Lífið

„Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Elísabet Ronaldsdóttir er einn fremsti klippari landsins og hefur klippt margar stærstu íslensku bíómyndirnar síðari ár. 



Hún hefur undanfarna mánuði dvalið í Los Angeles þar sem hún klippti hasarmyndina John Wick með Keanu Reeves í aðalhlutverki. Lei
kstjórar myndarinnar þeir Chad Stahelski og David Leitch eru áhættuleikarar sem hafa gert slagsmálasenur fyrir myndir á borð við Fight Club, Matrix og 300. 



Elísabet segist hafa nálgast myndina eins og alpha-male dansmynd, og að í raun sé lítill munur á því að klippa dans og slagsmál. Þó eftirköstin séu ólík.

„Ég er búin að horfa mikið á rómantískar gamanmyndir síðan ég kom heim. Ég held ég hafi fengið testósteróneitrun. Ég var mjög nálægt því að byrja að raka mig á morgnana, segir Elísabet í viðtali við Fókus sem má nálgast hér að ofan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.