Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2014 20:00 Verð á matvælum mun hækka um næstu áramót þegar lægra þrep virðisaukaskattsins verður hækkað úr 7 prósentum í tólf. Á móti lækkar efra skattþrepið og almenn vörugjöld verða lögð niður. Gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum, annað árið í röð. Virðisaukaskattur verður einnig lagður á ýmsa ferðaþjónustu sem hefur verið undanþegin skattinum. Matarinnkaup vega þungt hjá flestum heimilum. En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á virðisaukaskattur á matvælum að hækka úr 7 prósentum í 12 prósent, en sú breyting skilar ríkissjóði um 11 milljörðum í auknar tekjur. En á móti er gripið til ýmissra aðgerða. Í fyrsta lagi verður efra þrep virðisaukaskattsins lækkað úr 25,5 prósentum í 24 prósent og almenn vörugjöld verða afnumin um áramótin sem þýðir að þvottavélar, ísskápar og önnur slík heimilistæki lækka í verði á bilinu 20 til 25 prósent. Lækkun efra þrepsins lækkar tekjur ríkissjóðs um 8 milljarða króna, þannig að nettó skilar breyting á VSK-kerfinu ríkissjóði þremur milljörðum. Til að vega upp á móti hækkun matarskatts verða barnabætur hækkaðar um 13 prósent á næsta ári auk 2,5 prósenta hækkunar á þeim vegna hækkunar verðlags.Er sátt á milli stjórnarflokkanna um þetta? Því nú hefur t.d. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar lýst efasemdum sínum með þessa breytingu. „Já, við höfum verið að vinna að þessum breytingum á þessu ári í góðu samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Sú útfærsla sem hér er kynnt mun leiða til þess að ráðstöfunartekjur heimilanna fara vaxandi. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á verðlag. Þannig að ég trúi því að það muni takast góð sátt um þetta. Þótt að þinglega meðferðin sé eftir er þetta í mínum huga mjög mikilvæg kjarabót fyrir heimilin í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Með breytingunum á virðisaukaskattskerfinu verði eftir um fjórir milljarðar króna hjá heimilunum í landinu. Tekjutenging barnabóta verði með þeim hætti að þær hækki mest hjá þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Persónufrádráttur verður hins vegar ekki hækkaður sérstaklega og fjármálráðherra viðurkennir að skattkerfisbreytingarnar komi mismunandi við einstaka hópa. „Það er síðan hluti af hinni þinglegu meðferð að velta því fyrir sér hvort við getum með breytingum á bótakerfunum komið enn betur til móts við þá sem þurfa á stuðningi ríkisins að halda. En sú meginhugsun liggur að baki þessum breytingum, er að virðisaukaskattskerfið sé ekki gott tæki til tekjujöfnunar í samfélaginu,“ segir fjármálaráðherra. Auk skattabreytinganna verða framlög til almanantrygginga aukin um 2,4 milljarða króna, aðallega vegna hækkunar frítekjumarks lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingar á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja. Þá er ekki talin með hækkun framlaga til þessa málaflokks upp á 3 milljarða vegna verðlags- og launahækkana. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 1,8 milljaðra, fyrst og fremst til að styrkja rekstrargrunn spítala og heilsugæslu og til fjárfestina í tækjum og búnaði. Fjárlög Tengdar fréttir Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Þingsetning: Skýra á eftirlitshlutverk Alþingis Forseti Alþingis sagði að rannsóknarnefndir Alþingis þyrftu skýrara umboð og einnig að krafa væri um að þingmenn í þingum evrópu setji sér siðareglur. Ráðamenn gengu til kirkju áður en haustþing var formlega sett með ávarpi Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þinghlé var svo gert frá klukkan 15 til 16 en þá var fyrsta frumvarpi þingsins dreift um fjárlög og þingmönnum úthlutað sætum. 9. september 2014 17:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Verð á matvælum mun hækka um næstu áramót þegar lægra þrep virðisaukaskattsins verður hækkað úr 7 prósentum í tólf. Á móti lækkar efra skattþrepið og almenn vörugjöld verða lögð niður. Gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum, annað árið í röð. Virðisaukaskattur verður einnig lagður á ýmsa ferðaþjónustu sem hefur verið undanþegin skattinum. Matarinnkaup vega þungt hjá flestum heimilum. En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á virðisaukaskattur á matvælum að hækka úr 7 prósentum í 12 prósent, en sú breyting skilar ríkissjóði um 11 milljörðum í auknar tekjur. En á móti er gripið til ýmissra aðgerða. Í fyrsta lagi verður efra þrep virðisaukaskattsins lækkað úr 25,5 prósentum í 24 prósent og almenn vörugjöld verða afnumin um áramótin sem þýðir að þvottavélar, ísskápar og önnur slík heimilistæki lækka í verði á bilinu 20 til 25 prósent. Lækkun efra þrepsins lækkar tekjur ríkissjóðs um 8 milljarða króna, þannig að nettó skilar breyting á VSK-kerfinu ríkissjóði þremur milljörðum. Til að vega upp á móti hækkun matarskatts verða barnabætur hækkaðar um 13 prósent á næsta ári auk 2,5 prósenta hækkunar á þeim vegna hækkunar verðlags.Er sátt á milli stjórnarflokkanna um þetta? Því nú hefur t.d. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar lýst efasemdum sínum með þessa breytingu. „Já, við höfum verið að vinna að þessum breytingum á þessu ári í góðu samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila. Sú útfærsla sem hér er kynnt mun leiða til þess að ráðstöfunartekjur heimilanna fara vaxandi. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á verðlag. Þannig að ég trúi því að það muni takast góð sátt um þetta. Þótt að þinglega meðferðin sé eftir er þetta í mínum huga mjög mikilvæg kjarabót fyrir heimilin í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Með breytingunum á virðisaukaskattskerfinu verði eftir um fjórir milljarðar króna hjá heimilunum í landinu. Tekjutenging barnabóta verði með þeim hætti að þær hækki mest hjá þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Persónufrádráttur verður hins vegar ekki hækkaður sérstaklega og fjármálráðherra viðurkennir að skattkerfisbreytingarnar komi mismunandi við einstaka hópa. „Það er síðan hluti af hinni þinglegu meðferð að velta því fyrir sér hvort við getum með breytingum á bótakerfunum komið enn betur til móts við þá sem þurfa á stuðningi ríkisins að halda. En sú meginhugsun liggur að baki þessum breytingum, er að virðisaukaskattskerfið sé ekki gott tæki til tekjujöfnunar í samfélaginu,“ segir fjármálaráðherra. Auk skattabreytinganna verða framlög til almanantrygginga aukin um 2,4 milljarða króna, aðallega vegna hækkunar frítekjumarks lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingar á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja. Þá er ekki talin með hækkun framlaga til þessa málaflokks upp á 3 milljarða vegna verðlags- og launahækkana. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 1,8 milljaðra, fyrst og fremst til að styrkja rekstrargrunn spítala og heilsugæslu og til fjárfestina í tækjum og búnaði.
Fjárlög Tengdar fréttir Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Þingsetning: Skýra á eftirlitshlutverk Alþingis Forseti Alþingis sagði að rannsóknarnefndir Alþingis þyrftu skýrara umboð og einnig að krafa væri um að þingmenn í þingum evrópu setji sér siðareglur. Ráðamenn gengu til kirkju áður en haustþing var formlega sett með ávarpi Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þinghlé var svo gert frá klukkan 15 til 16 en þá var fyrsta frumvarpi þingsins dreift um fjárlög og þingmönnum úthlutað sætum. 9. september 2014 17:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00
Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30
Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41
Þingsetning: Skýra á eftirlitshlutverk Alþingis Forseti Alþingis sagði að rannsóknarnefndir Alþingis þyrftu skýrara umboð og einnig að krafa væri um að þingmenn í þingum evrópu setji sér siðareglur. Ráðamenn gengu til kirkju áður en haustþing var formlega sett með ávarpi Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þinghlé var svo gert frá klukkan 15 til 16 en þá var fyrsta frumvarpi þingsins dreift um fjárlög og þingmönnum úthlutað sætum. 9. september 2014 17:55