Vegagerðin varar vegfarendur vestan til á landinu við hvössum sunnan- og suðaustanvindi í dag, sunnudag. Við aðstæður sem slíkar geta hnútar af bröttum fjöllum orðið snarpir, eða um og yfir 35 metrar á sekúndu.
Sérstaklega verður varasamt á norðanverðu Snæfellsnesi, einkum frá Berserkjahrauni út undir Fróða, og á Vestfjörðum, við Hnífsdal og við Arnardal utan Súðavíkur. Mögulega verði einnig vindhviður undir Hafnarfjalli. Vindur gengur ekki niður á þessum slóðum fyrr en á sunnudagskvöld.
Varað við hvössum vindhviðum á Vesturlandi
Bjarki Ármannsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent





Diljá Mist boðar til fundar
Innlent


Engin röð á Læknavaktinni
Innlent

