Hvernig Japan breytti bílaiðnaðinum Sindri Snær Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 09:34 Subaru 360 var fyrsti Kei bíll japönsku bílaframleiðendanna. Góðar líkur eru á því að þú, lesandi góður, eigir japanskan bíl. Þeir eru mjög vinsælir hér á landi og hafa verið í dágóðan tíma. Hvernig má vera að bílar frá framleiðendum sem eru nánast hinum megin á hnettinum seljist hér á landi og reyndar um allan heim? Jú, þeir hafa sérstöðu á bifreiðamarkaðnum og ekki er eins og vinsældir þeirra hafi orðið að veruleika yfir nóttu. Leyfðu mér að útskýra.Helstu bílaframleiðendur Japans:Daihatsu – Elsti bílaframleiðandi Japans. Framleiða aðallega smábíla fyrir heimamarkað. Aðalhluthafi í Daihatsu er bílarisinn Toyota.Honda – Eru með breitt úrval bíla sem seljast vel á heimsvísu. Þekktir fyrir einar skilvirkustu vélar í heimi. Stærsti mótorhjólaframleiðandi í heimi frá árinu 1959. Framleiðir flestar vélar í heimi – 14 milljónir á ári. Eiga undirmerkið Acura sem snýr aðallega að bandaríkjamarkaði.Isuzu – Einn stærsti framleiðandi díselvéla í heimi – framleiðir vélar fyrir önnur stórfyrirtæki. Selja einnig takmarkað úrval bíla, en um allan heim.Mazda – Eru með breytt úrval fólksbíla til sölu á heimsvísu. Þekktastir fyrir sportbíla með hinar sérstæðu Wankel/Rotary vélar. Voru lengi vel í eigu Ford (frá BNA) og hafa í gegnum tíðina unnið mikla þróunarvinnu í samvinnu við Ford.Mitsubishi – Selja bíla um allan heim en sala þeirra hefur dalað í samanburði við önnur japönsk merki á seinustu árum sem orsakaði að þeir hafa tekið einhverja bíla úr framleiðslu. Þekktastir fyrir Lancer Evolution rallýbílana sem voru mjög sigursælir.Nissan – Hétu áður Datsun. Eru í mikilli samvinnu við franska bílaframleiðandann Renault. Eiga undirmerki sem heitir Infiniti sem snýr aðallega að bandaríkjamarkaði. Eru að endurvekja Datsun merkið á næstunni. Þekktastir fyrir góða afturhjóladrifna sportbíla (kallaðir Z) og ofursportbílinn GTR (áður kallaður Skyline GTR).Subaru – Eru í eigu risastórs iðnaðarfyrirtækis, Fuji Heavy Industries. Þekktastir fyrir að notast nær einungis við Boxer vélar (líkt og þýski sportbílaframleiðandinn Porsche) og sítengt fjórhjóladrif sem hefur gefið þeim mikla sérstöðu á markaðnum. Þeir hafa gjarnan parað Boxer vélar sínar við forþjöppur (turbo) og eiga sér sögulega stjörnu í rallý heiminum, Impreza WRX STi. Sölutölur Subaru hafa einungis farið upp á við seinustu ár og virðast ætla að halda því áfram.Suzuki – Framleiða gríðarlega mikið af smábílum fyrir heimamarkað en eru einnig með takmarkað úrval bíla fyrir heimsmarkað.Toyota – 14. stærsta fyrirtæki heims, stærsti bílaframleiðandi í heimi. Eru með heila borg undir sína starfsemi í heimalandinu. Eiga undirmerkið Lexus (ásamt fleiri minni merkjum) sem er eitt helsta lúxus- og ofursportbílamerki heims. Bjóða upp á mjög breitt úrval bíla á heimsvísu.Öpuðu eftir og betrumbættu En byrjum á smá sögustund. Iðnaðarbyltingin sem hófst í Evrópu og Bandaríkjunum rataði seint til Japans en Japanarnir hafa yfirleitt verið mjög fljótir að taka við sér þegar ný tækni kemur fram einhversstaðar í heiminum. Þeir byrjuðu að fikta við bílasmíði árið 1904, tæpum tveimur áratugum eftir fæðingu fyrsta bílsins sem Karl Benz fékk einkaleyfi á í Þýskalandi.Til að byrja með voru það hinir ýmsu einstaklingar og alls konar fyrirtæki sem reyndu sig áfram í þróun bílasmíði í Japan. Fyrstu bílarnir voru knúnir áfram með gufuvélarafli en mjög snemma gerðu menn sér grein fyrir, rétt eins og í öðrum löndum, að vélar sem brenna olíu væru skilvirkari og fyrsti japanski bensínknúni bíllinn kom út árið 1907. Af þeim japönsku stórfyrirtækjum sem við þekkjum í dag voru það Nissan (undir öðru nafni þá) sem voru fyrstir til að framleiða bíl, árið 1926, en textílframleiðandinn Toyota gerði frumraun sína á bílamarkaðnum áratug síðar. Í þá dagana hermdu allir japanskir framleiðendur eftir þeim bandarísku og evrópsku og framleiddu það sem má næstum kalla eftirhermur, en gerðu það undir sínu nafni og með sínum aðferðum. Um þetta leyti, fyrir seinni heimstyrjöldina, voru þrír stærstu bílarisar heims að koma sér upp útibúum í Japan til framleiðslu og sölu í Asíu. Á næstu árum seldu þessir þrír bílaframleiðendur (Ford, GM og Chrysler) rúmlega sautján bíla í Japan fyrir hvern seldan japanskan bíl. Á meðan seinni heimstyrjöldin geisaði var nánast öll bílaframleiðsla í Japan í lamasessi og átti heldur erfitt uppdráttar eftir stríð sökum mikils áfalls þjóðarinnar eftir tap í stríðinu. Hingað til hafði Japan nánast ekki selt neitt af bílum til útflutnings.Ný hugsun Í kringum 1960 voru lítil mótorhjól nánast einu vélknúnu farartækin á japönskum götum og mikil skattlagning lögð á bíla. Þetta ýtti undir nýja hugsun. Til að komast undan þessari háu skattlagningu og til að fullnægja þörfum fátæks almúgans fóru bílaframleiðendur að smíða svokallaða Kei bíla. Það eru bílar sem hafa vél sem hefur undir 360 rúmsentimetra (660 í dag) slagrými sem var mjög lítið miðað við evrópska og bandaríska bíla. Skattlagning bíla í Japan byggist á stærð slagrýmis vélar og því féllu Kei bílarnir í mjög lágan skattflokk. Einnig voru þeir ódýrir, litlir og meðfærilegir og síðast en ekki síst eyðslugrannir. Fyrsti Kei bíllinn var hinn fallegi Subaru 360, sem byggður var lauslega á Volskwagen “Bjöllu” árið 1958 og kom hann framleiðandanum á kortið. Fyrir stærri fjölskyldur fóru framleiðendur að smíða stærri bíla með stærri vélum sem voru frá 700 og alveg upp í 1,100 rúmsentimetra. Þessi þróun varð öll á sjöunda áratug seinustu aldar en þá blómstraði japanski bílaiðnaðurinn og útflutningur á japönskum bílum næstum tvöhundruðfaldaðist. Mikilvægasti markaðurinn á þessum tíma var sá bandaríski og kepptust japanskir bílaframleiðendur um að koma sér fyrir þar og selja sem mest, en kaninn beit á agnið í fyrstu.Nýir markaðir Á áttunda áratugnum færðist salan enn meira í auka og framleiðendur fóru að líta til Evrópu. Merki eins og Mitsubishi og Honda herjuðu á bandaríska markaðinn á meðan Datsun (Nissan) og Toyota reyndu við þann evrópska til að byrja með. Fáeinum árum síðar voru bílar allra stærstu framleiðenda Japans fáanlegir í flestum vestrænum löndum. Ástæður þess að japönsku bílarnir voru ekki vinsælir erlendis í fyrstu voru margar, en þær helstu voru hversu litlir, afllausir og hráir þeir voru, og að þeir reyndust vera svolítið eftir á þegar kom að hönnun. Þeir voru ennþá gjarnan hannaðir með skírskotun í hönnun annarra þekktra bíla en voru oftast heldur minni og aflminni í senn. Fljótt komu þó kostirnir í ljós. Þeir voru mjög ódýrir í kaupum og ennþá ódýrari í viðhaldi, nettir og léttir, og bilanatíðnin var mun lægri en hjá keppinautunum. Fólk í þá daga gerði nánast ráð fyrir því að komast ekki í vinnuna á bílnum ef kalt var í veðri og það var eðlilegt ef eitthvað bilaði í fjölskyldubílnum á ferðalögum – þangað til að japanski bíllinn sannaði annað. Síðan þá hefur japanski bíllinn haldið áfram að vera viðhaldslítill og oftast með vélar með tiltölulega litlu sprengirými sem afkasta miklu.Skipulag og hugvit Það sem ýtti undir velgengni japanskra framleiðanda var gott skipulag, hugvit og góð stjórnun fyrirtækjanna. Í samanburði við framleiðendur frá öðrum löndum gátu þeir framleitt fleiri bíla á dag og fleiri bíla á hvern starfsmann. Starfsaldur starfsmanna japanskra framleiðslufyrirtækja var almennt hærri og þeir ánægðari. Ekki áttu þeir í vanda með verkalýðinn og verkföll voru ótíð ólíkt því sem þekktist í öðrum löndum á þessum tíma. Þessu náðu þeir með því að halda góðu sambandi við verkalýðsfélög. Japan hefur í mörg ár verið stærsta framleiðsluland bíla í heimi en er nýlega búið að tapa efsta sætinu til kínverja. Japanski bílaframleiðandinn Toyota er hins vegar stærsti bílaframleiðandi í heiminum eins og er.Biluðu ekki Hvernig hefur þá Japan breytt bílaiðnaðinum? Það er einmitt spurningin sem þarf svar við, en ef nefna ætti öll dæmi þess, þá myndi þessi grein líkjast frekar bók en grein. Svo eitthvað sé nefnt þá er mikilvægasta svarið bilanaleysi. Sjaldan í sögu bílsins hefur orðið eins drastísk breyting á stöðlum bíla og þegar japanskir bílar byrjuðu að seljast á heimsvísu. Þá varð fólk vart við það að bílar þyrftu ekkert endilega að bila mikið. Stærstu atriðin voru nýjar olíusíur og startarar en olíusíur fyrir þann tíma höfðu ekki síað nógu vel og startarar höfðu mjög stuttan endingartíma. Eftir að fólk gerði sér grein fyrir þessu fóru bandarískir og evrópskir bílaframleiðendur að horfa í eigin barm og breyting þurfti að verða svo þeir ættu séns í viðhaldslitlu japanana á þessum harða markaði. Auðvitað bila bílar alltaf eitthvað en það minnkaði svakalega eftir að þessi breyting varð. Nú komast bílar oftar en ekki yfir 200.000 keyrða kílómetra á sinni ævi með venjulegu viðhaldi en það var bara efni í drauma fyrir breytinguna.Frábærar vélarJapanskar vélar hafa alltaf verið mjög áhugaverðar. Þær hafa yfirleitt verið í minni kantinum og með lítið sprengirými. Einu japönsku bílarnir með tiltölulega stórar vélar hafa verið sérstaklega framleiddir fyrir ameríkumarkað vegna þess að meðal kaupandi í Bandaríkjunum er vanur miklu sprengirými og togmiklum vélum. Japanir hafa verið þjóða duglegastir í notkun á forþjöppum (e. Turbo) og þá sérstaklega í vélum með lítið sprengirými. Mjög margir af fyrrnefndum kei bílum eru með forþjöppu til þess að fá sem mest úr litlu sprengirými vélanna. Í dag er mikil vakning í þessum málum um allan heim. Svo virðist vera að restin af heiminum hafi loks gert sér grein fyrir að lítið sprengirými með forþjöppu skilar minni eyðslu þar sem að flestir bílar í dag eru fáanlegir í einhverjum útfærslum með þessari uppskrift, hvort sem það heitir ecoboost, BlueMotion eða álíka. Japanir hafa fundið upp alls konar vélartækni eins og VTEC frá Honda, VVT-i frá Toyota, Boxer Diesel frá Subaru og nýlega Skyactiv frá Mazda. Einnig hafa þeir endurnýtt hugmyndir annarra með Wankel/Rotary vélunum frá Mazda og Boxer vélunum frá Subaru. Það sem Japanir eru þekktastir fyrir er að taka góðar hugmyndir frá öðrum og margfalda útkomuna.Breyttir tímar og "drift" Frá því að bíllinn kom fram á sjónarsviðið hefur alltaf verið áhugi hjá mörgum fyrir því að breyta og betrumbæta bílana sína. Þessi lenska fór samt ekki almennilega á flug fyrr en japönsku bílarnir komu á sjónarsviðið því að Japan er stærsta samfélag breyttra bíla í heiminum og aragrúi af japönskum fyrirtækjum sérhæfa sig í pörtum fyrir japanska bíla. Til eru meira að segja dæmi um að japanskir bílaframleiðendur hafi gefið út bíla sérstaklega til þess að hægt sé að breyta þeim og persónugera af eigendum. Aksturslistin “Drift” kemur frá Japan. Engin opinber íslensk þýðing er komin fram á sjónarsviðið svo að ég viti en við getum kallað það skrik, í leit að betri þýðingu. Skrik gengur út á að vera á afturhjóladrifnum bíl og nota afl vélarinnar í að spóla á afturdekkjunum og ná afturhluta bílsins út til hliðar, svo að bíllinn skriki og reyna að halda honum þannig. Ef lesandi góður veit ekki hvað “Drift” er þá má hann endilega athuga hvað hann finnur ef hann leitar af því á veraldarvefnum. Útaf reglum og sköttum sem japanska ríkið hefur beitt í gegnum tíðina hefur skapast mjög skemmtileg bílamenning þar, sem taka mætti til fyrirmyndar annars staðar. Meðal annars eru kei bílarnir mjög sniðugir því þeir eru ótrúlega léttir og einfaldir ásamt því að eyða mjög litlu og kosta lítið. Einnig var lengi vel regla meðal bílaframleiðanda í Japan að ekki mætti framleiða bíl sem skilaði meira en 276 hestöflum. Þetta kom í veg fyrir hestafla keppni á milli framleiðenda eins og hefur lengi tíðkast í bæði Evrópu og Bandaríkjunum en í staðinn fóru framleiðendur að huga betur að akstursgetu bílsins, léttleika og þróun nýrrar tækni til að nýta 276 hestöflin sem best. Þessi aðferð minnir einna mest á hinar ýmsu kappaksturskeppnir sem eru með hestafla takmörkunum svo að lið og framleiðendur verða að huga að öllum öðrum atriðum sem býr til mikla framþróun á markaðnum.Hetjur gatnanna Ekki má gleyma einstökum bílum sem eru í dag orðnir að hetjum gatnanna sökum góðs orðspors. Þar má nefna Mazda MX5 (Miata í BNA) sem er japönsk útgáfa af litlum, ódýrum og léttum afturhjóladrifnum blæjubíl í anda Alfa Romeo Spider eða þeirra fjölmargra bresku blæjubíla sem voru svo frægir um miðbik seinustu aldar. Subaru WRX STi og Mitsubishi Evolution voru fyrstu bílar á markaðnum sem hægt var að kalla “rallýbíl fyrir götuna”, því þeir voru mjög líkir keppnisbílum World Rally Championship (Alþjóðarallý) í bæði útliti og getu, en samt fyrir tiltölulega lítinn pening. Honda NSX var svokallaður ofurbíll Japans á sínum tíma og var undir 276 hestafla takmörkunum en náði samt að halda í við evrópsku og bandarísku ofurbílana sem voru oft næstum tvöfalt öflugri. Toyota Land Cruiser og Toyota Hilux eru líklegast þekktustu jeppar heims og af góðri ástæðu. Þeir eru ótrúlega áreiðanlegir og auðvelt er að breyta þeim. Síðast en ekki síst verður að nefna “Godzilla”, en það er viðurnefnið á flaggskipi Nissan frá árinu 1969. Þessir bílar heita GTR en áður fyrr hétu þeir Skyline GTR. Þeir eru þekktir fyrir að vera fljótari en flestir ofur- og sportbílar markaðarins en eru mun ódýrari. Þeir eru líka stútfullir af nýjustu tækni síns tíma og setja yfirleitt markið varðandi tækni framtíðar í sportbílum.Öflugir í akstursíþróttum Mótorsport hefur ávallt verið stór partur af Japanskri menningu. Japanir hafa almennt mjög mikinn áhuga á mótorsporti og hafa þeir eina mestu sögu íþróttarinnar af öllum þjóðum. Til eru kappakstursíþróttir sem koma beint frá Japan, líkt og Drift og Gymkhana. Þessar tvær íþróttir eru orðnar mjög vinsælar um heim allan í dag, en munu ávallt tengjast Japan sterkum böndum. Einnig hafa japanir tekið þátt í flestum alþjóðlegum bílaíþróttum eins og Honda og Toyota í Formúlu 1, Subaru, Toyota, Mazda, Nissan og Mitsubishi í alþjóðarallýinu og Mazda, Toyota og Nissan í Le Mans 24 klukkustunda kappakstrinum í Frakklandi. Frægasta kappakstursserían í Japan er þó Super GT (hét áður All Japan Grand Touring Car Championship, eða JGTC) sem á margt skilt með þýsku DTM (Deutsche Tourenwagen Masters) keppninni enda munu þessar tvær seríur sameinast á næsta keppnistímabili, sem ætti að verða áhugavert áhorfs. Í Super GT keppast allir helstu bílaframleiðendur Japans á hinum fjölmörgu stórmögnuðu kappakstursbrautum landsins um hvaða framleiðandi er hraðastur það árið. Þessi keppni hefur ýtt undir mikla þróun fyrir japanska götubíla þar sem margar hugmyndir og uppfinningar sem fæðast í mótorsporti geta skilað sér í framleiðslubílum. Þar með er upptalið helsta framlag Japans til bílaiðnaðarins, og hefur hann aldeilis notið góðs af. Líður þér ekki bara ágætlega með að keyra um á japanska bílnum þínum eftir þennan fróðleiksmola? Nissan Skyline, forveri Nissan GT-RDatsun 15 ruddi brautina. Nissan hét áður Datsun og hyggur Nissan nú aftur á markaðssetningu Datsun bíla sem yrðu ódýrari en Nissan bílar.Subaru Impreza WRX er í raun fjöldaframleiddur rallýbíll sem fæst á viðráðanlegu verði.Honda NSX hélt í við evrópska og bandaríska ofurbíla þrátt fyrir helmingi færri hestöfl.Mazda 787B náði frábærum árangri í aksturskeppnum. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent
Góðar líkur eru á því að þú, lesandi góður, eigir japanskan bíl. Þeir eru mjög vinsælir hér á landi og hafa verið í dágóðan tíma. Hvernig má vera að bílar frá framleiðendum sem eru nánast hinum megin á hnettinum seljist hér á landi og reyndar um allan heim? Jú, þeir hafa sérstöðu á bifreiðamarkaðnum og ekki er eins og vinsældir þeirra hafi orðið að veruleika yfir nóttu. Leyfðu mér að útskýra.Helstu bílaframleiðendur Japans:Daihatsu – Elsti bílaframleiðandi Japans. Framleiða aðallega smábíla fyrir heimamarkað. Aðalhluthafi í Daihatsu er bílarisinn Toyota.Honda – Eru með breitt úrval bíla sem seljast vel á heimsvísu. Þekktir fyrir einar skilvirkustu vélar í heimi. Stærsti mótorhjólaframleiðandi í heimi frá árinu 1959. Framleiðir flestar vélar í heimi – 14 milljónir á ári. Eiga undirmerkið Acura sem snýr aðallega að bandaríkjamarkaði.Isuzu – Einn stærsti framleiðandi díselvéla í heimi – framleiðir vélar fyrir önnur stórfyrirtæki. Selja einnig takmarkað úrval bíla, en um allan heim.Mazda – Eru með breytt úrval fólksbíla til sölu á heimsvísu. Þekktastir fyrir sportbíla með hinar sérstæðu Wankel/Rotary vélar. Voru lengi vel í eigu Ford (frá BNA) og hafa í gegnum tíðina unnið mikla þróunarvinnu í samvinnu við Ford.Mitsubishi – Selja bíla um allan heim en sala þeirra hefur dalað í samanburði við önnur japönsk merki á seinustu árum sem orsakaði að þeir hafa tekið einhverja bíla úr framleiðslu. Þekktastir fyrir Lancer Evolution rallýbílana sem voru mjög sigursælir.Nissan – Hétu áður Datsun. Eru í mikilli samvinnu við franska bílaframleiðandann Renault. Eiga undirmerki sem heitir Infiniti sem snýr aðallega að bandaríkjamarkaði. Eru að endurvekja Datsun merkið á næstunni. Þekktastir fyrir góða afturhjóladrifna sportbíla (kallaðir Z) og ofursportbílinn GTR (áður kallaður Skyline GTR).Subaru – Eru í eigu risastórs iðnaðarfyrirtækis, Fuji Heavy Industries. Þekktastir fyrir að notast nær einungis við Boxer vélar (líkt og þýski sportbílaframleiðandinn Porsche) og sítengt fjórhjóladrif sem hefur gefið þeim mikla sérstöðu á markaðnum. Þeir hafa gjarnan parað Boxer vélar sínar við forþjöppur (turbo) og eiga sér sögulega stjörnu í rallý heiminum, Impreza WRX STi. Sölutölur Subaru hafa einungis farið upp á við seinustu ár og virðast ætla að halda því áfram.Suzuki – Framleiða gríðarlega mikið af smábílum fyrir heimamarkað en eru einnig með takmarkað úrval bíla fyrir heimsmarkað.Toyota – 14. stærsta fyrirtæki heims, stærsti bílaframleiðandi í heimi. Eru með heila borg undir sína starfsemi í heimalandinu. Eiga undirmerkið Lexus (ásamt fleiri minni merkjum) sem er eitt helsta lúxus- og ofursportbílamerki heims. Bjóða upp á mjög breitt úrval bíla á heimsvísu.Öpuðu eftir og betrumbættu En byrjum á smá sögustund. Iðnaðarbyltingin sem hófst í Evrópu og Bandaríkjunum rataði seint til Japans en Japanarnir hafa yfirleitt verið mjög fljótir að taka við sér þegar ný tækni kemur fram einhversstaðar í heiminum. Þeir byrjuðu að fikta við bílasmíði árið 1904, tæpum tveimur áratugum eftir fæðingu fyrsta bílsins sem Karl Benz fékk einkaleyfi á í Þýskalandi.Til að byrja með voru það hinir ýmsu einstaklingar og alls konar fyrirtæki sem reyndu sig áfram í þróun bílasmíði í Japan. Fyrstu bílarnir voru knúnir áfram með gufuvélarafli en mjög snemma gerðu menn sér grein fyrir, rétt eins og í öðrum löndum, að vélar sem brenna olíu væru skilvirkari og fyrsti japanski bensínknúni bíllinn kom út árið 1907. Af þeim japönsku stórfyrirtækjum sem við þekkjum í dag voru það Nissan (undir öðru nafni þá) sem voru fyrstir til að framleiða bíl, árið 1926, en textílframleiðandinn Toyota gerði frumraun sína á bílamarkaðnum áratug síðar. Í þá dagana hermdu allir japanskir framleiðendur eftir þeim bandarísku og evrópsku og framleiddu það sem má næstum kalla eftirhermur, en gerðu það undir sínu nafni og með sínum aðferðum. Um þetta leyti, fyrir seinni heimstyrjöldina, voru þrír stærstu bílarisar heims að koma sér upp útibúum í Japan til framleiðslu og sölu í Asíu. Á næstu árum seldu þessir þrír bílaframleiðendur (Ford, GM og Chrysler) rúmlega sautján bíla í Japan fyrir hvern seldan japanskan bíl. Á meðan seinni heimstyrjöldin geisaði var nánast öll bílaframleiðsla í Japan í lamasessi og átti heldur erfitt uppdráttar eftir stríð sökum mikils áfalls þjóðarinnar eftir tap í stríðinu. Hingað til hafði Japan nánast ekki selt neitt af bílum til útflutnings.Ný hugsun Í kringum 1960 voru lítil mótorhjól nánast einu vélknúnu farartækin á japönskum götum og mikil skattlagning lögð á bíla. Þetta ýtti undir nýja hugsun. Til að komast undan þessari háu skattlagningu og til að fullnægja þörfum fátæks almúgans fóru bílaframleiðendur að smíða svokallaða Kei bíla. Það eru bílar sem hafa vél sem hefur undir 360 rúmsentimetra (660 í dag) slagrými sem var mjög lítið miðað við evrópska og bandaríska bíla. Skattlagning bíla í Japan byggist á stærð slagrýmis vélar og því féllu Kei bílarnir í mjög lágan skattflokk. Einnig voru þeir ódýrir, litlir og meðfærilegir og síðast en ekki síst eyðslugrannir. Fyrsti Kei bíllinn var hinn fallegi Subaru 360, sem byggður var lauslega á Volskwagen “Bjöllu” árið 1958 og kom hann framleiðandanum á kortið. Fyrir stærri fjölskyldur fóru framleiðendur að smíða stærri bíla með stærri vélum sem voru frá 700 og alveg upp í 1,100 rúmsentimetra. Þessi þróun varð öll á sjöunda áratug seinustu aldar en þá blómstraði japanski bílaiðnaðurinn og útflutningur á japönskum bílum næstum tvöhundruðfaldaðist. Mikilvægasti markaðurinn á þessum tíma var sá bandaríski og kepptust japanskir bílaframleiðendur um að koma sér fyrir þar og selja sem mest, en kaninn beit á agnið í fyrstu.Nýir markaðir Á áttunda áratugnum færðist salan enn meira í auka og framleiðendur fóru að líta til Evrópu. Merki eins og Mitsubishi og Honda herjuðu á bandaríska markaðinn á meðan Datsun (Nissan) og Toyota reyndu við þann evrópska til að byrja með. Fáeinum árum síðar voru bílar allra stærstu framleiðenda Japans fáanlegir í flestum vestrænum löndum. Ástæður þess að japönsku bílarnir voru ekki vinsælir erlendis í fyrstu voru margar, en þær helstu voru hversu litlir, afllausir og hráir þeir voru, og að þeir reyndust vera svolítið eftir á þegar kom að hönnun. Þeir voru ennþá gjarnan hannaðir með skírskotun í hönnun annarra þekktra bíla en voru oftast heldur minni og aflminni í senn. Fljótt komu þó kostirnir í ljós. Þeir voru mjög ódýrir í kaupum og ennþá ódýrari í viðhaldi, nettir og léttir, og bilanatíðnin var mun lægri en hjá keppinautunum. Fólk í þá daga gerði nánast ráð fyrir því að komast ekki í vinnuna á bílnum ef kalt var í veðri og það var eðlilegt ef eitthvað bilaði í fjölskyldubílnum á ferðalögum – þangað til að japanski bíllinn sannaði annað. Síðan þá hefur japanski bíllinn haldið áfram að vera viðhaldslítill og oftast með vélar með tiltölulega litlu sprengirými sem afkasta miklu.Skipulag og hugvit Það sem ýtti undir velgengni japanskra framleiðanda var gott skipulag, hugvit og góð stjórnun fyrirtækjanna. Í samanburði við framleiðendur frá öðrum löndum gátu þeir framleitt fleiri bíla á dag og fleiri bíla á hvern starfsmann. Starfsaldur starfsmanna japanskra framleiðslufyrirtækja var almennt hærri og þeir ánægðari. Ekki áttu þeir í vanda með verkalýðinn og verkföll voru ótíð ólíkt því sem þekktist í öðrum löndum á þessum tíma. Þessu náðu þeir með því að halda góðu sambandi við verkalýðsfélög. Japan hefur í mörg ár verið stærsta framleiðsluland bíla í heimi en er nýlega búið að tapa efsta sætinu til kínverja. Japanski bílaframleiðandinn Toyota er hins vegar stærsti bílaframleiðandi í heiminum eins og er.Biluðu ekki Hvernig hefur þá Japan breytt bílaiðnaðinum? Það er einmitt spurningin sem þarf svar við, en ef nefna ætti öll dæmi þess, þá myndi þessi grein líkjast frekar bók en grein. Svo eitthvað sé nefnt þá er mikilvægasta svarið bilanaleysi. Sjaldan í sögu bílsins hefur orðið eins drastísk breyting á stöðlum bíla og þegar japanskir bílar byrjuðu að seljast á heimsvísu. Þá varð fólk vart við það að bílar þyrftu ekkert endilega að bila mikið. Stærstu atriðin voru nýjar olíusíur og startarar en olíusíur fyrir þann tíma höfðu ekki síað nógu vel og startarar höfðu mjög stuttan endingartíma. Eftir að fólk gerði sér grein fyrir þessu fóru bandarískir og evrópskir bílaframleiðendur að horfa í eigin barm og breyting þurfti að verða svo þeir ættu séns í viðhaldslitlu japanana á þessum harða markaði. Auðvitað bila bílar alltaf eitthvað en það minnkaði svakalega eftir að þessi breyting varð. Nú komast bílar oftar en ekki yfir 200.000 keyrða kílómetra á sinni ævi með venjulegu viðhaldi en það var bara efni í drauma fyrir breytinguna.Frábærar vélarJapanskar vélar hafa alltaf verið mjög áhugaverðar. Þær hafa yfirleitt verið í minni kantinum og með lítið sprengirými. Einu japönsku bílarnir með tiltölulega stórar vélar hafa verið sérstaklega framleiddir fyrir ameríkumarkað vegna þess að meðal kaupandi í Bandaríkjunum er vanur miklu sprengirými og togmiklum vélum. Japanir hafa verið þjóða duglegastir í notkun á forþjöppum (e. Turbo) og þá sérstaklega í vélum með lítið sprengirými. Mjög margir af fyrrnefndum kei bílum eru með forþjöppu til þess að fá sem mest úr litlu sprengirými vélanna. Í dag er mikil vakning í þessum málum um allan heim. Svo virðist vera að restin af heiminum hafi loks gert sér grein fyrir að lítið sprengirými með forþjöppu skilar minni eyðslu þar sem að flestir bílar í dag eru fáanlegir í einhverjum útfærslum með þessari uppskrift, hvort sem það heitir ecoboost, BlueMotion eða álíka. Japanir hafa fundið upp alls konar vélartækni eins og VTEC frá Honda, VVT-i frá Toyota, Boxer Diesel frá Subaru og nýlega Skyactiv frá Mazda. Einnig hafa þeir endurnýtt hugmyndir annarra með Wankel/Rotary vélunum frá Mazda og Boxer vélunum frá Subaru. Það sem Japanir eru þekktastir fyrir er að taka góðar hugmyndir frá öðrum og margfalda útkomuna.Breyttir tímar og "drift" Frá því að bíllinn kom fram á sjónarsviðið hefur alltaf verið áhugi hjá mörgum fyrir því að breyta og betrumbæta bílana sína. Þessi lenska fór samt ekki almennilega á flug fyrr en japönsku bílarnir komu á sjónarsviðið því að Japan er stærsta samfélag breyttra bíla í heiminum og aragrúi af japönskum fyrirtækjum sérhæfa sig í pörtum fyrir japanska bíla. Til eru meira að segja dæmi um að japanskir bílaframleiðendur hafi gefið út bíla sérstaklega til þess að hægt sé að breyta þeim og persónugera af eigendum. Aksturslistin “Drift” kemur frá Japan. Engin opinber íslensk þýðing er komin fram á sjónarsviðið svo að ég viti en við getum kallað það skrik, í leit að betri þýðingu. Skrik gengur út á að vera á afturhjóladrifnum bíl og nota afl vélarinnar í að spóla á afturdekkjunum og ná afturhluta bílsins út til hliðar, svo að bíllinn skriki og reyna að halda honum þannig. Ef lesandi góður veit ekki hvað “Drift” er þá má hann endilega athuga hvað hann finnur ef hann leitar af því á veraldarvefnum. Útaf reglum og sköttum sem japanska ríkið hefur beitt í gegnum tíðina hefur skapast mjög skemmtileg bílamenning þar, sem taka mætti til fyrirmyndar annars staðar. Meðal annars eru kei bílarnir mjög sniðugir því þeir eru ótrúlega léttir og einfaldir ásamt því að eyða mjög litlu og kosta lítið. Einnig var lengi vel regla meðal bílaframleiðanda í Japan að ekki mætti framleiða bíl sem skilaði meira en 276 hestöflum. Þetta kom í veg fyrir hestafla keppni á milli framleiðenda eins og hefur lengi tíðkast í bæði Evrópu og Bandaríkjunum en í staðinn fóru framleiðendur að huga betur að akstursgetu bílsins, léttleika og þróun nýrrar tækni til að nýta 276 hestöflin sem best. Þessi aðferð minnir einna mest á hinar ýmsu kappaksturskeppnir sem eru með hestafla takmörkunum svo að lið og framleiðendur verða að huga að öllum öðrum atriðum sem býr til mikla framþróun á markaðnum.Hetjur gatnanna Ekki má gleyma einstökum bílum sem eru í dag orðnir að hetjum gatnanna sökum góðs orðspors. Þar má nefna Mazda MX5 (Miata í BNA) sem er japönsk útgáfa af litlum, ódýrum og léttum afturhjóladrifnum blæjubíl í anda Alfa Romeo Spider eða þeirra fjölmargra bresku blæjubíla sem voru svo frægir um miðbik seinustu aldar. Subaru WRX STi og Mitsubishi Evolution voru fyrstu bílar á markaðnum sem hægt var að kalla “rallýbíl fyrir götuna”, því þeir voru mjög líkir keppnisbílum World Rally Championship (Alþjóðarallý) í bæði útliti og getu, en samt fyrir tiltölulega lítinn pening. Honda NSX var svokallaður ofurbíll Japans á sínum tíma og var undir 276 hestafla takmörkunum en náði samt að halda í við evrópsku og bandarísku ofurbílana sem voru oft næstum tvöfalt öflugri. Toyota Land Cruiser og Toyota Hilux eru líklegast þekktustu jeppar heims og af góðri ástæðu. Þeir eru ótrúlega áreiðanlegir og auðvelt er að breyta þeim. Síðast en ekki síst verður að nefna “Godzilla”, en það er viðurnefnið á flaggskipi Nissan frá árinu 1969. Þessir bílar heita GTR en áður fyrr hétu þeir Skyline GTR. Þeir eru þekktir fyrir að vera fljótari en flestir ofur- og sportbílar markaðarins en eru mun ódýrari. Þeir eru líka stútfullir af nýjustu tækni síns tíma og setja yfirleitt markið varðandi tækni framtíðar í sportbílum.Öflugir í akstursíþróttum Mótorsport hefur ávallt verið stór partur af Japanskri menningu. Japanir hafa almennt mjög mikinn áhuga á mótorsporti og hafa þeir eina mestu sögu íþróttarinnar af öllum þjóðum. Til eru kappakstursíþróttir sem koma beint frá Japan, líkt og Drift og Gymkhana. Þessar tvær íþróttir eru orðnar mjög vinsælar um heim allan í dag, en munu ávallt tengjast Japan sterkum böndum. Einnig hafa japanir tekið þátt í flestum alþjóðlegum bílaíþróttum eins og Honda og Toyota í Formúlu 1, Subaru, Toyota, Mazda, Nissan og Mitsubishi í alþjóðarallýinu og Mazda, Toyota og Nissan í Le Mans 24 klukkustunda kappakstrinum í Frakklandi. Frægasta kappakstursserían í Japan er þó Super GT (hét áður All Japan Grand Touring Car Championship, eða JGTC) sem á margt skilt með þýsku DTM (Deutsche Tourenwagen Masters) keppninni enda munu þessar tvær seríur sameinast á næsta keppnistímabili, sem ætti að verða áhugavert áhorfs. Í Super GT keppast allir helstu bílaframleiðendur Japans á hinum fjölmörgu stórmögnuðu kappakstursbrautum landsins um hvaða framleiðandi er hraðastur það árið. Þessi keppni hefur ýtt undir mikla þróun fyrir japanska götubíla þar sem margar hugmyndir og uppfinningar sem fæðast í mótorsporti geta skilað sér í framleiðslubílum. Þar með er upptalið helsta framlag Japans til bílaiðnaðarins, og hefur hann aldeilis notið góðs af. Líður þér ekki bara ágætlega með að keyra um á japanska bílnum þínum eftir þennan fróðleiksmola? Nissan Skyline, forveri Nissan GT-RDatsun 15 ruddi brautina. Nissan hét áður Datsun og hyggur Nissan nú aftur á markaðssetningu Datsun bíla sem yrðu ódýrari en Nissan bílar.Subaru Impreza WRX er í raun fjöldaframleiddur rallýbíll sem fæst á viðráðanlegu verði.Honda NSX hélt í við evrópska og bandaríska ofurbíla þrátt fyrir helmingi færri hestöfl.Mazda 787B náði frábærum árangri í aksturskeppnum.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent