Dómarinn fór í leyfi svo taka þarf skýrslur af vitnum á nýjan leik 18. febrúar 2014 12:07 Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is og Sigurður Þór Helgason, eigandi iPhone.is, eru allt annað en sáttir hvor við annan. Vísir/Vilhelm/GVA Meiðyrðamál í máli þar sem Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is, stefndi Sigurði Þór Helgasyni, eiganda iPhone.is, og Guðjóni Rúnarssyni, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í annað skipti í morgun. Skýrslutökum yfir vitnum vegna stefnunnar lauk í haust og aðalmeðferð fór fram 8. nóvember síðastliðinn. Eins og fram kom á Vísi var búist við því þá að dómur í málinu félli innan fjögurra vikna. Dómarinn í málinu fór hins vegar í leyfi og nú hefur nýr dómari tekið við málinu. Sá hefur ekki haft afskipti af málinu áður og því þarf að taka skýrslur af vitnum á nýjan leik og ný aðalmeðferð var bókuð í lok næsta sumars. Þá verður liðið tæpt ár frá því að fyrri aðalmeðferðin fór fram.Vilhjámur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns Björgvins, sagði fyrir dómi í morgun að málsmeðferðin hafi verið með ólíkindum. Friðjón stefndi Sigurði Þór og Guðjóni fyrir að kalla hann óheiðarlegan skattsvikara, væna hann um kennitöluflakk og um að svíkja út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld, ásamt öðru. Ummælin lét Sigurður Þór Helgason falla á vefsvæðinu Vaktin.is undir spjallþræðinum „Kennitöluflakk“. Þar skrifaði hann undir nafninu zobbah, en Friðjón Björgvin vill meina að ummælin innihaldi ærumeiðandi aðdróttanir. Hann gerir þá kröfu að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Sigurður verði dæmdur til að greiða eina milljón króna í miskabætur. Friðjón vill meina að ummælin séu ósönn og í þeim felist ásakanir um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Tengdar fréttir Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Meiðyrðamál í máli þar sem Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi Buy.is, stefndi Sigurði Þór Helgasyni, eiganda iPhone.is, og Guðjóni Rúnarssyni, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í annað skipti í morgun. Skýrslutökum yfir vitnum vegna stefnunnar lauk í haust og aðalmeðferð fór fram 8. nóvember síðastliðinn. Eins og fram kom á Vísi var búist við því þá að dómur í málinu félli innan fjögurra vikna. Dómarinn í málinu fór hins vegar í leyfi og nú hefur nýr dómari tekið við málinu. Sá hefur ekki haft afskipti af málinu áður og því þarf að taka skýrslur af vitnum á nýjan leik og ný aðalmeðferð var bókuð í lok næsta sumars. Þá verður liðið tæpt ár frá því að fyrri aðalmeðferðin fór fram.Vilhjámur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns Björgvins, sagði fyrir dómi í morgun að málsmeðferðin hafi verið með ólíkindum. Friðjón stefndi Sigurði Þór og Guðjóni fyrir að kalla hann óheiðarlegan skattsvikara, væna hann um kennitöluflakk og um að svíkja út vörur og þjónustu án þess að greiða skatta eða gjöld, ásamt öðru. Ummælin lét Sigurður Þór Helgason falla á vefsvæðinu Vaktin.is undir spjallþræðinum „Kennitöluflakk“. Þar skrifaði hann undir nafninu zobbah, en Friðjón Björgvin vill meina að ummælin innihaldi ærumeiðandi aðdróttanir. Hann gerir þá kröfu að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og að Sigurður verði dæmdur til að greiða eina milljón króna í miskabætur. Friðjón vill meina að ummælin séu ósönn og í þeim felist ásakanir um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi.
Tengdar fréttir Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27