Forsætisráðherra friðlýsir tónleikasalinn á NASA – vonar að þar verði áfram tónleikar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. desember 2014 18:25 Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar). Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn í Nasa og má því ekki hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag. Áformað er að reisa hótel en borgaryfirvöld telja ekki að friðlýsingin þurfi að koma í veg fyrir það. Málið verður þó skoðað með borgarlögmanni á næstu dögum. Það olli miklum deilum þegar skemmtistaðnum Nasa var lokað vegna hótels sem athafnamaðurinn Pétur Þór Sigurðsson ætlar að reisa. Húsið að Thorvaldsenstræti 2 er friðað en hið sama er ekki að segja um viðbygginguna, sjálfan tónleikasalinn í Nasa. Forsætisráðherra hefur nú tekið af skarið og friðlýst hann. Í friðlýsingunni segir að hún taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að hann vonaðist til að salurinn yrði nýttur áfram á þann hátt sem verið hefði, fyrir tónleika og samkomur. Hann segist ekki telja að þetta þurfi að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Þetta eigi að styrkja heildarmynd svæðisins og geti komið vel út fyrir alla á endanum. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis og skipulagsráðs, segir að ekki hafi verið haft samráð við borgina um friðlýsinguna. Það væri þó ekkert um það að segja nema að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri mikill áhugamaður um verndun gamalla húsa og það væri af hinu góða. Hann sagðist ekki sjá betur en friðlýsingin félli ágætlega að hugmyndum borgaryfirvalda. Í borgarskipulagi segir að leitast eigi við að endurbyggja salinn í upprunalegum anda og endurnýta sem mest af upprunalegum innréttingum. Hann sagðist ekki telja að þetta þyrfti að koma í veg fyrir hótelbyggingu. Það verði þó farið yfir það með borgarlögmanni á næstu dögum. Tónlistarmenn hafa látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir Nasa. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að þetta sé stór áfangi í baráttunni fyrir Nasa sem hafi nú tekið fimm ár. ,,Ég vona svo sannarlega að þetta sé ávísun á það að Nasa verði áfram tónleikastaður. Það er nóg pláss fyrir fleiri tónleikastaði í miðborg Reykjavíkur, af þessari gerð, af þessari stærð. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Nasa,“ sagði Páll Óskar. Innlegg frá Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar).
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira