Erlent

Uppvaskið hreinna ef ekki er skolað af

Atli Ísleifsson skrifar
Upplýsingafulltrúi Electrolux í Noregi hvetur fólk til að fjarlægja bein af kjöt og fiski en að megnið af matarleifum sé skilið eftir á disknum áður en hann fer í uppþvottavélina.
Upplýsingafulltrúi Electrolux í Noregi hvetur fólk til að fjarlægja bein af kjöt og fiski en að megnið af matarleifum sé skilið eftir á disknum áður en hann fer í uppþvottavélina. Vísir/Getty
Uppvaskið verður hreinna ef menn sleppa því að skola af diskum, glösum og hnífapörum áður en það fer í uppþvottavélina. Þetta eru fjölmargir framleiðendur uppþvottavéla og hreinsiefna sammála um.

Samkvæmt könnun Miele gera 95 prósent uppþvottavélanotenda þau mistök að skola af diskum áður en þeir setja þá í uppþvottavélina.

Kjetil Mikkelborg, markaðsfulltrúi Grundig, segir í samtali við norska miðilinn VG að þegar vélarnar eru prófaðar sé það gert án þess að skolað sé af diskum sem þrífa skal. „Útkoman reynist líka vera betri.“ Að sögn Mikkelborg á einungis að skrapa matinn burtu, en ekki skola með vatni.

„Útkoman verður þannig betri. Þar að auki er það orkufrekara að skola fyrst og hreinsiefnin hreinsa líka mjög vel. Í vélinni er sjálfhreinsandi sía gerir það að verkum að matarleifar safnast saman og leysast upp. Þetta fer um sérstaka dælu og hverfur,“ segir Mikkelborg.

Framleiðendur segja ástæðu þess að best sé að sleppa því að skola af, vera þá að uppþvottavélar geti nú flestar greint hvað diskurinn sé í raun skítugur. „Menn spara því talsvert magn vatns þar sem skolið notast að hámarki við um fjóra lítra af vatni. Þú getur rétt ímyndað þér hvað margir lítrar af heitu vatni fara í að skola alla diskana sjálfur,“ segir Finn Aagaard, upplýsingafulltrúi Electrolux í Noregi við VG.

Hann mælir með að fólk fjarlægi bein af kjöt og fiski en að megnið af matarleifum sé skilið eftir á disknum áður en hann fer í uppþvottavélina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×