Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku Heimir Már Pétusson skrifar 17. desember 2014 19:39 Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira