Erlent

Öryggisráð SÞ vill rannsókn óháðra aðila

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag vegna harmleiksins í Úkraínu. Þrýstingur hefur verið á að öryggisráðið samþykki ályktun um sjálfstæða rannsókn á örlögum flugs MH 17 sem skotið var niður yfir Úkraínu.

Fundurinn hófst klukkan tíu í morgun.

Ráðið sendi frá sér tilkynningu þar sem kallað er eftir því að málið verði ítarlega rannsakað af óháðum aðilum.

Í tilkynningunni lýsir ráðið samúð með aðstandendum þeirra sem létust.

Þá ítrekaði ráðið að rannsakendur fengju aðgang að svæðinu þar sem brak úr vélinni lenti svo hægt væri að fá niðustöðu í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×