Grætt á einokun Pawel Bartoszek skrifar 18. júlí 2014 07:00 Búið er að leggja fram frumvarp sem heimilar öðrum en ríkinu að selja áfengi í búðum. Það er nánast öruggt að þeir sem eru á móti þessum tillögum muni saka hina um að vilja ganga græðgi á hönd. Það er ómerkilegur málflutningur. Fáir þeirra sem tala fyrir þessum breytingum eru að gera það til þess eins að „færa kaupmönnum arðinn“. Það helsta sem vakir fyrir þeim er valfrelsi neytenda og heilbrigt viðskiptalíf. Ríkiseinokun útrýmir nefnilega ekki græðginni. Blessuð græðgin finnur sér alltaf farveg.Stærstu framleiðendur á móti? Þegar ég var enn í námi fór ég í svokallaða vísindaferð í fyrirtæki sem framleiðir drykki. Ég spurði talsmenn fyrirtækisins hvað þeim þætti um þá hugmynd um að gera áfengissöluna frjálsari. Þeir voru ekki sérlega jákvæðir. Þeir skýrðu það til dæmis út með þeim hætti að Ríkið væri afskaplega þægilegur smásöluaðili til að díla við. Engin önnur búð tæki öllum vöruhækkunum þegjandi og hljóðalaust. Til viðbótar mætti skilja svo á þeim að það væri meira hagsmunamál að selja mikið af gosi frekar en bjór. Þeir græddu meira á gosi en bjór. Það má nefnilega ekki gleyma því að stærstu gosdrykkjaframleiðendur landsins eru þeir sömu og sjá okkur fyrir mestu af áfenginu. Þessir aðilar hafa sterka stöðu í Ríkinu. Hillupláss í Ríkinu er ekki ótakmarkað. Þeir sem eru sterkir fyrir njóta forskots. Þegar kemur að kráarmarkaðnum hafa minni framleiðendur sýnilega þurft að hafa fyrir því að koma sér inn á dæluna. Í sumum tilfellum hafa menn opnað sérstaka bari í því skyni að koma sér að. Þegar kemur að smásölunni er slíkt auðvitað ekki hægt.Hinar ósýnilegu búðir Ég þekki fólk sem myndi vilja opna eigin vínbúð og ég held að það gæti staðið sig vel í því að reka slíka búð. Ég er alla vega ekki tilbúinn að fullyrða fyrirfram að það fólk myndi standa sig það illa í því að það ætti að banna því að gera það. Ekki það, það ætti ekki að skipta höfuðmáli í því hvort menn styðji einhverjar lagabreytingar að þeir þekki fólk sem ætli sér að nýta sér þær. En það má samt ekki gleyma því að höft hefta. Fólk fær ekki að blómstra. Tækifæri glatast. Segjum að við myndum í dag banna einkaaðilum að brugga bjór. Öllum litlu brugghúsunum úti á landi væri lokað, ríkið myndi brugga bjór á einum stað í nafni „hagræðingar“. Fólk gæti séð að það væri vont fyrir landsbyggðina að loka litlu brugghúsunum. En það sér enginn hvað það er vont að loka þeim einkareknu vínbúðum á landinu sem ekki eru til, en væru annars til. Áhyggjur þeirra sem vilja halda í einokunarverslunina út af því að hún sé svo frábær eru óþarfar. Hvergi hefur kaupmönnum á frjálsum markaði mistekist að selja fólki bjór. Úrvalið er aldrei síðra og útsölustaðirnir ekki færri. Hvergi er það þannig að íbúar á smærri stöðum geta ekki keypt bjór nema í klukkutíma á dag því það nennir enginn að selja þeim hann.Lýðheilsurökin Svo eru það þeir sem eru sannfærðir um að breytingarnar yrðu til hins verra út frá sjónarhorni lýðheilsu eða almannaöryggis. Í því hlýtur að felast sú sannfæring að núverandi áfengisstefna sé á réttu róli og að aðrar þjóðir ættu að taka sér okkur til fyrirmyndar. Stundum er nefnt að heildaráfengisneysla Íslendinga sé lítil samanborið í Evrópu. Það er rétt. Íslendingar drekka lítið af áfengi. En hins vegar segir það ekki alla söguna. Einn mælikvarði á ofneyslu er það hvort menn drekki til að vera ölvaðir. Samkvæmt gagnagrunni WHO eru Íslendingar vel fyrir ofan miðju Evrópuríkja þegar það hlutfall er skoðað en 22% Íslendinga verða ölvaðir í hverjum mánuði. Samt er engin þjóð í Evrópu með íhaldssamari stefnu varðandi smásölu áfengis. Áfengisstefnan hefur haldið niðri neyslu en ekki „drykkju“. Suður-Evrópuþjóðirnar eru með hærri heildarneyslu en mun áhættuminni áfengishegðun þegar á heildina er litið. Og hvergi í þeim ríkjum er einkaaðilum bannað að selja bjór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun
Búið er að leggja fram frumvarp sem heimilar öðrum en ríkinu að selja áfengi í búðum. Það er nánast öruggt að þeir sem eru á móti þessum tillögum muni saka hina um að vilja ganga græðgi á hönd. Það er ómerkilegur málflutningur. Fáir þeirra sem tala fyrir þessum breytingum eru að gera það til þess eins að „færa kaupmönnum arðinn“. Það helsta sem vakir fyrir þeim er valfrelsi neytenda og heilbrigt viðskiptalíf. Ríkiseinokun útrýmir nefnilega ekki græðginni. Blessuð græðgin finnur sér alltaf farveg.Stærstu framleiðendur á móti? Þegar ég var enn í námi fór ég í svokallaða vísindaferð í fyrirtæki sem framleiðir drykki. Ég spurði talsmenn fyrirtækisins hvað þeim þætti um þá hugmynd um að gera áfengissöluna frjálsari. Þeir voru ekki sérlega jákvæðir. Þeir skýrðu það til dæmis út með þeim hætti að Ríkið væri afskaplega þægilegur smásöluaðili til að díla við. Engin önnur búð tæki öllum vöruhækkunum þegjandi og hljóðalaust. Til viðbótar mætti skilja svo á þeim að það væri meira hagsmunamál að selja mikið af gosi frekar en bjór. Þeir græddu meira á gosi en bjór. Það má nefnilega ekki gleyma því að stærstu gosdrykkjaframleiðendur landsins eru þeir sömu og sjá okkur fyrir mestu af áfenginu. Þessir aðilar hafa sterka stöðu í Ríkinu. Hillupláss í Ríkinu er ekki ótakmarkað. Þeir sem eru sterkir fyrir njóta forskots. Þegar kemur að kráarmarkaðnum hafa minni framleiðendur sýnilega þurft að hafa fyrir því að koma sér inn á dæluna. Í sumum tilfellum hafa menn opnað sérstaka bari í því skyni að koma sér að. Þegar kemur að smásölunni er slíkt auðvitað ekki hægt.Hinar ósýnilegu búðir Ég þekki fólk sem myndi vilja opna eigin vínbúð og ég held að það gæti staðið sig vel í því að reka slíka búð. Ég er alla vega ekki tilbúinn að fullyrða fyrirfram að það fólk myndi standa sig það illa í því að það ætti að banna því að gera það. Ekki það, það ætti ekki að skipta höfuðmáli í því hvort menn styðji einhverjar lagabreytingar að þeir þekki fólk sem ætli sér að nýta sér þær. En það má samt ekki gleyma því að höft hefta. Fólk fær ekki að blómstra. Tækifæri glatast. Segjum að við myndum í dag banna einkaaðilum að brugga bjór. Öllum litlu brugghúsunum úti á landi væri lokað, ríkið myndi brugga bjór á einum stað í nafni „hagræðingar“. Fólk gæti séð að það væri vont fyrir landsbyggðina að loka litlu brugghúsunum. En það sér enginn hvað það er vont að loka þeim einkareknu vínbúðum á landinu sem ekki eru til, en væru annars til. Áhyggjur þeirra sem vilja halda í einokunarverslunina út af því að hún sé svo frábær eru óþarfar. Hvergi hefur kaupmönnum á frjálsum markaði mistekist að selja fólki bjór. Úrvalið er aldrei síðra og útsölustaðirnir ekki færri. Hvergi er það þannig að íbúar á smærri stöðum geta ekki keypt bjór nema í klukkutíma á dag því það nennir enginn að selja þeim hann.Lýðheilsurökin Svo eru það þeir sem eru sannfærðir um að breytingarnar yrðu til hins verra út frá sjónarhorni lýðheilsu eða almannaöryggis. Í því hlýtur að felast sú sannfæring að núverandi áfengisstefna sé á réttu róli og að aðrar þjóðir ættu að taka sér okkur til fyrirmyndar. Stundum er nefnt að heildaráfengisneysla Íslendinga sé lítil samanborið í Evrópu. Það er rétt. Íslendingar drekka lítið af áfengi. En hins vegar segir það ekki alla söguna. Einn mælikvarði á ofneyslu er það hvort menn drekki til að vera ölvaðir. Samkvæmt gagnagrunni WHO eru Íslendingar vel fyrir ofan miðju Evrópuríkja þegar það hlutfall er skoðað en 22% Íslendinga verða ölvaðir í hverjum mánuði. Samt er engin þjóð í Evrópu með íhaldssamari stefnu varðandi smásölu áfengis. Áfengisstefnan hefur haldið niðri neyslu en ekki „drykkju“. Suður-Evrópuþjóðirnar eru með hærri heildarneyslu en mun áhættuminni áfengishegðun þegar á heildina er litið. Og hvergi í þeim ríkjum er einkaaðilum bannað að selja bjór.