Hafþór birti fyrr í dag myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann rifjar upp körfuboltatakta. Hafþór lék á sínum yngri árum með Breiðabliki, KR og FSu auk þess sem hann var í unglingalandsliðinu.
Hér má einmitt sjá mynd af honum frá þeim tíma þegar hann spilaði með FSu, Hafþór er þessi með hvíta hárbandið, og hér að neðan má sjá myndbandið sem hann birti á Instagram.