700 kr fyrir að nota hraðbanka: "Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2014 10:31 "Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir,“ segir Kristján. „Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins. Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
„Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins.
Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47