Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2014 13:46 Vísir/Getty Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar. Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar.
Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira