Arnfirðingar vilja breyta veðurkortinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. ágúst 2014 07:30 Þá sem horfðu á veðurfréttirnar 5. ágúst hefur örugglega ekki fýst í að fara vestur. Þar voru sýnd fimm stig á Vestfjörðum meðan þau reyndust um 14 á Bíldudal. „Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira