Lífið

Twitter-notendur ráðast á Robin Thicke

Baldvin Þormóðsson skrifar
Robin Thicke er umdeildur tónlistarmaður.
Robin Thicke er umdeildur tónlistarmaður. vísir/getty
Það sem átti fyrst að vera saklaust spurt og svarað hjá tónlistarmanninum Robin Thicke kom heldur betur í bakið á honum þegar Twitter notendur ákváðu að nýta tækifærið til þess að nýðast á söngvaranum.

Sjónvarpsstöðin VH1 ákvað að spyrja Twitter fylgjendur sína hvaða spurningar þeir vildu að Thicke myndu svara í viðtali á stöðinni.

Flestar spurningarnar virtust þó snúa að umdeildu lagi hans Blurred Lines.

Tónlistarmyndbandið við lagið hefur verið bannað vegna nektar og ósæmilegheita og sumir hópar segja lagið sjálft jafnvel stuðla að ofbeldi gegn konum.

VH1 studdist við kassamerkið #askthicke til þess að fá svör frá fylgjendum sínum en svörin má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×