Deilan hættuleg heimsfriði Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 12:06 Eiríkur Bergmann segir atburðinn í Austur-Úkraínu setja mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa síðustu missera. Vísir/AFP Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“ MH17 Úkraína Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“
MH17 Úkraína Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira