Íslendingar tala hjá SÞ Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. september 2014 07:00 Nú þegar nýliðinn er dagur kröfunnar um að þjóðir heims taki til hendinni vegna þess þáttar veðurfarsbreytinga sem er óvefengjanlega rakinn til mannlegra athafna, stendur yfir leiðtogafundur í Bandaríkjunum um málefnið. Staðreyndin er sú að það er nú þegar vitað hvað gera þarf í fyrstu til þess að snúa hægt og bítandi við blaðinu en það eru pólitískir þröskuldar í veginum. Fyrsta skrefið er að taka mið af hörðum tilmælum um að minnka orkunotkun sem byggir á jarðefnaeldsneyti, alls staðar á landsvísu, og láta að minnsta kosti 3/4 hluta þekktra birgða í jörðu liggja kyrrar. Samhliða því verður að stöðva eyðingu stórvaxinna skóga og snúa við nýtingu jarðvegs í löndum þar sem skógarnytjar eru ekki sjálfbærar. Stöðva verður eyðimerkurmyndun. Hvað þarf til þess arna? Að snúa baki við óheftum samkeppniskapítalisma, koma böndum á vöxt og starfsemi stórfyrirtækja í mörgum greinum og hefja umbætur á lýðræði í löndum heims. Meðal fyrirtækjanna sem lengst ganga í orkufylleríinu eru stóru olíufélögin og þá einmitt mörg þau vestrænu, eins og t.d. Statoil í Noregi, svo við lítum okkur nær. Eins mætti nefna rússnesk fyrirtæki á norðurskautssvæðinu eða bandarísk/kanadísk fyrirtæki sem rústa stórum, grónum landsvæðum í leit að olíusandi eða frönsk fyrirtæki sem beita sér í regnskógum S-Ameríku. Í Noregi einu hurfu um 560 milljónir tonna af kolefnisígildum út í loftið árið 2013 (vinnsla og brennsla þess sem þaðan kemur); um 1,5% af losun gróðurhúsagasa í heiminum (svipað og í Bretlandi), frá þjóð sem telur minna en eitt prómill af heimsþorpinu.Svar á morgun Auðvitað geta menn búið til mótbárur sem svo að efnahagur heimsins leggist í rúst ef hagvöxtur er minnkaður með öfugu handafli og hlustað á venjulegt fólk sem upp til hópa kallar með æ sterkari röddu á aðgerðir. Hún hljómar sífellt hærra einfaldlega af því að fólk sér hvernig hraðar loftslagsbreytingar eru teknar að ógna afkomu þess og lífsmáta. En það er ekki til sársaukalaus leið til baka, einmitt vegna þess hve stjórnvöld hafa lengi daufheyrst við vísindum jafnt sem varnaðarorðum hvarvetna að; jafnvel frá alþjóðastofnunum sem seint verða kenndar við annað en vörn fyrir núverandi hagkerfi. Íslensk rödd dagsins hjá SÞ í New York færði fram gömlu sannindin um jarðhitakunnáttu og -notkun Íslendinga, landgræðslu til að binda það sem við spúum í loft upp og hét stuðningi við átak til að færa endurnýjanlega orku til allra. Gott og vel og þakkir fyrir það. En hljómaði stakt orð um mikilvægasta málið sem Íslendingar standa frammi fyrir: Olíu- og gasvinnslu norðan heimskautsbaugs? Íslenska innleggið í heimsborginni fjallaði líka um hættuna af súrnun sjávar og í því var „minnt á þróun mála á norðurslóðum sökum hlýnunar loftslags“ - eins og skrifað stendur á heimasíðu RÚV. Nú er að spyrja hvernig öll þessi þróun samrýmist aukinni en ekki minnkandi losun gróðurhúsagasa á Íslandi og fyrirhugaðri jarðefnavinnslu, finnist auðlindirnar í nánd við landið. Svar óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Nú þegar nýliðinn er dagur kröfunnar um að þjóðir heims taki til hendinni vegna þess þáttar veðurfarsbreytinga sem er óvefengjanlega rakinn til mannlegra athafna, stendur yfir leiðtogafundur í Bandaríkjunum um málefnið. Staðreyndin er sú að það er nú þegar vitað hvað gera þarf í fyrstu til þess að snúa hægt og bítandi við blaðinu en það eru pólitískir þröskuldar í veginum. Fyrsta skrefið er að taka mið af hörðum tilmælum um að minnka orkunotkun sem byggir á jarðefnaeldsneyti, alls staðar á landsvísu, og láta að minnsta kosti 3/4 hluta þekktra birgða í jörðu liggja kyrrar. Samhliða því verður að stöðva eyðingu stórvaxinna skóga og snúa við nýtingu jarðvegs í löndum þar sem skógarnytjar eru ekki sjálfbærar. Stöðva verður eyðimerkurmyndun. Hvað þarf til þess arna? Að snúa baki við óheftum samkeppniskapítalisma, koma böndum á vöxt og starfsemi stórfyrirtækja í mörgum greinum og hefja umbætur á lýðræði í löndum heims. Meðal fyrirtækjanna sem lengst ganga í orkufylleríinu eru stóru olíufélögin og þá einmitt mörg þau vestrænu, eins og t.d. Statoil í Noregi, svo við lítum okkur nær. Eins mætti nefna rússnesk fyrirtæki á norðurskautssvæðinu eða bandarísk/kanadísk fyrirtæki sem rústa stórum, grónum landsvæðum í leit að olíusandi eða frönsk fyrirtæki sem beita sér í regnskógum S-Ameríku. Í Noregi einu hurfu um 560 milljónir tonna af kolefnisígildum út í loftið árið 2013 (vinnsla og brennsla þess sem þaðan kemur); um 1,5% af losun gróðurhúsagasa í heiminum (svipað og í Bretlandi), frá þjóð sem telur minna en eitt prómill af heimsþorpinu.Svar á morgun Auðvitað geta menn búið til mótbárur sem svo að efnahagur heimsins leggist í rúst ef hagvöxtur er minnkaður með öfugu handafli og hlustað á venjulegt fólk sem upp til hópa kallar með æ sterkari röddu á aðgerðir. Hún hljómar sífellt hærra einfaldlega af því að fólk sér hvernig hraðar loftslagsbreytingar eru teknar að ógna afkomu þess og lífsmáta. En það er ekki til sársaukalaus leið til baka, einmitt vegna þess hve stjórnvöld hafa lengi daufheyrst við vísindum jafnt sem varnaðarorðum hvarvetna að; jafnvel frá alþjóðastofnunum sem seint verða kenndar við annað en vörn fyrir núverandi hagkerfi. Íslensk rödd dagsins hjá SÞ í New York færði fram gömlu sannindin um jarðhitakunnáttu og -notkun Íslendinga, landgræðslu til að binda það sem við spúum í loft upp og hét stuðningi við átak til að færa endurnýjanlega orku til allra. Gott og vel og þakkir fyrir það. En hljómaði stakt orð um mikilvægasta málið sem Íslendingar standa frammi fyrir: Olíu- og gasvinnslu norðan heimskautsbaugs? Íslenska innleggið í heimsborginni fjallaði líka um hættuna af súrnun sjávar og í því var „minnt á þróun mála á norðurslóðum sökum hlýnunar loftslags“ - eins og skrifað stendur á heimasíðu RÚV. Nú er að spyrja hvernig öll þessi þróun samrýmist aukinni en ekki minnkandi losun gróðurhúsagasa á Íslandi og fyrirhugaðri jarðefnavinnslu, finnist auðlindirnar í nánd við landið. Svar óskast.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun