Óttast að missa af því að spila með Sinfó Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2014 17:51 Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira