Lífið

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast

Snæbjörn Ragnarsson er úti í Danmörk.
Snæbjörn Ragnarsson er úti í Danmörk.
Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast. Þetta segir Snæbjörn Ragnarsson bakraddasöngvari Pollapönks sem flytur lagið Enga fordóma í Eurovision í Danmörku í kvöld. Íslensk keppnishópurinn kvartaði formlega yfir hljóðmistökum í dómararennsli í gær.

Íslenski Eurovison hópurinn í Kaupmannahöfn gerði í gærkvöld formlega athugasemd við hljóð í íslenska laginu Enga fordóma á dómararennsli. Hljóðnemi Heiðars Arnar Kristjánssonar datt út í það minnsta þrisvar sinnum að því Rúv greinir frá og hafa yfirmenn keppninnar viðurkennt að tæknileg mistök hafi verið gerð.

Pollapönk verða fjórðu á svið í keppninni í kvöld. Fréttastofa náði tali af Snæbirni Ragnarssyni, bakraddasöngvara Pollapönks, sem átti ekki von á því að tæknileg vandræði gærkvöldsins myndu hafa teljandi áhrif. Stemmningin í hópnum sé afar góð.

„Þetta voru ákveðin smáatriði sem þarf að laga en þetta gekk allt saman ljómandi vel,“ segir Snæbjörn.

„Hér eru allir hoppandi kátir. Þetta voru pínu skruðningar í gær og nú er búið að kippa öllu í liðin.“

Veðbankar telja framlag Svía sigurstranglegast í keppninni en hafa talsvert minni trú á íslensku strákunum. Ísland er spáð 21. sæti af 26 þjóðum. Snæbjörn telur að fjölmiðlar í Evrópu séu að átta sig á því að Pollapönk sé ekkert grín.

„Við fáum alltaf stærri og stærri viðbrögð. Við þurftum að byrja á því að koma því til skila til fólks að við væru ekki bara flipparar í litríkum göllum að láta eins og fávitar. Um leið og það komst almennilega í umræðuna að við værum að berjast fyrir einhverjum sem við stöndum fyrir þá tóku allir við sér.“


Tengdar fréttir

Sjáðu Steinda fagna

Eins og sjá má var spennan mikil hjá Steinda Jr sem birti þetta myndskeið af sér í gær.

Skera sig úr í fjöldanum

Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum.

Sönghöllin sem tengir Pollapönk og Gullfoss

Gamla skipasmíðastöðin í Kaupmannahöfn, þar sem söngsveitin Pollapönk heillaði evrópska sjónvarpsáhorfendur í gærkvöldi, tengist siglingasögu Íslendinga með sterkum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.