Erlent

Franska þingið viðurkennir Palestínu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fagnað á franska þinginu í dag.
Fagnað á franska þinginu í dag. Vísir/Getty
Franska þingið samþykkti í dag yfirlýsingu þar sem Palestína er viðurkennd sem sjálfstætt ríki. Yfirlýsingin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 339 þingmenn greiddu atkvæði með og 151 einn á móti.

Kosningin er ekki bindandi á nokkurn hátt heldur aðeins táknræn. Þó er talið að samþykkt yfirlýsingarinnar setji þrýsting á frönsku ríkisstjórnina um að ganga skrefinu lengra og viðurkenna Palestínu að fullu sem sjálfstætt ríki.

Áður höfðu þing Bretlands, Spánar og Írlands samþykkt svipaða yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×