Uppvaskið hreinna ef ekki er skolað af Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2014 16:22 Upplýsingafulltrúi Electrolux í Noregi hvetur fólk til að fjarlægja bein af kjöt og fiski en að megnið af matarleifum sé skilið eftir á disknum áður en hann fer í uppþvottavélina. Vísir/Getty Uppvaskið verður hreinna ef menn sleppa því að skola af diskum, glösum og hnífapörum áður en það fer í uppþvottavélina. Þetta eru fjölmargir framleiðendur uppþvottavéla og hreinsiefna sammála um. Samkvæmt könnun Miele gera 95 prósent uppþvottavélanotenda þau mistök að skola af diskum áður en þeir setja þá í uppþvottavélina. Kjetil Mikkelborg, markaðsfulltrúi Grundig, segir í samtali við norska miðilinn VG að þegar vélarnar eru prófaðar sé það gert án þess að skolað sé af diskum sem þrífa skal. „Útkoman reynist líka vera betri.“ Að sögn Mikkelborg á einungis að skrapa matinn burtu, en ekki skola með vatni. „Útkoman verður þannig betri. Þar að auki er það orkufrekara að skola fyrst og hreinsiefnin hreinsa líka mjög vel. Í vélinni er sjálfhreinsandi sía gerir það að verkum að matarleifar safnast saman og leysast upp. Þetta fer um sérstaka dælu og hverfur,“ segir Mikkelborg. Framleiðendur segja ástæðu þess að best sé að sleppa því að skola af, vera þá að uppþvottavélar geti nú flestar greint hvað diskurinn sé í raun skítugur. „Menn spara því talsvert magn vatns þar sem skolið notast að hámarki við um fjóra lítra af vatni. Þú getur rétt ímyndað þér hvað margir lítrar af heitu vatni fara í að skola alla diskana sjálfur,“ segir Finn Aagaard, upplýsingafulltrúi Electrolux í Noregi við VG. Hann mælir með að fólk fjarlægi bein af kjöt og fiski en að megnið af matarleifum sé skilið eftir á disknum áður en hann fer í uppþvottavélina. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Uppvaskið verður hreinna ef menn sleppa því að skola af diskum, glösum og hnífapörum áður en það fer í uppþvottavélina. Þetta eru fjölmargir framleiðendur uppþvottavéla og hreinsiefna sammála um. Samkvæmt könnun Miele gera 95 prósent uppþvottavélanotenda þau mistök að skola af diskum áður en þeir setja þá í uppþvottavélina. Kjetil Mikkelborg, markaðsfulltrúi Grundig, segir í samtali við norska miðilinn VG að þegar vélarnar eru prófaðar sé það gert án þess að skolað sé af diskum sem þrífa skal. „Útkoman reynist líka vera betri.“ Að sögn Mikkelborg á einungis að skrapa matinn burtu, en ekki skola með vatni. „Útkoman verður þannig betri. Þar að auki er það orkufrekara að skola fyrst og hreinsiefnin hreinsa líka mjög vel. Í vélinni er sjálfhreinsandi sía gerir það að verkum að matarleifar safnast saman og leysast upp. Þetta fer um sérstaka dælu og hverfur,“ segir Mikkelborg. Framleiðendur segja ástæðu þess að best sé að sleppa því að skola af, vera þá að uppþvottavélar geti nú flestar greint hvað diskurinn sé í raun skítugur. „Menn spara því talsvert magn vatns þar sem skolið notast að hámarki við um fjóra lítra af vatni. Þú getur rétt ímyndað þér hvað margir lítrar af heitu vatni fara í að skola alla diskana sjálfur,“ segir Finn Aagaard, upplýsingafulltrúi Electrolux í Noregi við VG. Hann mælir með að fólk fjarlægi bein af kjöt og fiski en að megnið af matarleifum sé skilið eftir á disknum áður en hann fer í uppþvottavélina.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira