákveðna hluti fyrir mér sem hafa átt þátt í að móta mig eins og ég er í dag. Önnur eru bara þarna vegna þess að þau eru flott og mig langaði í þau,“ segir hún greinilega vön spurningu sem þessari.Myndir/ArnoldHvenær fékkstu þér fyrsta húðflúrið og ætlar þú að fá þér fleiri í framtíðinni? „Ég beið til tvítugs með að fá mér fyrsta húðflúrið. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun. Að mínu mati hefur maður ekki náð almennilegum þroska fyrr en þá til að vita hvað maður vill. Mitt fyrsta flúr var ljóð á ristina sem ég samdi fyrir litla bróður minn.“ „Ég er rétt byrjuð og á eftir að fá mér mörg mörg mörg húðflúr í safnið. Vel gerð húðflúr eru falleg listaverk og mér finnst ég mjög fallega skreytt. Það eru ekki allir sammála því en það er allt í lagi. Lífið væri leiðinlegt ef allir væru eins.“Meðfylgjandi myndir voru teknar af Ólafíu á pósunámskeiði hjá Ifitness á dögunum.Myndir/Bent MarínóssonÞegar talið berst að íþróttum segir Ólafía: „Ég hef alltaf verið eitthvað í íþróttum. Ég æfði sund í nokkur ár, prófaði að æfa körfubolta einn vetur og fótbolta í smá tíma líka. Eftir að ég hætti í sundinu fór ég fljótlega að mæta í ræktina, það er þegar ég áttaði mig á því að halda áfram að borða eins og ég æfði níu sinnum í viku var ekki að koma vel út ef maður gerði ekkert nema sitja og læra.Ólafía komst ekki áfram í úrslitin um helgina.Myndir/Bent MarínóssonSigrar? „Ég á einhverjar medalíur úr sundinu annars hef ég svo sem enga titla undir belti. Ég var að klára mitt annað módelfitness mót núna en ég keppti í fyrsta skipti fyrir ári síðan. Þá komst ég ekki áfram í úrslit en vonaðist eftir því núna. Ég náði góðum bætingum frá síðasta móti og var ánægð með mitt form. Því miður þá tókst það ekki,“ segir hún.Myndir/Bent MarínóssonHver er lykill að góðu formi? „Það er að æfa rétt og borða rétt. Borða hollt og borða í samræmi við æfingar. Styrktarþjálfun og holl fæða mótar fallegan líkama,“ segir Ólafía.Myndir/Bent MarínóssonAð lokum. Hvert er þitt lífsmottó? „Gerðu það sem gerir þig hamingjusama er mitt mottó. Lífið er of stutt fyrir leiðindi. Þannig að ég ætla að halda áfram að fá mér tattú og gera tattú, mæta í ræktina, borða hnetusmjör og kyssa kærastann minn. Það eru hlutir sem veita mér hamingju.“
Tengdar fréttir Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Sjáðu kroppana æfa pósurnar Meðfylgjandi myndir voru teknar á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið IFBB sem fram fer á morgun og föstudaginn langa í Háskólabíó. 16. apríl 2014 15:45