Athygli vekur að framlag Rússa, lagið Shine í flutningi Tolmachevy systranna, er rækilega púað í B&W höllinni í Kaupmannahöfn í hvert sinn sem það hlýtur einhver stig. Sömuleiðis heyrðist varla í stigakynni Rússa er hún deildi stigum á aðra, meðal annars okkur, fyrir óhljóðum.
Líklegt verður að teljast að óánægju áhorfenda sé ekki beint að söngkonunum tveimur, heldur tengist þetta yfirvöldum í Rússlandi sem hafa ekki vakið mikla lukku á alþjóðagrundvelli undanfarin ár.
Púað á Rússland? Veit fólk ekki að þeir eru með skriðdreka rétt fyrir utan Kaupmannahöfn? #12stig
— Steingrímur S. Ólafs (@frettir) May 10, 2014