Lífið

Lady Gaga var nauðgað þegar hún var nítján ára

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Lady Gaga segir í viðtali við útvarpsmanninn Howard Stern að henni hafi verið nauðgað þegar hún var nítján ára og það hafi tekið hana mörg ár að jafna sig á því.

„Ég var skel sem innihélt mitt fyrra sjálf á einum tímapunkti. Ég fór í kaþólskan skóla og síðan gerðist allt þetta og ég hugsaði: Ó, eru fullorðnir svona? Ég var mjög barnaleg,“ segir Lafðin.

Hún segir að það hafi tekið hana fjögur til fimm ár að átta sig á því sem gerðist og í fyrstu vildi hún ekki viðurkenna fyrir sjálfri sér að henni hefði verið nauðgað.

„Það var ekki fyrr en ég varð aðeins eldri að ég hugsaði: Vá, þetta var ruglað.“

Söngkonan leitaði sér hjálpar og hefur náð að vinna úr áfallinu. Hún ber mikinn kala til mannsins sem nauðgaði henni

„Ég sá hann í búðinni einu sinni og var svo lömuð af ótta,“ segir hún og bætir við að hann kalli hana fyrrverandi kærustu sína.

„Þú varst tuttugu árum eldri en ég. Ég var barn. Hvernig er það samband?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×