Landbúnaðarkerfið – broddur á barka þjóðarinnar Þröstur Ólafsson skrifar 13. september 2014 07:00 Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Landbúnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megininntak er að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. Vinnutekjur í sauðfjárrækt eru nánast engar, þótt óseljanlegt kjöt hrúgist upp. Inntektin kemur beint frá ríkinu. Starfsumhverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarðast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þóttust hafa afsannað hin „kapítalísku“ lögmál um framboð og eftirspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændaforystan og stjórnmálaflokkar hennar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beitarálag veldur hrjóstrugum úthaganum. Niðurgreidd offramleiðsla Skömmu eftir að aflamarkskerfinu í sjávarútvegi var komið á fót, en það gekk m.a. út á að laga sókn að veiðigetu fiskistofna, voru bújarðir „kvótasettar“. Opinber tilgangur var sagður vera að laga framleiðslumagn að innlendri eftirspurn. Reynslan sýnir að það var blekking. Kvótasetning í mjólkurframleiðslu virðist beinast að bændum sjálfum til að koma í veg fyrir að þeir fari að keppa hver við annan í verði. Kvótinn í sauðfjárrækt virðist vera mælikvarði á framtíðargreiðslur úr ríkissjóði. Offramleiðslan er óbreytt. Nýverið birti Hagstofan upplýsingar um að af 9.000 tonna lambakjötsframleiðslu væru enn um 2.000 tonn óseld, þrátt fyrir að flutt hafi verið út um 2.500 tonn. Þetta segir að ekki þurfi að framleiða nema um 4.000 tonn til að fullnægja innlendri neyslu. Það má vissulega finna réttlætingu á niðurgreiðslu kindakjöts innanlands. Haft var eftir einum forystumanna bænda að útflutningur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlítið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutninginn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði einhvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð. Hverjum þjónar sóunin? Svona dýrt og sóunargjarnt framleiðslukerfi nærist ekki bara af þröngsýni og þrjósku. Eini markvissi hvatinn sem innbyggður er í kerfið er sá að fjölga sauðfé án afkomuáhættu fyrir bændur. Þótt útflutningsbæturnar hafi að nafni til verið afnumdar, þá er nú farið bakdyramegin inn í ríkissjóð. Greiðslurnar skila sér. Þótt kerfið gagnist ekkert sérstaklega minni bændum, þá þjónar það ágætlega þeim sem geta nýtt sér vissa hagkvæmni stærðarinnar, þeim sem geta sankað að sér kvótum og þar með greiðslum úr ríkissjóði. Þá kveinka innflytjendur fóðurs og áburðar sér ekki undan þessu kerfi. Og ekki má gleyma afurðarstöðvunum. Þær hagnast af því að meðhöndla og vinna úr vöru sem stendur vart undir eigin framleiðslukostnaði. Svína- og alifuglabændur maka krókinn í skjóli innflutningsbanns. Já, þetta er vissulega mikið töfrakerfi fyrir alla aðstandendur þess, nema þá sem borga brúsann. Við greiðum fyrir helmingi meira kjöt en við borðum. Landið er ásetið fé sem enginn þarf á að halda. Fáir útvaldir, sem hafa tögl og hagldir á öllum ríkisstjórnum, sjá til þess að vitleysunni er haldið áfram. Þessari skaðlegu óráðsíu verður að linna, því auk útgjalda fyrir almenning, er þetta ein af stóru hindrununum áleiðis til heilbrigðari atvinnuhátta, svo ekki sé minnst á landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Landbúnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megininntak er að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. Vinnutekjur í sauðfjárrækt eru nánast engar, þótt óseljanlegt kjöt hrúgist upp. Inntektin kemur beint frá ríkinu. Starfsumhverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarðast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þóttust hafa afsannað hin „kapítalísku“ lögmál um framboð og eftirspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændaforystan og stjórnmálaflokkar hennar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beitarálag veldur hrjóstrugum úthaganum. Niðurgreidd offramleiðsla Skömmu eftir að aflamarkskerfinu í sjávarútvegi var komið á fót, en það gekk m.a. út á að laga sókn að veiðigetu fiskistofna, voru bújarðir „kvótasettar“. Opinber tilgangur var sagður vera að laga framleiðslumagn að innlendri eftirspurn. Reynslan sýnir að það var blekking. Kvótasetning í mjólkurframleiðslu virðist beinast að bændum sjálfum til að koma í veg fyrir að þeir fari að keppa hver við annan í verði. Kvótinn í sauðfjárrækt virðist vera mælikvarði á framtíðargreiðslur úr ríkissjóði. Offramleiðslan er óbreytt. Nýverið birti Hagstofan upplýsingar um að af 9.000 tonna lambakjötsframleiðslu væru enn um 2.000 tonn óseld, þrátt fyrir að flutt hafi verið út um 2.500 tonn. Þetta segir að ekki þurfi að framleiða nema um 4.000 tonn til að fullnægja innlendri neyslu. Það má vissulega finna réttlætingu á niðurgreiðslu kindakjöts innanlands. Haft var eftir einum forystumanna bænda að útflutningur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlítið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutninginn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði einhvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð. Hverjum þjónar sóunin? Svona dýrt og sóunargjarnt framleiðslukerfi nærist ekki bara af þröngsýni og þrjósku. Eini markvissi hvatinn sem innbyggður er í kerfið er sá að fjölga sauðfé án afkomuáhættu fyrir bændur. Þótt útflutningsbæturnar hafi að nafni til verið afnumdar, þá er nú farið bakdyramegin inn í ríkissjóð. Greiðslurnar skila sér. Þótt kerfið gagnist ekkert sérstaklega minni bændum, þá þjónar það ágætlega þeim sem geta nýtt sér vissa hagkvæmni stærðarinnar, þeim sem geta sankað að sér kvótum og þar með greiðslum úr ríkissjóði. Þá kveinka innflytjendur fóðurs og áburðar sér ekki undan þessu kerfi. Og ekki má gleyma afurðarstöðvunum. Þær hagnast af því að meðhöndla og vinna úr vöru sem stendur vart undir eigin framleiðslukostnaði. Svína- og alifuglabændur maka krókinn í skjóli innflutningsbanns. Já, þetta er vissulega mikið töfrakerfi fyrir alla aðstandendur þess, nema þá sem borga brúsann. Við greiðum fyrir helmingi meira kjöt en við borðum. Landið er ásetið fé sem enginn þarf á að halda. Fáir útvaldir, sem hafa tögl og hagldir á öllum ríkisstjórnum, sjá til þess að vitleysunni er haldið áfram. Þessari skaðlegu óráðsíu verður að linna, því auk útgjalda fyrir almenning, er þetta ein af stóru hindrununum áleiðis til heilbrigðari atvinnuhátta, svo ekki sé minnst á landvernd.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun