Lífið

Leið eins og svindlara eftir magabandsaðgerðina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sharon Osbourne gekkst undir magabandsaðgerð árið 1999 og í kjölfarið léttist hún talsvert. Í viðtali við Entertainment Tonight segir hún hins vegar að henni hafi ekki liðið nógu vel með aðgerðina.

„Mér leið eins og svindlara þegar ég fékk þetta band um magann og fólk sagði: Þú lítur æðislega út. Og ég sagði þá: Takk, nú þarf ég að fara að æla,“ segir Sharon sem hefur glímt við matarfíkn.

„Við glímum öll við fíkn og mín var matur. Ég meina, ég er matarfíkill,“ bætir hún við.

Með tímanum hefur hún náð að halda fíkninni í skefjum, að hluta til vegna Atkins-kúrsins sem hún borðar eftir.

„Ég væri að ljúga ef ég héldi því fram að ég svindlaði ekki. Því ég svindla. Við gerum það öll.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.