Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2014 07:15 Oddný G. Harðardóttir gagnrýndi meirihlutann harðlega í gær vegna málefna Bankasýslunnar. vísir/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira