Framleiðendur James Bond hafa undirritað auglýsingasamning við Belvedere Vodka sem þýðir að Daniel Craig getur byrjað aftur að panta uppáhalds martini-drykkinn sinn í nýju Bond-myndinni, Spectre.
Hann getur því eins og svo oft áður óskað eftir „hristum en ekki hrærðum“ martini. Vangaveltur voru uppi um að Bond myndi halda áfram að drekka bjór í stað martinis, eins og hann gerði í síðustu mynd, sérstaklega eftir að auglýsingasamningur við Heineken var endurnýjaður.
Margir aðdáendur voru óánægðir með breytinguna á drykkjarvenjum kappans og geta því tekið gleði sína á ný, miðað við þessi nýju tíðindi.
Hristur, ekki hrærður
