Fimm prósentin sem urðu út undan Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2014 14:30 Nöfnin Steiney og Jógvan er ekki að finna á kókflöskunum. Herferðin Njóttu Coke hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á. Ekki náðu þó öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum.Jógvan Hansen.Væri frekar til í peninginn „Mér datt aldrei í hug að leita að nafninu mínu því ég bjóst ekki við því að finna það. Þannig að ég er ofboðslega lítið sár út í Coke. Ef ég fengi flösku eða dós með nafninu mínu myndi það eflaust bara vekja hamingju heima hjá mér og þessum tveimur öðrum á Íslandi sem heita Jógvan en örugglega ekki hjá mörgum fleirum,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen á léttu nótunum. „Ég kannski bý ég bara til merkingu sjálfur úti á Spáni ef ég finn einhverja ódýra merkingaverslun. En ef Coke vill eyða einhverjum þúsundköllum í að setja nafnið mitt á Coke væri ég frekar til í að fá peninginn bara,“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistarmaðurinn er samt sem áður hrifinn af drykknum. „Ég er eins og flestir menn í heiminum, hrifinn af Coke. Ég er samt meðvitaður um að drykkurinn er óhollur en ef ég fer á skyndibitastaði finnst mér sæta kókið passa vel með. Annars er ég líka hrifinn af Coke Light.“Samkvæmt þjóðskrá eru 3 sem bera nafnið Jógvan sem 1. eiginnafn.Steiney SkúladóttirVön því að vera í minnihluta „Ég er orðin vön því að vera í minnihluta varðandi nafnið mitt því ég ber frekar óalgengt nafn. Ég bjóst ekkert við því að vera á flöskum og hef því ekki verið að leita að nafninu mínu,“ segir Steiney Skúladóttir. „Ég drekk ekki gos. Ég hef ekki drukkið gos síðan áður en ég fermdist fyrir tíu og hálfu ári. Ég er að reyna að hafa skoðun á því að nafnið mitt sé ekki á Coke en mér er í alvörunni alveg sama,“ bætir Steiney við. Hún segist ekki mundu fá sér kók þótt hún fengi flösku með nafninu sínu á. „Ætli ég myndi ekki gefa pabba flöskuna. Hann er svo mikill kókisti.“Samkvæmt þjóðskrá eru 9 sem bera nafnið Steiney sem 1. eiginnafn og 4 sem bera það sem 2. eiginnafn.Hægt er að leita að nafninu sínu á vefsíðunni njottucoke.is.Vinsælar tækifærisgjafirMjög vinsælt hefur verið að merkja kókflöskur í brúðkaupum og ýmsum mannfögnuðum síðustu mánuði. Þá hafa fyrirtæki einnig verið dugleg að láta sérmerkja Coke-vörur fyrir sig og sína starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Vífilfelli er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið veitir. Hægt er að framleiða flösku sem er til í framleiðslulotu Vífilfells og þá er lágmark hægt að panta eitt bretti. Hins vegar sérframleiðir Vífilfell ekki flöskur fyrir fólk, til dæmis með gælunöfnum, fullum nöfnum, fyrirtækja- eða vörumerkjum, samkvæmt alþjóðlegum vörumerkjareglum The Coca-Cola Company. Þeir sem vilja láta sérmerkja flöskur þurfa því að leita til annarra fyrirtækja en Vífilfells. Íslendingar toppa Breta og Bandaríkjamenn * Tæplega 1.500 nöfn voru prentuð á flöskur á Íslandi og því ættu 95% þjóðarinnar að geta fundið sig einhvers staðar í verslunum landsins. * Hægt er að sjá lista yfir þau nöfn sem voru prentuð á Íslandi á síðunni njottucoke.is. * Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn og Bretar þegar kemur að nafnafjölda. Í Bandaríkjunum voru 250 vinsælustu nöfnin prentuð á flöskur og í Bretlandi voru nöfnin rétt rúmlega þúsund. * Ekki er ljóst hvort herferðin haldi áfram næsta sumar en sala á kók hefur aukist til muna í þeim um fimmtíu löndum þar sem herferðin hefur verið farin. * Dæmi um önnur nöfn sem ekki rötuðu á flöskur á Íslandi eru Dúi, Salína, Willum, Líneik, Skúlína, Alberta og Gullveig. Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Herferðin Njóttu Coke hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á. Ekki náðu þó öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum.Jógvan Hansen.Væri frekar til í peninginn „Mér datt aldrei í hug að leita að nafninu mínu því ég bjóst ekki við því að finna það. Þannig að ég er ofboðslega lítið sár út í Coke. Ef ég fengi flösku eða dós með nafninu mínu myndi það eflaust bara vekja hamingju heima hjá mér og þessum tveimur öðrum á Íslandi sem heita Jógvan en örugglega ekki hjá mörgum fleirum,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen á léttu nótunum. „Ég kannski bý ég bara til merkingu sjálfur úti á Spáni ef ég finn einhverja ódýra merkingaverslun. En ef Coke vill eyða einhverjum þúsundköllum í að setja nafnið mitt á Coke væri ég frekar til í að fá peninginn bara,“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistarmaðurinn er samt sem áður hrifinn af drykknum. „Ég er eins og flestir menn í heiminum, hrifinn af Coke. Ég er samt meðvitaður um að drykkurinn er óhollur en ef ég fer á skyndibitastaði finnst mér sæta kókið passa vel með. Annars er ég líka hrifinn af Coke Light.“Samkvæmt þjóðskrá eru 3 sem bera nafnið Jógvan sem 1. eiginnafn.Steiney SkúladóttirVön því að vera í minnihluta „Ég er orðin vön því að vera í minnihluta varðandi nafnið mitt því ég ber frekar óalgengt nafn. Ég bjóst ekkert við því að vera á flöskum og hef því ekki verið að leita að nafninu mínu,“ segir Steiney Skúladóttir. „Ég drekk ekki gos. Ég hef ekki drukkið gos síðan áður en ég fermdist fyrir tíu og hálfu ári. Ég er að reyna að hafa skoðun á því að nafnið mitt sé ekki á Coke en mér er í alvörunni alveg sama,“ bætir Steiney við. Hún segist ekki mundu fá sér kók þótt hún fengi flösku með nafninu sínu á. „Ætli ég myndi ekki gefa pabba flöskuna. Hann er svo mikill kókisti.“Samkvæmt þjóðskrá eru 9 sem bera nafnið Steiney sem 1. eiginnafn og 4 sem bera það sem 2. eiginnafn.Hægt er að leita að nafninu sínu á vefsíðunni njottucoke.is.Vinsælar tækifærisgjafirMjög vinsælt hefur verið að merkja kókflöskur í brúðkaupum og ýmsum mannfögnuðum síðustu mánuði. Þá hafa fyrirtæki einnig verið dugleg að láta sérmerkja Coke-vörur fyrir sig og sína starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Vífilfelli er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið veitir. Hægt er að framleiða flösku sem er til í framleiðslulotu Vífilfells og þá er lágmark hægt að panta eitt bretti. Hins vegar sérframleiðir Vífilfell ekki flöskur fyrir fólk, til dæmis með gælunöfnum, fullum nöfnum, fyrirtækja- eða vörumerkjum, samkvæmt alþjóðlegum vörumerkjareglum The Coca-Cola Company. Þeir sem vilja láta sérmerkja flöskur þurfa því að leita til annarra fyrirtækja en Vífilfells. Íslendingar toppa Breta og Bandaríkjamenn * Tæplega 1.500 nöfn voru prentuð á flöskur á Íslandi og því ættu 95% þjóðarinnar að geta fundið sig einhvers staðar í verslunum landsins. * Hægt er að sjá lista yfir þau nöfn sem voru prentuð á Íslandi á síðunni njottucoke.is. * Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn og Bretar þegar kemur að nafnafjölda. Í Bandaríkjunum voru 250 vinsælustu nöfnin prentuð á flöskur og í Bretlandi voru nöfnin rétt rúmlega þúsund. * Ekki er ljóst hvort herferðin haldi áfram næsta sumar en sala á kók hefur aukist til muna í þeim um fimmtíu löndum þar sem herferðin hefur verið farin. * Dæmi um önnur nöfn sem ekki rötuðu á flöskur á Íslandi eru Dúi, Salína, Willum, Líneik, Skúlína, Alberta og Gullveig.
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira