Erlent

Jörðin í beinni frá geimnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjónarhornið úr Alþjóðlegu geimstöðinni getur verið stórfenglegt.
Sjónarhornið úr Alþjóðlegu geimstöðinni getur verið stórfenglegt. Mynd/Butch Wilmore
Allir íbúar jarðarinnar geta skoðað jörðina úr rúmlega 431 kílómetra hæð, frá sjónarhorni geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. Það eina sem til þarf er tölva og aðgangur að internetinu. Útsendingin skiptir á milli nokkurra myndavéla sem búið er að festa við geimstöðina.

Þó kemur fyrir að útsendingin sé stöpul eftir því hvar geimstöðin er stödd. Þar að auki tekur nokkrar sekúndur að skipta á milli myndavéla. Neðar hér í fréttinni má þó sjá feril geimstöðvarinnar og hvar hún fari fyrir jörðina í næsta hring.

Geimstöðin fer hringinn í kringum jörðina á 90 mínútum og því er sólarupprás og sólsetur með um 45 mínútna millibili. Þegar jörðin skyggir á sólina, er oft ekki mikið að sjá, nema þegar geimstöðin fer yfir þéttbýl svæði.

Framhaldsskólanemendur tóku þátt í hönnun búnaðarins sem notaður er til að verja myndavélarnar, en samkvæmt Business Insider er tilgangur þessarar tilraunar, sem hófst fyrr á árinu, að kanna hvernig myndavélar virka í geimnum.


Broadcast live streaming video on Ustream



Fleiri fréttir

Sjá meira


×