Lífið

Frumsýning á trailer nemendafélags Versló

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Saturday Night Fever
Saturday Night Fever Vísir/Getty
Verslunarskóli Íslands setur upp Saturday Night Fever í sýningu nemendafélagsins í vetur. Handritshöfundur er Björn Bragi Arnarson, leikstjóri er Þorvaldur Davíð Kristjánsson og danshöfundur er Stella Rósinkrans.

„Þetta er byggt á myndinni sem flestir þekkja vel með John Travolta í aðalhlutverki. Við færum það í íslenskan búning en höldum góðu 70's New York stemmningunni úr myndinni,“ segir Björn Bragi. Þetta er frumraun Björns Braga í að skrifa söngleikjahandrit, en áður hefur hann skrifað þónokkuð fyrir sjónvarp og smásögur. 

Hann og Þorvaldur Davíð eru að vinna saman í fyrsta sinn, en þeir eru góðir vinir síðan þeir voru saman í Versló. „Það má segja að gamall draumur sé að rætast, að við séum að vinna saman,“ segir Björn Bragi.

„Þetta er nýtt handrit, nýjir listrænir stjórnendur og það er flottur hópur í kringum þetta og ég hlakka til."

Verkið var síðast sett upp hjá Verslunarskólanum árið 1997 en þá sló lagið "Kvöldin í bænum", sem var í leikritinu, eftirminnilega í gegn.

Söngleikurinn verður frumsýndur eftir áramót í Austurbæjarbíó. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×