Eitt best falda leyndarmál landsins Hrund Þórsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 20:00 Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira