Engin skjöl voru frágengin Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 25. október 2014 07:00 Tilgangur greinar minnar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 var fyrst og fremst sá að koma því á framfæri að láninu var einvörðungu ráðstafað með hagsmuni Kaupþings og viðskiptavina hans að leiðarljósi og engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað vegna lánsins. Það virðist hins vegar hafa vakið mesta athygli fjölmiðla að ég greini frá því að lán Seðlabankans hafi verið veitt áður en lánaskjöl hafi verið útbúin og veðsamningar frágengnir. Seðlabankinn taldi sig hafa ástæðu til að andmæla þeirri fullyrðingu minni með yfirlýsingu sama dag og greinin birtist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel ekki að stjórnendur eða starfsmenn Seðlabankans hafi gerst sekir um umboðssvik við afgreiðslu lánsins. Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun október 2008 og ég held að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans hafi starfað í góðri trú og talið sig vera að vinna innan sinna heimilda og samkvæmt vilja ríkisstjórnar. Enginn ásetningur var um að valda fjárhagstjóni. Stjórnendur og starfsmenn Seðlabankans voru undir miklu álagi nákvæmlega eins og starfsmenn fjölmargra innlendra fjármálafyrirtækja á þessum tíma sem tóku heiðarlegar ákvarðanir þó að e.t.v. megi eftir á finna að því að vikið hafi verið frá verkferlum við afgreiðslu einstakra lánamála.Aldrei kláraður Það er hins vegar óumdeilt að lánið til Kaupþings var veitt án þess að lánasamningur og veðsamningur væru frágengin. Lánið var með öðrum orðum útgreitt og Kaupþingi til ráðstöfunar áður en gengið var endanlega frá þessum skjölum. Það var raunar misminni hjá mér að lánasamningur hafi verið kláraður á næstu dögum eftir útborgun lánsins. Það var aldrei kláraður lánasamningur á milli Kaupþings og Seðlabankans vegna þessa láns. Helsta athugasemd Seðlabankans við skrif mín var sú að bankinn hafi verið búinn að tryggja sér veð í hlutabréfunum í FIH-bankanum í lok viðskiptadags 6. október en þó eftir að lánið hafði verið greitt út. Það kemur mér á óvart að Seðlabankinn líti svo á að veðsetningunni hafi verið að fullu lokið í lok viðskiptadags 6. október. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að stjórn Kaupþings hafði ekki komið saman og samþykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH til Seðlabankans í lok viðskiptadags 6. október. Sá fundur var haldinn um kvöldið 6. október og hófst ekki fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig að starfsmenn lögfræðideilda bankanna hafi haldið áfram að vinna að lokafrágangi veðsetningar hlutanna að morgni 7. október. Ef það er rangt skilið hjá mér að þurft hafi að koma til samþykki stjórnar Kaupþings banka hf. til að tryggja veðsetningu bréfanna og að vinnan sem fór fram 7. október hafi af þeim sökum verið óþörf biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni í greininni í síðustu viku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að gefnu tilefni Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 17. október 2014 06:45 Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Tilgangur greinar minnar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 var fyrst og fremst sá að koma því á framfæri að láninu var einvörðungu ráðstafað með hagsmuni Kaupþings og viðskiptavina hans að leiðarljósi og engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað vegna lánsins. Það virðist hins vegar hafa vakið mesta athygli fjölmiðla að ég greini frá því að lán Seðlabankans hafi verið veitt áður en lánaskjöl hafi verið útbúin og veðsamningar frágengnir. Seðlabankinn taldi sig hafa ástæðu til að andmæla þeirri fullyrðingu minni með yfirlýsingu sama dag og greinin birtist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel ekki að stjórnendur eða starfsmenn Seðlabankans hafi gerst sekir um umboðssvik við afgreiðslu lánsins. Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun október 2008 og ég held að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans hafi starfað í góðri trú og talið sig vera að vinna innan sinna heimilda og samkvæmt vilja ríkisstjórnar. Enginn ásetningur var um að valda fjárhagstjóni. Stjórnendur og starfsmenn Seðlabankans voru undir miklu álagi nákvæmlega eins og starfsmenn fjölmargra innlendra fjármálafyrirtækja á þessum tíma sem tóku heiðarlegar ákvarðanir þó að e.t.v. megi eftir á finna að því að vikið hafi verið frá verkferlum við afgreiðslu einstakra lánamála.Aldrei kláraður Það er hins vegar óumdeilt að lánið til Kaupþings var veitt án þess að lánasamningur og veðsamningur væru frágengin. Lánið var með öðrum orðum útgreitt og Kaupþingi til ráðstöfunar áður en gengið var endanlega frá þessum skjölum. Það var raunar misminni hjá mér að lánasamningur hafi verið kláraður á næstu dögum eftir útborgun lánsins. Það var aldrei kláraður lánasamningur á milli Kaupþings og Seðlabankans vegna þessa láns. Helsta athugasemd Seðlabankans við skrif mín var sú að bankinn hafi verið búinn að tryggja sér veð í hlutabréfunum í FIH-bankanum í lok viðskiptadags 6. október en þó eftir að lánið hafði verið greitt út. Það kemur mér á óvart að Seðlabankinn líti svo á að veðsetningunni hafi verið að fullu lokið í lok viðskiptadags 6. október. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að stjórn Kaupþings hafði ekki komið saman og samþykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH til Seðlabankans í lok viðskiptadags 6. október. Sá fundur var haldinn um kvöldið 6. október og hófst ekki fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig að starfsmenn lögfræðideilda bankanna hafi haldið áfram að vinna að lokafrágangi veðsetningar hlutanna að morgni 7. október. Ef það er rangt skilið hjá mér að þurft hafi að koma til samþykki stjórnar Kaupþings banka hf. til að tryggja veðsetningu bréfanna og að vinnan sem fór fram 7. október hafi af þeim sökum verið óþörf biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni í greininni í síðustu viku.
Að gefnu tilefni Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 17. október 2014 06:45
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun